Sport

Spánverjum lofað risabónusum

Spánverjar eiga von á góðri summu í vasann ef þeir vinna sigur á HM
Spánverjar eiga von á góðri summu í vasann ef þeir vinna sigur á HM

Allir leikmenn sem spila á HM sem hefst á föstudag eiga von á ríkulegum bónusum ef liði þeirra gengur vel í keppninni. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að leikmenn spænska landsliðsins eigi von á ríkulegustu bónusunum ef liðið vinnur keppnina og heldur því fram að hver leikmaður spænska liðsins muni fá yfir 400.000 pund fyrir sigur.

Næstir koma Englendingar, en hver leikmaður úr herbúðum liðsins á von á 300.000 punda greiðslu ef liðið vinnur keppnina, en það er helmingi meira en Frakkar fá og næstum þrisvar sinnum meira en heimsmeistarar Brasilíu koma til með að fá.

Þjóðverjum er lofað 205.000 pundum, Ítölum 171.000 pundum, en leikmenn Saudi Arabíu fer aðra leið í málinu og hefur boðið leikmönnum sínum hús og landareignir fyrir sigur í keppninni. Íranar fá 34.000 pund og bifreiðar fyrir sigur á mótinu, en það þætti nú aðeins skiptimynt hjá þeim upphæðum sem David Beckham fær í vasann nánast á degi hverjum.

Svisslendingum hefur verið lofað 243.000 pundum fyrir sigur á mótinu og Portúgölum 188.000 pundum, en líklega eru það Spánverjar sem eiga von á hvað myndarlegustum greiðslum í keppninni ef þeir ná árangri, því hver leikmaður liðsins á von á 61.000 pundum fyrir það eitt að komast í 8-liða úrslit keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×