Sport

Alfreð formlega tekinn við landsliðinu

Alfreð við undurskrift samningsins í dag.
MYND/E.Ól.
Alfreð við undurskrift samningsins í dag. MYND/E.Ól.

Alfreð Gíslason tók í dag formlega við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann skrifaði undir samning þess efnis á fréttamannafundi hjá HSÍ í dag. Upphaflega átti að skrifa undir í gær en vegna frestunar á flugi frá Þýskalandi var því seinkað þangað til í dag.

Alfreð sagði við tilefnið að það hefði verið draumur sinn lengi að stýra landsliðinu. Magdeburg sem sagði upp samningi sínum við Alfreð á dögunum greiðir Alfreð laun þann tíma sem hann stýrir íslenska landsliðinu en hann hefur þegar samið við Gummersbach um að taka við þjálfun þess í júlí á næsta ári, 2007. Samningur Alfreðs við HSÍ gildir fram að þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×