Íþróttir Gary Neville gerður að fyrirliða Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að Gary Neville yrði fyrirliði Manchester United í stað Roy Keane. Ferguson hafði áður sagt að valið stæði á milli þeirra Neville, Ryan Giggs og Ruud Van Nistelrooy, en nú þegar Neville er orðinn góður af meiðslum sínum, hefur Ferguson ákveðið að láta hinn þrítuga varnarmann bera fyrirliðabandið framvegis. Sport 2.12.2005 13:56 San Antonio lagði Dallas Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz. Sport 2.12.2005 13:43 Fyrsti sigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik. Sport 1.12.2005 21:42 Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26 Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum. Sport 1.12.2005 14:17 Mælirinn fullur Pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool hefur nú fengið nóg af því að sitja á varamannabekk liðsins og fréttir herma að hann hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool í janúar, því hann vill fá að spila með félagsliði sínu til að tryggja sér sæti í pólska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 1.12.2005 13:46 Heil umferð í kvöld Sex leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennaflokki. Topplið Njarðvíkur sækir botnlið Hattar heim á Egilsstaði, Hamar/Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík mætir Fjölni, Keflavík tekur á móti Þór, ÍR og KR mætast í Seljaskóla og þá verður væntanlega heitt í kolunum í Hólminum þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. Sport 1.12.2005 12:57 Gerir hosur sínar grænar fyrir Chelsea Karl-Heinz Rummenigge segir að umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack sé í sambandi við Chelsea og Real Madrid með það fyrir augum að félögin geri tilboð í leikmanninn þegar samningur hans við þýsku meistarana rennur út. Sport 1.12.2005 12:30 8-liða úrslitin kláruðust í gær Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska bikarnum í gærkvöldi, en þá varð ljóst hvaða lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Gummersbach átti í litlum vandræðum með Solingen og vann 41-22, þar sem Guðjón Valur skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk. Sport 1.12.2005 09:35 Fer ekki til Portsmouth Knattspyrnustjórinn Neil Warnock fer ekki til úrvalsdeildarliðs Portsmouth eins og til hafði staðið, heldur verður um kyrrt í herbúðum 1. deildarliðs Sheffield United þar sem hann hefur náð góðum árangri í vetur. Forráðamenn Portsmouth hafa því beint sjónum sínum að fyrrum þjálfara félagsins, Harry Redknapp hjá Southampton. Sport 1.12.2005 12:02 Sigur hjá Ólafi og félögum Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar liðið burstaði Aragon 38-25 í úrvalsdeildinni þar í landi. Real er í 2-3 sæti deildarinnar ásamt Barcelona, en meistarar Portland San Antonio eru í efsta sætinu. Sport 1.12.2005 09:32 Ferguson ánægður með gott kvöld Alex Ferguson, stjóri Manchester United var yfir sig ánægður með kvöldið í gær, þegar hans menn unnu auðveldan sigur á West Brom í deildarbikarnum á kvöldi sem var helgað minningu George Best. Sport 1.12.2005 09:15 Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Sport 1.12.2005 08:16 Ævintýralegur sigur Blackburn Leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er senn lokið, en leikur Bolton og Leicester fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir 90 mínútur. Blackburn vann frækinn sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 3-2 á útivelli, eftir að hafa verið undir 2-0 lengst af í leiknum. Manchester United vann auðveldan 3-1 sigur á West Brom. Sport 30.11.2005 21:52 Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06 Portsmouth fær leyfi til að ræða við Warnock Forráðamenn Sheffield United hafa nú gefið kollegum sínum hjá Portsmouth tregablandið leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Neil Warnock með samning í huga. Warnock hefur verið efstur á óskalista forráðamanna Portsmouth allar götur síðan Alain Perrin var rekinn á dögunum, en Warnock hefur náð frábærum árangri með Sheffield United í vetur. Sport 30.11.2005 19:00 Þrír tilnefndir Þrír leikmenn hafa verið tilnefndir fyrir kjörið á knattspyrnumanni ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta eru þeir Frank Lampard hjá Chelsea og Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Tilkynnt verður um hver hreppir titilinn í Sviss þann 19. desember við sérstaka athöfn. Sport 30.11.2005 18:47 Vill spila meira eða ekki neitt Vandræðagemlingurinn Ruben Patterson hjá Portland Trailblazers á í harðvítugum deilum við þjálfara sinn og forráðamenn félagsins þessa dagana. Nate