Sport

Miklir yfirburðir Gerplu

Gerpla varð í gær bikarmeistari karla og kvenna í fimleikum. Gerpla 1 varð bikarmeistari í kvennaflokki í frjálsri gráðu. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir var stigahæst en hún varð hlutskörpust í keppni í stökki og golfæfingum. Fríða Rún Einarsdóttir Gerplu sigraði í keppni á jafnvægisslá.

Gerpla 2 varð síðan í öðru sæti. Sif Pálsdóttir Gróttu var stigahæst í keppni á tvíslá en vegna meiðsla gat Grótta ekki teflt fram fullskipuðu liði. Einnig var keppt í 3. þrepi stúlkna. Þar sigraði lið Gerplu, lið frá Björkunum varð í öðru sæti en lið frá Ármanni í þriðja sæti.

Gerpla varð einnig bikarmeistari í piltaflokki, hafði betur í baráttu við Ármenninga. Róbert Kristmannsson náði bestum árangri piltanna. Róbert hafði betur í baráttu við bróður sinn Viktor Kristmannsson. Rúnar Alexandersson var bestur á tvíslánni en hann keppti ekki í öllum greinum í gær.

Bikarkeppnin hélt áfram í morgun með keppni í 5. þrepi stúlkna og 4. þrepi pilta. Eftir hádegi verður síðan keppt í 1. og 2. þrepi stúlkna og í fyrstu þremur þrepum pilta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×