Erlendar

Fréttamynd

Tillaga um fækkun liða í úrvalsdeildum umdeild

Sepp Blatter og félagar í stjórn Alþjóða Knattspyrnusambandsins eru nú að vinna að tillögum sem miða að því að fækka liðum í úrvalsdeildum í Evrópu niður í 18 lið, þar sem fyrir vikið yrðu aðeins spilaðir 34 leikir á tímabili í stað 38 leikja eins og tíðkast í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að bjóða í Lampard

Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard.

Sport
Fréttamynd

Henin-Hardenne í úrslit

Justine Henin-Hardenne vann í dag auðveldan sigur á Kim Clijsters 6-3 og 6-2 í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis og mætir Svetlönu Kuznetsovu í úrslitaleik. Hardenne á titil að verja á mótinu og hefur unnið 21 af síðustu 22 leikjum sínum á Roland Garros vellinum.

Sport
Fréttamynd

Öll mörkin á HM í símann

Þeir sem eiga Vodafone Live gsm-síma þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af neinu þegar HM hefst á morgun, því Og Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að fá öll mörkin í keppninni send í síma sinn. Vodafone hefur fram að þessu boðið upp á þessa þjónustu í enska boltanum og meistaradeildinni og heimsmeistaramótið sjálft verður engin undantekning.

Sport
Fréttamynd

Govou inn í stað Cisse

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, hefur valið framherjann Sidney Govou í HM-hóp sinn í stað Djibril Cisse sem fótbrotnaði í æfingaleik gegn Kínverjum í gærkvöldi. Govou er leikmaður Frakklandsmeistara Lyon og hefur skorað þrjú mörk í nítján landsleikjum, en hann getur spilað bæði á kanti og í framlínunni líkt og Cisse.

Sport
Fréttamynd

Nigel Martyn leggur skóna á hilluna

Markvörðurinn gamalreyndi Nigel Martyn hjá Everton hefur nú neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra ökklameiðsla. Martyn er 39 ára gamall og hefur verið frá vegna þessara meiðsla síðan í janúar. Hann hafði varið mark Everton síðan árið 2003 þegar hann gekk í raðir Everton frá Leeds.

Sport
Fréttamynd

Rooney er laus við meiðsli

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að framherjinn Wayne Rooney sé alveg laus við meiðsli og geti spilað um leið og hann kemst í leikform. "Ég þarf að hugsa um það sem er enska landsliðinu og stuðningsmönnum þess fyrir bestu, en endanlegar ákvarðanir verða teknar af mér og Rooney sjálfum," sagði Eriksson, en ekki eru allir á eitt sáttir um það hvenær eigi að leyfa stráknum að byrja að spila.

Sport
Fréttamynd

Cisse missir af HM

Franski framherjinn Djibril Cisse hjá Liverpool tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu með Frökkum. Þetta kom í ljós í kvöld eftir að Cisse var borinn meiddur af velli í æfingaleik gegn Kína og í ljós kom að hann er fótbrotinn á hægri fæti. Ekki er langt síðan Cisse fótbrotnaði illa í leik með Liverpool, en þá var um að ræða vinstri fót hans. Talið er að annað hvort Nicolas Anelka eða Ludovic Giuly muni leysa Cisse af hólmi í landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Rooney með á HM

Talið er nær öruggt að Wayne Rooney muni spila með Englendingum á HM. Á vef BBC Sport er sagt að Rooney hafi unnið kapphlaupið um að komast á HM, og að hann sé nú á leiðinni til Þýskalands.

Sport
Fréttamynd

Beckham á leið á Old Trafford?

Svo gæti farið að enski landsliðsmaðurinn David Beckham léki aftur á Old Trafford fljótlega, en fréttir herma að forráðamenn gamla félagsins hans, Manchester United, hafi boðið Real Madrid að spila við sig æfingaleik í fyrstu vikunni í ágúst, þegar ný viðbygging vallarins verður formlega tekin í notkun.

Sport
Fréttamynd

Fylgjast vel með fótboltabullum

Sérsveitir bresku og þýsku lögreglunnar hafa fylgjast náið með fótboltabullum á vikunum fyrir HM og hefur breska lögreglan gripið til þess ráðs að meina þekktum ólátabelgjum að fara úr landi. Sérsveit bresku lögreglunnar er með skrá yfir 3300 menn sem eru á svarta listanum og vel hefur gengið að beina þeim frá Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Spánverjum lofað risabónusum

Allir leikmenn sem spila á HM sem hefst á föstudag eiga von á ríkulegum bónusum ef liði þeirra gengur vel í keppninni. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að leikmenn spænska landsliðsins eigi von á ríkulegustu bónusunum ef liðið vinnur keppnina og heldur því fram að hver leikmaður spænska liðsins muni fá yfir 400.000 pund fyrir sigur.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Nadal heldur áfram

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal heldur sigurgöngu sinni áfram á leirnum og í dag vann hann sigur á Novak Djokovic, eftir að sá síðarnefndi hætti keppni vegna meiðsla. Þetta var 58. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu. Hann mætir Ivan Ljubicic í undanlúrslitum mótsins á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Robert Huth á leið til Boro

Þýski varnarmaðurinn Robert Huth hjá Chelsea er á leið til Middlesbrough og gæti gengið frá samningi við félagið um helgina að sögn umboðsmanns hans. Huth hefur verið á tréverkinu hjá Chelsea allar götur síðan hann gekk til liðs við félagið og vildi breyta til.

Sport
Fréttamynd

300% viss um að spila á HM

Enski landsliðsframherjinn Wayne Rooney fór í myndatöku í dag sem væntanlega mun skera endanlega úr um möguleika hans til að vera með á HM sem hefst á föstudaginn. Rooney sjálfur er mjög bjartsýnn og segist raunar vera 300% viss um að geta verið með í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Southgate tekur við Middlesbrough

Gareth Southgate hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, þrátt fyrir að hafa ekki til þess tilskilin leyfi. Forráðamenn félagsins vonast eftir því að fá undanþágu fyrir hann í kjölfar þess að félagið leyfði Steve McClaren að taka við enska landsliðinu þó hann væri samningsbundinn Boro.

Sport
Fréttamynd

Veigar Páll skoraði fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson var á skotskónum í norska boltanum kvöld þegar lið hans Stabæk gerði 2-2 jafntefli við meistara Valerenga. Veigar Páll kom heimamönnum í Stabæk yfir í leiknum þegar hann skoraði sitt 7. mark í deildinni fram hjá landa sínum Árna Gauti Arasyni, en gamla kempan Tore Andre Flo skoraði bæði mörk Valerenga.

Sport
Fréttamynd

Carlos í salti fram yfir kosningar

Forráðamenn Real Madrid gáfu það upp í samtali við breska fjölmiðla í dag að brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos færi ekki frá félaginu fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fyrirhugaðar eru þann 2. júlí næstkomandi. Carlos hefur verið orðaður sterklega við ensku meistarana í Chelsea, en nú verður einhver bið á því að lausn fáist í máli hans.

Sport
Fréttamynd

Tíðinda að vænta á morgun

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að boðað hafi verið til blaðamannafundar hjá úrvalsdeildarliði Middlesbrough á morgun þar sem tíðinda er að vænta varðandi ráðningu knattspyrnustjóra. Varnarmaðurinn Gareth Southgate hefur verið orðaður við stöðuna, en hann hefur þó ekki tilskilin leyfi til að taka við starfinu.

Sport
Fréttamynd

Federer í undanúrslitin

Roger Federer tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mario Ancic 6-4, 6-3 og 6-4. Federer er efstur á styrkleikalista tennissambandsins og mætir David Nalbandian eða Nikolay Davydenko í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf

Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið.

Sport
Fréttamynd

Koller til Mónakó

Tékkneski framherjinn Jan Koller hefur ákveðið að ganga í raðir franska liðsins Mónakó, en Koller var með lausa samninga hjá þýska liðinu Dortmund þar sem hann hefur spilað í fjögur ár. Koller er 33 ára gamall og hefur gert tveggja ára samning við franska liðið. Hann gat lítið spilað á síðustu leiktíð vegna meiðsla, en hefur nú náð sér að fullu og verður í eldlínunni með Tékkum á HM sem hefst á föstudaginn.

Sport
Fréttamynd

Young boðinn nýr samningur

Charlton hefur boðið varnarmanninum Luke Young nýjan samning í kjölfar þess að leikmaðurinn hefur verið orðaður við West Ham. Stjórn félagsins er ekki hrifinn af því að missa landsliðsmanninn og því hefur verið ákveðið að bjóða honum nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Clijsters í undanúrslit

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í dag góðan sigur á Martinu Hingis á opna franska meistaramótinu 7-6, (7-5) og 6-1 og komst þar með í undanúrslit á mótinu. Clijsters sló Hingis einnig út á opna ástralska meistaramótinu í janúar. Clijsters mætir nú Justine Henin-Hardenne í undanúrslitnum, en sú vann auðveldan sigur á Anna-Lena Groenefeld, 7-5 og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Engar stórar breytingar fyrirhugaðar

Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu.

Sport
Fréttamynd

Baldasano ætlar að ráða Eriksson

Arturo Baldasano, sem býður sig fram í embætti forseta Real Madrid í annað sinn, segist hafa gert munnlegt samkomulag við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu, nái kann kosningu.

Sport
Fréttamynd

Mótmæla vændi og mansali á HM í fótbolta

Vestnorrænar þingkonur taka harða afstöðu gegn því skipulagða vændi og mansali sem á sér stað í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi. Þingkonurnar skora á Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að stöðva þetta athæfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia vill fá Simao

Þriðja liðið er komið inn í kapphlaupið um Simao Sabrosa, leikmann Benfica. Bæði Chelsea og Liverpool hafa lýst yfir áhuga að fá þennan snjalla leikmann til sín. Nú er Valencia komið inn í þennan pakka og vill fá hann til sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Gott en við þurfum að gera betur

Guus Hiddink, þjálfari Ástralíu segir að lið sitt hafi verið að gera góða hluti í leiknum við Holland en leikurinn fór 1-1. Samt segir hann að ýmislegt þurfi að laga og menn verða að gera betur. Hann hafði þetta að segja um málið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ástildur á skotskónum

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og leikmaður Malmö FF skoraði annað mark liðsins sem sigraði Bálinge 2-0 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Dóra Stefánsdóttir leikur einnig með liðinu.

Sport