Erlendar Boskamp til Belgíu Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Johan Boskamp, sem nýverið lét af störfum sem knattspyrnustjóri Stoke City, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri belgíska liðsins Standard Liege. Boskamp er 57 ára gamall og hefur mikla reynslu af þjálfun í Belgíu og hefur meðal annars stýrt liði Anderlecht þar í landi. Sport 24.5.2006 16:42 Ákveður sig eftir HM Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid segist ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknu heimsmeistaramóti í sumar, en hinn 33 ára gamli Carlos á í samningaviðræðum við Real Madrid um að framlengja samning sinn við félagið. Chelsea hefur þegar gert tilboð í kappann og segir hann fjárhagslegan ávinning ekki spila inn í ákvörðun sína, heldur ætli hann að skoða hve lengi hann vill spila í viðbót. Sport 24.5.2006 16:35 Læknir United rekinn Mike Stone, sem verið yfirlæknir hjá Manchester United síðan árið 1999, var mjög óvænt rekinn frá félaginu í dag. Forráðamenn United segja ákvörðun þessa faglega, en orðrómur er strax kominn á kreik um að læknirinn hafi verið látinn fara vegna afstöðu sinnar í máli Wayne Rooney. Sport 24.5.2006 15:33 Brotist inn á heimili Patrick Vieira Patrick Vieira, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, lenti í óskemmtilegri reynslu í gær þegar brotist var inn í hús hans í Frakklandi á meðan fjölskyldan svaf. Nokkru af skartgripum var stolið og óku þjófarnir á burt með þýfið á bílnum hans. Fjölskyldan þurfti að fara í rannsókn eftir uppákomuna, því talið er að þjófarnir hafi sprautað gasi inn í loftræstikerfið í húsinu til að halda fjölskyldunni sofandi á meðan á ráninu stóð. Sport 24.5.2006 14:53 Andy Johnson á leið til Wigan? Stjórnarmaður Crystal Palace hefur staðfest að félagið hafi í dag samþykkt 8,5 milljón punda tilboð úrvalsdeildarfélagsins Wigan í framherjann Andy Johnson. Everton og Bolton hafa einnig verið á höttunum eftir landsliðsmanninum, en þeim hefur nú verið sagt að hækka tilboð sín ella muni hann verða seldur til Wigan. Sport 24.5.2006 14:44 Tilboði Tottenham í Curtis Davies hafnað Bryan Robson, stjóri West Brom, staðfesti í dag að félagið hefði neitað 3,5 milljón punda tilboði Tottenham Hotspur í varnarmanninn Curtis Davies. West Brom ætlar sér ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og ætlar að styrkja liðið en ekki veikja það að sögn Robson. Davies er U-21 árs landsliðsmaður Englands og talinn nokkuð efnilegur. Sport 24.5.2006 14:38 B-lið Englands mætir Hvít-Rússum í kvöld Nokkrir af leikmönnum enska landsliðsins sem eru að berjast við að vinna sér sæti í byrjunarliðinu fá tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir í kvöld, þegar B-lið Englands tekur á móti Hvít-Rússum í æfingaleik. Sport 24.5.2006 14:25 Pires líklega á förum Nú þykir allt benda til þess að franski miðvallarleikmaðurinn Robert Pires muni yfirgefa herbúðir Arsenal og ganga til liðs við spænska liðið Villarreal, en spænsk útvarpsstöð á að hafa haft eftir stjórnarformanni félagsins í gær að hann væri búinn að ganga frá málinu. Sport 24.5.2006 03:03 Toronto datt í lukkupottinn Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Sport 24.5.2006 02:18 Miami vann í Detroit Miami gerði sér lítið fyrir og lagði Detroit á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt 91-86. Miami hafði ekki spilað í viku fyrir leik gærkvöldsins, en það var lið Detroit sem var ryðgað í gær og hitti skelfilega. Heimamenn náðu ekki að nýta sér villuvandræði þeirra Shaquille O´Neal og Dwayne Wade og eru greinilega enn í bullandi vandræðum á báðum endum vallarins. Sport 24.5.2006 03:24 Huth orðinn leiður á að sitja á bekknum Þýski landsliðsmaðurinn Robert Huth segist vera orðinn hundleiður á að sitja endalaust á varamannabekknum hjá Englandsmeisturum Chelsea og ekki er ólíklegt að hann verði lánaður eða seldur frá félaginu á næstu leiktíð. Sport 23.5.2006 20:48 Ekki á förum frá Arsenal Bakvörðurinn Ashle Cole hefur verið orðaður við fjölda liða utan Englands að undanförnu, en hann segist ekki eiga von á því að fara frá félaginu í sumar. Sport 23.5.2006 20:15 Það er nú eða aldrei fyrir okkur David Beckham segir að það sé nú eða aldrei fyrir sig og jafnaldra sína, ætli þeir sér að vinna til verðlauna á stórmóti með enska landsliðinu. Fyrrum félagi hans hjá Manchester United, Gary Neville, tekur í sama streng. Sport 23.5.2006 19:59 Kiel meistari Kiel tryggði sér í kvöld Þýskalandsmeistaratitilinn í handbolta með sannfærandi sigri á Íslendingaliði Lemgo 37-28 á heimavelli sínum. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað í markaskorun hjá Lemgo og Logi Geirsson gat ekki leikið vegna veikinda. Á sama tíma tapaði Flensburg fyrir Kronau 26-24. Sport 23.5.2006 19:39 Engin tilboð komin í Dirk Kuyt Forráðamenn Feyenoord segja að enn hafi engin kauptilboð borist í landsliðsframherjann Dirk Kuyt, sem hefur verið einhver eftirsóttasti framherji Evrópu á undanförnum mánuðum. Sport 23.5.2006 16:42 Schumacher bjartsýnn Michael Schumacher segist ekki leggja jafn mikið upp úr því og aðrir að ná ráspól í Mónakókappakstrinum um næstu helgi, en eins og flestir vita eru aðstæður til framúraksturs þar ekki góðar og því hafa tímatökurnar mikið vægi í keppninni. Sport 23.5.2006 16:28 Nistelrooy hefur áhyggjur af framtíðinni Engin lausn virðist í sjónmáli í máli framherjans Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United, en hann hefur verið úti í kuldanum eftir árekstur við knattspyrnustjórann Alex Ferguson á síðustu dögum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Sport 23.5.2006 16:15 Morientes ekki á leið til Spánar Umboðsmaður spænska framherjans Fernando Morientes hjá Liverpool segir ekkert til í orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Morientes sé á leið aftur til heimalands síns. Hann hefur verið orðaður við Valencia og Real Betis, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Sport 23.5.2006 16:05 Rosicky til Arsenal Arsenal hefur fengið til sín tékkneska miðjumanninn Tomas Rosicky frá Dortmund í Þýskalandi og skrifaði hann undir langtímasamning við félagið í dag. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 25 ára gamli og smávaxni leikmaður á eflaust eftir að styrkja Lundúnaliðið mikið. Sport 23.5.2006 15:02 Phoenix í úrslit Vesturdeildar Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Sport 23.5.2006 06:23 Sögulegur sigur hjá Dallas Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Sport 23.5.2006 05:58 Íslenska Stoke-ævintýrið á enda Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. Sport 22.5.2006 13:59 Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31 Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. Sport 21.5.2006 19:54 Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. Sport 21.5.2006 18:56 Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. Sport 21.5.2006 18:04 Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. Sport 21.5.2006 17:26 Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. Sport 21.5.2006 17:04 Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Sport 21.5.2006 16:34 Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 15:58 « ‹ 164 165 166 167 168 169 170 171 172 … 264 ›
Boskamp til Belgíu Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Johan Boskamp, sem nýverið lét af störfum sem knattspyrnustjóri Stoke City, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri belgíska liðsins Standard Liege. Boskamp er 57 ára gamall og hefur mikla reynslu af þjálfun í Belgíu og hefur meðal annars stýrt liði Anderlecht þar í landi. Sport 24.5.2006 16:42
Ákveður sig eftir HM Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid segist ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknu heimsmeistaramóti í sumar, en hinn 33 ára gamli Carlos á í samningaviðræðum við Real Madrid um að framlengja samning sinn við félagið. Chelsea hefur þegar gert tilboð í kappann og segir hann fjárhagslegan ávinning ekki spila inn í ákvörðun sína, heldur ætli hann að skoða hve lengi hann vill spila í viðbót. Sport 24.5.2006 16:35
Læknir United rekinn Mike Stone, sem verið yfirlæknir hjá Manchester United síðan árið 1999, var mjög óvænt rekinn frá félaginu í dag. Forráðamenn United segja ákvörðun þessa faglega, en orðrómur er strax kominn á kreik um að læknirinn hafi verið látinn fara vegna afstöðu sinnar í máli Wayne Rooney. Sport 24.5.2006 15:33
Brotist inn á heimili Patrick Vieira Patrick Vieira, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, lenti í óskemmtilegri reynslu í gær þegar brotist var inn í hús hans í Frakklandi á meðan fjölskyldan svaf. Nokkru af skartgripum var stolið og óku þjófarnir á burt með þýfið á bílnum hans. Fjölskyldan þurfti að fara í rannsókn eftir uppákomuna, því talið er að þjófarnir hafi sprautað gasi inn í loftræstikerfið í húsinu til að halda fjölskyldunni sofandi á meðan á ráninu stóð. Sport 24.5.2006 14:53
Andy Johnson á leið til Wigan? Stjórnarmaður Crystal Palace hefur staðfest að félagið hafi í dag samþykkt 8,5 milljón punda tilboð úrvalsdeildarfélagsins Wigan í framherjann Andy Johnson. Everton og Bolton hafa einnig verið á höttunum eftir landsliðsmanninum, en þeim hefur nú verið sagt að hækka tilboð sín ella muni hann verða seldur til Wigan. Sport 24.5.2006 14:44
Tilboði Tottenham í Curtis Davies hafnað Bryan Robson, stjóri West Brom, staðfesti í dag að félagið hefði neitað 3,5 milljón punda tilboði Tottenham Hotspur í varnarmanninn Curtis Davies. West Brom ætlar sér ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og ætlar að styrkja liðið en ekki veikja það að sögn Robson. Davies er U-21 árs landsliðsmaður Englands og talinn nokkuð efnilegur. Sport 24.5.2006 14:38
