Fótbolti

Mótmæla vændi og mansali á HM í fótbolta

Vestnorrænar þingkonur taka harða afstöðu gegn því skipulagða vændi og mansali sem á sér stað í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi. Þingkonurnar skora á Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að stöðva þetta athæfi.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á ráðstefnu vestnorrænna þingkvenna sem haldin var í bænum Qaqorotq á Grænlandi dagana 31. maí til 1. júní 2006.

Í ályktun vestnorrænna þingkvenna segir meðal ananrs að það sé staðreynd að skipulagt vændi og mansal eigi sér stað í tengslum við stærri íþróttaviðburði.

"Vestnorrænum þingkonum finnst slíkt athæfi óásættanlegt og telja að alþjóðleg íþróttasambönd ásamt skipuleggjendum eigi að bera aukna ábyrgð í þessu sambandi. Þingkonurnar eru hneykslaðar á þeirri takmörkuðu athygli sem þessi mál hafa fengið hingað til," segir í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×