Innlendar

Fréttamynd

Ragna komin í undanúrslit í Wales

Ragna Ingólfsdóttir er komin alla leið í undanúrslit á alþjóðlega velska badmintonmótinu eftir sigur á Sarah Thomas frá Wales í tveimur hrinum í morgun, 21-12 og 21-14.

Sport
Fréttamynd

Pressa á Rögnu að vinna mótið í Wales

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í alþjóðlega welska mótinu í badminton um helgina en hún er að reyna að safna sér stigum til þess að komast upp heimslistann og inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Ragna úr leik í Osló

Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á alþjóðlega norska mótinu í badminton sem fram fer í Osló þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu

Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót.

Sport
Fréttamynd

Lét ekki stælana og lætin stoppa sig

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik.

Sport
Fréttamynd

Sjötta góða mótið hjá Rögnu í ár

Ragna Ingólfsdóttir er, eftir sigurinn í gær, á góðri leið með að tryggja sér sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Heimslistastaðan í byrjun maí 2012 segir til um hverjir hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið um meira en þrjár sekúndur

Hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi kórónaði frábært Íslandsmeistaramót sitt í 25 metra laug með því að bæta Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi um meira en þjár sekúndur í Laugardalslauginn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Róbert og Hildur unnu brons á Norður-Evrópu mótinu

Hildur Ólafsdóttir og Róbert Kristmannsson náðu bestum árangri íslensku keppendanna í úrslitum á áhöldum á Norður-Evrópu mótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Upsala í Svíþjóð í dag. Þau unnu bæði brons, Hildur á gólfi en Róbert á bogahesti. Róbert varð einnig þriðji á þessu móti í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Ragna vann Iceland International í fimmta sinn

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér áðan sigur í einliðaleik kvenna á Iceland International mótinu í badminton sem stendur yfir í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Sigur Rögnu á þessu móti gefur henni mikilvæg stig í baráttunni við að komast inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Ánægjulegur dagur fyrir íslenska fimleika - eitt gull og tvö brons

Íslenskt fimleikafólk var að gera góða hluti í dag. Gerplukonur urðu Norðurlandameistarar í hópfimleikum og íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum lenti í þriðja sæti á Norður – Evrópumótinu. Þá vann sameiginlegt lið Stjörnunnar og Ármanns einnig brons hjá blönduðu liðum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum.

Sport
Fréttamynd

Ragna fór af öryggi í úrslitaleikinn

Ragna Ingólfsdóttir spilar til úrslita í einliðaleik kvenna á Iceland International badmintonmótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna á því möguleika á því að vinna mótið í fimmta sinn en úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Sport
Fréttamynd

Gerplustelpur Norðurlandameistarar í hópfimleikum

Gerpla tryggði sér rétt áðan sigur í keppni kvenna á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið er í Larvik í Noregi. Gerplustelpur urðu einmitt Evrópumeistarar fyrir ári síðan og náðu að vinna í Noregi þrátt fyrir að það væru nokkur forföll í liðinu.

Sport
Fréttamynd

Ragna er komin í undanúrslit - strákarnir úr leik

Ragna Ingólfsdóttir er komin í undanúrslit í einliðaleik kvenna á Iceland International badmintonmótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna sló út enska stúlku í átta manna úrslitunum og mætir Louise Hansen frá Danmörku í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Sigfríður og Björn Íslandsmeistarar para í keilu

Íslandsmót para í keilu var sérstakt að þessu sinni fyrir þær sakir að spilað var í blönduðum olíuburði, 36 fet og 39 fet, en þetta er í annað skiptið sem það er gert. Var gerður góður rómur að þessu fyrirkomulagi.

Sport
Fréttamynd

Ragnheiður náði bara þriðja sætinu í 100 metra skriðsundi

Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR náði óvænt bara þriðja sæti í einni upphaldsgreininni sinni á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Laugardalslauginni. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH varð Íslandsmeistari í sundinu.

Sport
Fréttamynd

Flestir hefðu ekki getað keppt

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einu besta íþróttafreki ársins þegar hún lenti í þrettánda sæti á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Hún hefur aldrei kastað lengra á stórmóti og þessu náði hún þrátt fyrir að vera búin að keppa meidd í sex mánuði.

Sport