Lagerbäck hefði viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 20:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira