Innlendar

Fréttamynd

Spilar þrjá leiki fyrir Malmö

Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur deildarmeistarar

Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum.

Sport
Fréttamynd

Haukasigur í Árbænum

Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka.

Sport
Fréttamynd

Haukar geta orðið deildarmeistarar

Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum.

Sport
Fréttamynd

Heil umferð í kvöld

Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15

Sport
Fréttamynd

Grótta lagði Fram

Kvennalið Gróttu lagði Fram á heimavelli sínum í kvöld 34-29 í DHL-deild kvenna í handbolta. Það var öðrum fremur Íris Björk Símonardóttir í marki Gróttu sem lagði grunninn að sigri liðsins með því að verja 31 skot í leiknum. Markahæst í liði Gróttu var Ivana Veljkovic með 10 mörk, en hjá Fram var það Annette Köbli sem skoraði mest, 12 mörk.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í kvöld

Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar keppni hefst á ný eftir langt vetrarfrí. HK tekur á móti Haukum í Digranesi, FH og Víkingur mætast í Kaplakrika, KA/Þór mætir Val fyrir norðan, Grótta tekur á móti Fram á Seltjarnarnesi og þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni í Eyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Keflavík og Grindavík í úrslit

Keflavík og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en þau unnu leiki sína í undanúrslitunum í kvöld. Keflavík sló út bikarmeistara Njarðvíkur í kvöld 89-85. Þá vann Grindavík tíu stiga sigur á Skallagrími, 97-87 í kvöld þar sem Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 37 stig.

Sport
Fréttamynd

ÍS og Grindavík leika til úrslita

Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar.

Sport
Fréttamynd

ÍBV í úrslit

ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag.

Sport
Fréttamynd

Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM

Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni.

Sport
Fréttamynd

Undanúrslitin í kvöld

Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik.

Sport
Fréttamynd

Yfir 150 keppendur í kata

Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag.

Sport
Fréttamynd

Dansað í Höllinni í dag

Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Svíum

Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu.

Sport
Fréttamynd

Leik ÍBV og Vals frestað til morguns

Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30.

Sport
Fréttamynd

750 krakkar á handboltamóti

Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Viggó að hætta

Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara.

Sport
Fréttamynd

Haukar fá erlendan leikmann

Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR.

Sport
Fréttamynd

27 milljóna hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Makan í Val

Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

Sport
Fréttamynd

Haukar áfram á toppnum

Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71.

Sport
Fréttamynd

Snæfell burstaði Hött

Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Keflvíkinga á KR

Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í vesturbænum

Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar.

Sport
Fréttamynd

Fjögur Íslandsmet féllu

Íslandsmótið í bekkpressu var haldið í Laugardalshöllinni í dag og féllu alls fjögur Íslandsmet á mótinu þar sem mikil og góð stemming myndaðist eins og alltaf þegar þessi keppni fer fram. Það var Jakob Baldursson sem varð stigahæsti maður mótsins þegar hann lyfti 260 kílóum í 110 kg flokki, sem er nýtt Íslandsmet.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í bekkpressu á morgun

Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast átökin klukkan 14. Góð þáttaka verður í mótinu og er fastlega búist við að Íslandsmet muni falla, ekki síst í léttari flokkunum.

Sport
Fréttamynd

Keflavík marði Snæfell

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Heil umferð í kvöld

Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Grannarnir mætast í undanúrslitunum

Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik.

Sport