Innlendar Haukar lögðu Stjörnuna Haukar gerðu í dag góða ferð í Garðabæinn þar sem liðið skellti heimamönnum í Stjörnunni í DHL-deild kvenna í handbolta 29-26. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Hauka með 12 mörk og Ramune Pekarskite skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Rakel Dögg Bragadóttir 7 mörk og Sólveig Kjærnested 6 mörk. Sport 11.3.2006 17:55 ÍBV lagði KA/Þór Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið. Sport 11.3.2006 16:10 Fylkir vann auðveldan sigur á ÍBV Fylkir vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handbolta 27-18 á heimavelli sínum. Ingólfur Axelsson skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Hlynur Morthens varði 20 skot í markinu. Ólafur Víðir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV. Sport 11.3.2006 16:03 Valsstúlkur í undanúrslit Handknattleikslið Vals varð í dag annað íslenska liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki þegar liðið skellti svissneska liðinu Bruhl í síðari viðureign liðanna í Laugardalshöllinni 32-27, en Valur vann fyrri leikinn 25-21 í gær. Sport 11.3.2006 15:48 Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01 Guðmundur með Malmö í undanúrslitin Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska borðtennisliðinu Malmö komust í gær í undanúrslit í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Söderhamn með 5 vinningum gegn 3 í síðari viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Sport 11.3.2006 00:54 Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04 HK lagði ÍR HK er komið í sjötta sæti í DHL-deild karla í handknattleik eftir sigur á ÍR á heimavelli sínum í Digranesi í kvöld 29-27. HK hefur hlotið 20 stig, en ÍR er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig. Sport 10.3.2006 21:55 Valur vann fyrri leikinn við Bruhl Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn. Sport 10.3.2006 20:52 HK tekur á móti ÍR Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld þegar HK tekur á móti ÍR í Digranesi. HK er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, en ÍR-ingar sitja í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. Leikurinn hefst klukkan 20. Sport 10.3.2006 16:05 Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04 Keflvíkingar deildarmeistarar Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Sport 9.3.2006 21:00 Keflvíkingar leiða í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu. Sport 9.3.2006 19:59 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39 Haukar völtuðu yfir Keflavík Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir. Sport 8.3.2006 21:28 Stjarnan lagði KA fyrir norðan Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig. Sport 8.3.2006 21:12 Valur á toppinn Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26. Sport 7.3.2006 22:20 Toppliðin þrjú unnu sína leiki í körfunni Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn. Sport 5.3.2006 21:31 Guðmundur varð þrefaldur Íslandsmeistari Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, varð í dag þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis en Íslandsmótinu lauk í dag. Guðmundur sem er 23 ára hefur nú samtals unnið 100 Íslandsmeistaratitla í fullorðins og unglingaflokkum. Í dag tryggði hann sér titlana í einliðaleik, tvenndarkeppni og tvíliðaleik. Sport 5.3.2006 18:48 Miklir yfirburðir Gerplu Gerpla varð í gær bikarmeistari karla og kvenna í fimleikum. Gerpla 1 varð bikarmeistari í kvennaflokki í frjálsri gráðu. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir var stigahæst en hún varð hlutskörpust í keppni í stökki og golfæfingum. Gerpla varð einnig bikarmeistari í piltaflokki, hafði betur í baráttu við Ármenninga. Rúnar Alexandersson var bestur á tvíslánni en hann keppti ekki í öllum greinum í gær. Sport 5.3.2006 14:17 Styrktarmót fyrir tækwondomann Í gær fór fram í Ingunnarskóla í Grafarvogi, styrktarmót Björns Þorleifssonar tækwondomanns. Björn er okkar besti tækwondomaður og framundan eru dýr og kostnaðarsöm ferðlög. Honum hefur t.d. verið boðið að æfa með kínverska landsliðinu. Hugmyndin um styrktarmót kom frá tækwondo-deild Fram sem leggur til húsnæði... Sport 5.3.2006 14:13 Alfreð formlega tekinn við landsliðinu Alfreð Gíslason tók í dag formlega við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann skrifaði undir samning þess efnis á fréttamannafundi hjá HSÍ í dag. Upphaflega átti að skrifa undir í gær en vegna frestunar á flugi frá Þýskalandi var því seinkað þangað til í dag. Sport 4.3.2006 19:14 Fram á toppinn í handboltanum Fram tyllti sér á topp DHL-deildar karla í handbolta í dag með tveggja marka sigri á ÍBV á erfiðum útivelli í Eyjum, 32-34. Tveir leikir fóru fram hjá körlunum í efstu deild en Stjarnan lagði Hauka í Ásgarði með 5 marka mun, 33-28. Sport 4.3.2006 18:07 Toppliðin unnu sína leiki