Sport

Íslendingar í úrslitum í þremur greinum á Iceland International

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason komust í úrslitaleikinn í tvíliðaleik karla.
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason komust í úrslitaleikinn í tvíliðaleik karla.
Nú er orðið ljóst hverjir keppa til úrslita á morgun á Iceland International badminton-mótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Íslendingar eiga fulltrúa í úrslitum í þremur greinum á mótinu.

Á morgun hefst keppni klukkan 10 með úrslitaleikjum í tvenndarleik og tvíliðaleik kvenna.  Að þeim loknum verður keppt til úrslita í einliðaleik kvenna.  Að honum loknum verður spilað til úrslita í einliðaleik karla og tvíliðaleik karla.

Í einliðaleik karla mætast í úrslitum á morgun Írinn Tony Stephenson og Svíinn Mathias Borg.

Ragna Ingólfsdóttir mætir Akvile Stapusaityte frá Litháen í úrslitum í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik kvenna mætast í úrslitum Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir annars vegar og Celilie Nystrup Wegener  Clausen og Fie S. Christensen frá Danmörku hins vegar.

Í tvíliðaleik karla mæta Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason þeim Thomas Dew-Hattens og Mathias Kany frá Danmörku.

Í tvenndarleik mætast Tony Stephenson and Sinnead Chambers frá Írlandi og Thomas Dew-Hattens og Louise Hansen frá Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×