B-lið Englands mætir Hvít-Rússum í kvöld Nokkrir af leikmönnum enska landsliðsins sem eru að berjast við að vinna sér sæti í byrjunarliðinu fá tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir í kvöld, þegar B-lið Englands tekur á móti Hvít-Rússum í æfingaleik. Sport 24.5.2006 14:25
Pires líklega á förum Nú þykir allt benda til þess að franski miðvallarleikmaðurinn Robert Pires muni yfirgefa herbúðir Arsenal og ganga til liðs við spænska liðið Villarreal, en spænsk útvarpsstöð á að hafa haft eftir stjórnarformanni félagsins í gær að hann væri búinn að ganga frá málinu. Sport 24.5.2006 03:03
Toronto datt í lukkupottinn Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Sport 24.5.2006 02:18
Miami vann í Detroit Miami gerði sér lítið fyrir og lagði Detroit á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt 91-86. Miami hafði ekki spilað í viku fyrir leik gærkvöldsins, en það var lið Detroit sem var ryðgað í gær og hitti skelfilega. Heimamenn náðu ekki að nýta sér villuvandræði þeirra Shaquille O´Neal og Dwayne Wade og eru greinilega enn í bullandi vandræðum á báðum endum vallarins. Sport 24.5.2006 03:24
Huth orðinn leiður á að sitja á bekknum Þýski landsliðsmaðurinn Robert Huth segist vera orðinn hundleiður á að sitja endalaust á varamannabekknum hjá Englandsmeisturum Chelsea og ekki er ólíklegt að hann verði lánaður eða seldur frá félaginu á næstu leiktíð. Sport 23.5.2006 20:48
Ekki á förum frá Arsenal Bakvörðurinn Ashle Cole hefur verið orðaður við fjölda liða utan Englands að undanförnu, en hann segist ekki eiga von á því að fara frá félaginu í sumar. Sport 23.5.2006 20:15
Það er nú eða aldrei fyrir okkur David Beckham segir að það sé nú eða aldrei fyrir sig og jafnaldra sína, ætli þeir sér að vinna til verðlauna á stórmóti með enska landsliðinu. Fyrrum félagi hans hjá Manchester United, Gary Neville, tekur í sama streng. Sport 23.5.2006 19:59
Kiel meistari Kiel tryggði sér í kvöld Þýskalandsmeistaratitilinn í handbolta með sannfærandi sigri á Íslendingaliði Lemgo 37-28 á heimavelli sínum. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað í markaskorun hjá Lemgo og Logi Geirsson gat ekki leikið vegna veikinda. Á sama tíma tapaði Flensburg fyrir Kronau 26-24. Sport 23.5.2006 19:39
Engin tilboð komin í Dirk Kuyt Forráðamenn Feyenoord segja að enn hafi engin kauptilboð borist í landsliðsframherjann Dirk Kuyt, sem hefur verið einhver eftirsóttasti framherji Evrópu á undanförnum mánuðum. Sport 23.5.2006 16:42
Schumacher bjartsýnn Michael Schumacher segist ekki leggja jafn mikið upp úr því og aðrir að ná ráspól í Mónakókappakstrinum um næstu helgi, en eins og flestir vita eru aðstæður til framúraksturs þar ekki góðar og því hafa tímatökurnar mikið vægi í keppninni. Sport 23.5.2006 16:28
Nistelrooy hefur áhyggjur af framtíðinni Engin lausn virðist í sjónmáli í máli framherjans Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United, en hann hefur verið úti í kuldanum eftir árekstur við knattspyrnustjórann Alex Ferguson á síðustu dögum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Sport 23.5.2006 16:15
Morientes ekki á leið til Spánar Umboðsmaður spænska framherjans Fernando Morientes hjá Liverpool segir ekkert til í orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Morientes sé á leið aftur til heimalands síns. Hann hefur verið orðaður við Valencia og Real Betis, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Sport 23.5.2006 16:05
Rosicky til Arsenal Arsenal hefur fengið til sín tékkneska miðjumanninn Tomas Rosicky frá Dortmund í Þýskalandi og skrifaði hann undir langtímasamning við félagið í dag. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 25 ára gamli og smávaxni leikmaður á eflaust eftir að styrkja Lundúnaliðið mikið. Sport 23.5.2006 15:02
Phoenix í úrslit Vesturdeildar Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Sport 23.5.2006 06:23
Sögulegur sigur hjá Dallas Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Sport 23.5.2006 05:58
Íslenska Stoke-ævintýrið á enda Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir. Sport 22.5.2006 13:59
Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. Fótbolti 21.5.2006 21:31
Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. Sport 21.5.2006 19:54
Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. Sport 21.5.2006 18:56
Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. Sport 21.5.2006 18:04
Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. Sport 21.5.2006 17:26
Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. Sport 21.5.2006 17:04
Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Sport 21.5.2006 16:34
Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. Sport 21.5.2006 15:58