Tveir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag þar sem toppliðin tvö unnu bæði leiki sína. Topplið Hauka vann Gróttu örugglega á útivelli, 22-32 og ÍBV lagði Valsstúlkur í Eyjum, 22-18. Haukatúlkur eru efstar með 24 stig en ÍBV í 2. sæti með 23 stig. Valsstúlkur eru í 3. sæti með 22 stig í harðri toppbaráttu hjá stúlkunum. Sport 4.3.2006 17:45 Ísland vann þrenn verðlaun Ísland vann til þrennra verðlauna á fyrsta degi Norðurlandamóts öldunga í frjálsum íþróttum sem hófst í Malmö í Svíþjóð í gær, ein gullverðlaun og tvö brons. Árný Hreiðarsdóttir vann gullverðlaun þegar hún sigraði þrístökk kvenna 50 ára og eldri. Sport 4.3.2006 14:41 Ísland valtaði yfir Eista Íslenska öldungalandsliðið í krullu valtaði yfir Eista í morgun, 8-2 á heimsmeistaramótinu 50 ára og eldri en mótið hófst í Tårnby í Danmörku í morgun. Félagar úr Skautafélagi Akureyrar skipa lið Íslands en 15 lið taka þátt á mótinu í karlaflokki og 12 í kvennaflokki. Íslendingar mæta Japönum á morgun. Sport 4.3.2006 14:35 Valur lagði Fylki Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld 20-28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-15. Hjalti Þór Pálmason skoraði 10 mörk fyrir Val og Mohamadi Loutoufi skoraði 6. Þá var Hlynur Jóhannesson í miklu stuði í marki Vals og varði 20 skot. Heimir Örn Árnason skoraði 9 mörk fyrir Fylki. Sport 3.3.2006 21:03 Fimm leikir á dagskrá í kvöld Fimm leikir fara fram í dhl-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19 mætast Þór og HK á Akureyri, klukkan 19:15 mætast KA og FH, ÍR og Afturelding og svo Valur og Fylkir í Laugardalshöllinni og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Víkingur/Fjölnir á Selfossi. Sport 3.3.2006 17:43 Alfreð formlega tekinn við Blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynna átti um ráðningu Alfreðs Gíslasonar sem næsta landsliðsþjálfara hefur verið frestað til morgundagsins, en HSÍ staðfesti í dag að Alfreð hefði formlega verið ráðinn í starfið til 1. júlí á næsta ári. Sport 3.3.2006 16:56 Alfreð tekur við í dag HSÍ er búið er að boða til blaðamannafundar klukkan 20 í kvöld þar sem væntanlega verður tilkynnt formlega að Alfreð Gíslason hafi verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Alfreð fékk sig nýverið lausan undan samningi við þýska liðið Magdeburg, en mun þó ekki geta verið lengi með íslenska liðið því hann tekur við liði Gummersbach á næsta ári. Sport 3.3.2006 14:52 « ‹ 62 63 64 65 66 67 68 69 70 … 75 ›
Haukar lögðu Stjörnuna Haukar gerðu í dag góða ferð í Garðabæinn þar sem liðið skellti heimamönnum í Stjörnunni í DHL-deild kvenna í handbolta 29-26. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Hauka með 12 mörk og Ramune Pekarskite skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Rakel Dögg Bragadóttir 7 mörk og Sólveig Kjærnested 6 mörk. Sport 11.3.2006 17:55
ÍBV lagði KA/Þór Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið. Sport 11.3.2006 16:10
Fylkir vann auðveldan sigur á ÍBV Fylkir vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handbolta 27-18 á heimavelli sínum. Ingólfur Axelsson skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Hlynur Morthens varði 20 skot í markinu. Ólafur Víðir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV. Sport 11.3.2006 16:03
Valsstúlkur í undanúrslit Handknattleikslið Vals varð í dag annað íslenska liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki þegar liðið skellti svissneska liðinu Bruhl í síðari viðureign liðanna í Laugardalshöllinni 32-27, en Valur vann fyrri leikinn 25-21 í gær. Sport 11.3.2006 15:48
Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01
Guðmundur með Malmö í undanúrslitin Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska borðtennisliðinu Malmö komust í gær í undanúrslit í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Söderhamn með 5 vinningum gegn 3 í síðari viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Sport 11.3.2006 00:54
Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04
HK lagði ÍR HK er komið í sjötta sæti í DHL-deild karla í handknattleik eftir sigur á ÍR á heimavelli sínum í Digranesi í kvöld 29-27. HK hefur hlotið 20 stig, en ÍR er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig. Sport 10.3.2006 21:55
Valur vann fyrri leikinn við Bruhl Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn. Sport 10.3.2006 20:52
HK tekur á móti ÍR Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld þegar HK tekur á móti ÍR í Digranesi. HK er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, en ÍR-ingar sitja í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. Leikurinn hefst klukkan 20. Sport 10.3.2006 16:05
Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04
Keflvíkingar deildarmeistarar Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Sport 9.3.2006 21:00
Keflvíkingar leiða í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu. Sport 9.3.2006 19:59
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39
Haukar völtuðu yfir Keflavík Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir. Sport 8.3.2006 21:28
Stjarnan lagði KA fyrir norðan Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig. Sport 8.3.2006 21:12
Valur á toppinn Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26. Sport 7.3.2006 22:20
Toppliðin þrjú unnu sína leiki í körfunni Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn. Sport 5.3.2006 21:31
Guðmundur varð þrefaldur Íslandsmeistari Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, varð í dag þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis en Íslandsmótinu lauk í dag. Guðmundur sem er 23 ára hefur nú samtals unnið 100 Íslandsmeistaratitla í fullorðins og unglingaflokkum. Í dag tryggði hann sér titlana í einliðaleik, tvenndarkeppni og tvíliðaleik. Sport 5.3.2006 18:48
Miklir yfirburðir Gerplu Gerpla varð í gær bikarmeistari karla og kvenna í fimleikum. Gerpla 1 varð bikarmeistari í kvennaflokki í frjálsri gráðu. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir var stigahæst en hún varð hlutskörpust í keppni í stökki og golfæfingum. Gerpla varð einnig bikarmeistari í piltaflokki, hafði betur í baráttu við Ármenninga. Rúnar Alexandersson var bestur á tvíslánni en hann keppti ekki í öllum greinum í gær. Sport 5.3.2006 14:17
Styrktarmót fyrir tækwondomann Í gær fór fram í Ingunnarskóla í Grafarvogi, styrktarmót Björns Þorleifssonar tækwondomanns. Björn er okkar besti tækwondomaður og framundan eru dýr og kostnaðarsöm ferðlög. Honum hefur t.d. verið boðið að æfa með kínverska landsliðinu. Hugmyndin um styrktarmót kom frá tækwondo-deild Fram sem leggur til húsnæði... Sport 5.3.2006 14:13
Alfreð formlega tekinn við landsliðinu Alfreð Gíslason tók í dag formlega við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann skrifaði undir samning þess efnis á fréttamannafundi hjá HSÍ í dag. Upphaflega átti að skrifa undir í gær en vegna frestunar á flugi frá Þýskalandi var því seinkað þangað til í dag. Sport 4.3.2006 19:14
Fram á toppinn í handboltanum Fram tyllti sér á topp DHL-deildar karla í handbolta í dag með tveggja marka sigri á ÍBV á erfiðum útivelli í Eyjum, 32-34. Tveir leikir fóru fram hjá körlunum í efstu deild en Stjarnan lagði Hauka í Ásgarði með 5 marka mun, 33-28. Sport 4.3.2006 18:07
Toppliðin unnu sína leiki Tveir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag þar sem toppliðin tvö unnu bæði leiki sína. Topplið Hauka vann Gróttu örugglega á útivelli, 22-32 og ÍBV lagði Valsstúlkur í Eyjum, 22-18. Haukatúlkur eru efstar með 24 stig en ÍBV í 2. sæti með 23 stig. Valsstúlkur eru í 3. sæti með 22 stig í harðri toppbaráttu hjá stúlkunum. Sport 4.3.2006 17:45
Ísland vann þrenn verðlaun Ísland vann til þrennra verðlauna á fyrsta degi Norðurlandamóts öldunga í frjálsum íþróttum sem hófst í Malmö í Svíþjóð í gær, ein gullverðlaun og tvö brons. Árný Hreiðarsdóttir vann gullverðlaun þegar hún sigraði þrístökk kvenna 50 ára og eldri. Sport 4.3.2006 14:41
Ísland valtaði yfir Eista Íslenska öldungalandsliðið í krullu valtaði yfir Eista í morgun, 8-2 á heimsmeistaramótinu 50 ára og eldri en mótið hófst í Tårnby í Danmörku í morgun. Félagar úr Skautafélagi Akureyrar skipa lið Íslands en 15 lið taka þátt á mótinu í karlaflokki og 12 í kvennaflokki. Íslendingar mæta Japönum á morgun. Sport 4.3.2006 14:35
Valur lagði Fylki Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld 20-28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-15. Hjalti Þór Pálmason skoraði 10 mörk fyrir Val og Mohamadi Loutoufi skoraði 6. Þá var Hlynur Jóhannesson í miklu stuði í marki Vals og varði 20 skot. Heimir Örn Árnason skoraði 9 mörk fyrir Fylki. Sport 3.3.2006 21:03
Fimm leikir á dagskrá í kvöld Fimm leikir fara fram í dhl-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19 mætast Þór og HK á Akureyri, klukkan 19:15 mætast KA og FH, ÍR og Afturelding og svo Valur og Fylkir í Laugardalshöllinni og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Víkingur/Fjölnir á Selfossi. Sport 3.3.2006 17:43
Alfreð formlega tekinn við Blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynna átti um ráðningu Alfreðs Gíslasonar sem næsta landsliðsþjálfara hefur verið frestað til morgundagsins, en HSÍ staðfesti í dag að Alfreð hefði formlega verið ráðinn í starfið til 1. júlí á næsta ári. Sport 3.3.2006 16:56
Alfreð tekur við í dag HSÍ er búið er að boða til blaðamannafundar klukkan 20 í kvöld þar sem væntanlega verður tilkynnt formlega að Alfreð Gíslason hafi verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Alfreð fékk sig nýverið lausan undan samningi við þýska liðið Magdeburg, en mun þó ekki geta verið lengi með íslenska liðið því hann tekur við liði Gummersbach á næsta ári. Sport 3.3.2006 14:52