McMillan, þjálfari liðsins, gróf Patterson á varamannabekk liðsins í byrjun tímabils, sem varð til þess að leikmaðurinn bölvaði honum í sand og ösku og var settur í bann í kjölfarið. Sport 30.11.2005 17:24 Spilaði fótbrotinn í sex vikur Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal og enska landsliðinu segir að hann hafi óvitandi spilað brákaður á fæti í sex vikur í haust og segir að þess vegna hafi meiðsli hans verið jafn alvarleg og raun ber vitni. Sport 30.11.2005 16:49 Dæmdur í þriggja leikja bann Varnarmaðurinn Celestine Babayaro hjá Newcastle hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í úrvalsdeildinni fyrir að kljást við Tim Cahill hjá Everton í leik liðanna um helgina. Babayaro gekkst strax við banninu og tekur það því gildi nú þegar, sem þýðir að hann mun missa af leik Newcastle og Wigan í bikarnum í kvöld. Sport 30.11.2005 16:34 Manchester United - WBA í beinni á Sýn Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Botnlið Sunderland tekur á móti Liverpool á leikvangi ljósanna. Þá eru nokkrir leikir í enska deildarbikarnum, þar sem lið úr úrvalsdeildinni verða í eldlínunni. Leikur Manchester United og West Brom verður sýndur í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 19:35. Sport 30.11.2005 15:40 Útlitið er dökkt Framtíð norska framherjans Óla Gunnars Sólskjær hjá Manchester United virðist nú vera frekar vonlaus, því læknar hafa gefið það út að hann sýni lítil batamerki af erfiðum hnémeiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvö ár. Sport 30.11.2005 14:44 McGrady sneri aftur og færði Houston sigur Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Sport 30.11.2005 14:13 Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49 Lemgo féll úr bikarnum Lemgo, lið Loga Geirssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, féll úr keppni í þýska bikarnum í gær þegar liðið lá fyrir Kiel 40-36 í ljónagryfjunni í Kiel. Íslendingarnir komust ekki á blað í leiknum. Sport 29.11.2005 22:37 Doncaster rúllaði yfir Aston Villa 2. deildarlið Doncaster fór á kostum í enska deildarbikarnum í kvöld, þegar liðið rúllaði yfir úrvalsdeildarlið Aston Villa 3-0 á heimavelli sínum í kvöld. Það var engu líkara en að Doncaster væri úrvalsdeildarliðið í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Arsenal fór létt með Reading 3-0, en Reading hafði ekki tapað í 23. leikjum í röð. Sport 29.11.2005 22:17 Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49 Doncaster hefur yfir gegn Aston Villa Nú er kominn hálfleikur í leikjunum þremur í enska deildarbikarnum. Doncaster hefur forystu 1-0 gegn úrvalsdeildarliði Aston Villa, markið kom úr vítaspyrnu á 19. mínútu. Arsenal er 2-0 yfir gegn Reading í hálfleik, þar sem Reyes og Van Persie hafa skorað mörkin og að lokum er Birmingham 1-0 yfir gegn Milwall. Sport 29.11.2005 20:46 Aðstoðarþjálfararnir tilkynntir Í gær var tilkynnt hvaða menn munu gegna stöðum aðstoðarþjálfara Mike Krzyzewski hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári og fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Sport 29.11.2005 19:11 Isinbayeva stefnir á nýtt met í febrúar Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva stefnir á að setja nýtt heimsmet á Norwich Union Grand Prix mótinu í Birmingham í febrúar. Mótið er haldið innandyra, en þar á Isinbayeva best 4,90 metra. "Ég er að stökkva 5 metra nokkuð örugglega núna, svo að ég er nokkuð bjartsýn á að setja met í Birmingham," sagði þessi 23 ára gamla afrekskona. Sport 29.11.2005 18:57 « ‹ 309 310 311 312 313 314 315 316 317 … 334 ›
Gary Neville gerður að fyrirliða Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að Gary Neville yrði fyrirliði Manchester United í stað Roy Keane. Ferguson hafði áður sagt að valið stæði á milli þeirra Neville, Ryan Giggs og Ruud Van Nistelrooy, en nú þegar Neville er orðinn góður af meiðslum sínum, hefur Ferguson ákveðið að láta hinn þrítuga varnarmann bera fyrirliðabandið framvegis. Sport 2.12.2005 13:56
San Antonio lagði Dallas Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz. Sport 2.12.2005 13:43
Fyrsti sigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik. Sport 1.12.2005 21:42
Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26
Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum. Sport 1.12.2005 14:17
Mælirinn fullur Pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool hefur nú fengið nóg af því að sitja á varamannabekk liðsins og fréttir herma að hann hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool í janúar, því hann vill fá að spila með félagsliði sínu til að tryggja sér sæti í pólska landsliðinu fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 1.12.2005 13:46
Heil umferð í kvöld Sex leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennaflokki. Topplið Njarðvíkur sækir botnlið Hattar heim á Egilsstaði, Hamar/Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík mætir Fjölni, Keflavík tekur á móti Þór, ÍR og KR mætast í Seljaskóla og þá verður væntanlega heitt í kolunum í Hólminum þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. Sport 1.12.2005 12:57
Gerir hosur sínar grænar fyrir Chelsea Karl-Heinz Rummenigge segir að umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack sé í sambandi við Chelsea og Real Madrid með það fyrir augum að félögin geri tilboð í leikmanninn þegar samningur hans við þýsku meistarana rennur út. Sport 1.12.2005 12:30
8-liða úrslitin kláruðust í gær Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska bikarnum í gærkvöldi, en þá varð ljóst hvaða lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Gummersbach átti í litlum vandræðum með Solingen og vann 41-22, þar sem Guðjón Valur skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk. Sport 1.12.2005 09:35
Fer ekki til Portsmouth Knattspyrnustjórinn Neil Warnock fer ekki til úrvalsdeildarliðs Portsmouth eins og til hafði staðið, heldur verður um kyrrt í herbúðum 1. deildarliðs Sheffield United þar sem hann hefur náð góðum árangri í vetur. Forráðamenn Portsmouth hafa því beint sjónum sínum að fyrrum þjálfara félagsins, Harry Redknapp hjá Southampton. Sport 1.12.2005 12:02
Sigur hjá Ólafi og félögum Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir lið sitt Ciudad Real á Spáni í gær þegar liðið burstaði Aragon 38-25 í úrvalsdeildinni þar í landi. Real er í 2-3 sæti deildarinnar ásamt Barcelona, en meistarar Portland San Antonio eru í efsta sætinu. Sport 1.12.2005 09:32
Ferguson ánægður með gott kvöld Alex Ferguson, stjóri Manchester United var yfir sig ánægður með kvöldið í gær, þegar hans menn unnu auðveldan sigur á West Brom í deildarbikarnum á kvöldi sem var helgað minningu George Best. Sport 1.12.2005 09:15
Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Sport 1.12.2005 08:16
Ævintýralegur sigur Blackburn Leikjum kvöldsins í enska deildarbikarnum er senn lokið, en leikur Bolton og Leicester fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir 90 mínútur. Blackburn vann frækinn sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton 3-2 á útivelli, eftir að hafa verið undir 2-0 lengst af í leiknum. Manchester United vann auðveldan 3-1 sigur á West Brom. Sport 30.11.2005 21:52
Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06
Portsmouth fær leyfi til að ræða við Warnock Forráðamenn Sheffield United hafa nú gefið kollegum sínum hjá Portsmouth tregablandið leyfi til að ræða við knattspyrnustjórann Neil Warnock með samning í huga. Warnock hefur verið efstur á óskalista forráðamanna Portsmouth allar götur síðan Alain Perrin var rekinn á dögunum, en Warnock hefur náð frábærum árangri með Sheffield United í vetur. Sport 30.11.2005 19:00
Þrír tilnefndir Þrír leikmenn hafa verið tilnefndir fyrir kjörið á knattspyrnumanni ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta eru þeir Frank Lampard hjá Chelsea og Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Tilkynnt verður um hver hreppir titilinn í Sviss þann 19. desember við sérstaka athöfn. Sport 30.11.2005 18:47
Vill spila meira eða ekki neitt Vandræðagemlingurinn Ruben Patterson hjá Portland Trailblazers á í harðvítugum deilum við þjálfara sinn og forráðamenn félagsins þessa dagana. Nate McMillan, þjálfari liðsins, gróf Patterson á varamannabekk liðsins í byrjun tímabils, sem varð til þess að leikmaðurinn bölvaði honum í sand og ösku og var settur í bann í kjölfarið. Sport 30.11.2005 17:24
Spilaði fótbrotinn í sex vikur Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal og enska landsliðinu segir að hann hafi óvitandi spilað brákaður á fæti í sex vikur í haust og segir að þess vegna hafi meiðsli hans verið jafn alvarleg og raun ber vitni. Sport 30.11.2005 16:49
Dæmdur í þriggja leikja bann Varnarmaðurinn Celestine Babayaro hjá Newcastle hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í úrvalsdeildinni fyrir að kljást við Tim Cahill hjá Everton í leik liðanna um helgina. Babayaro gekkst strax við banninu og tekur það því gildi nú þegar, sem þýðir að hann mun missa af leik Newcastle og Wigan í bikarnum í kvöld. Sport 30.11.2005 16:34
Manchester United - WBA í beinni á Sýn Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Botnlið Sunderland tekur á móti Liverpool á leikvangi ljósanna. Þá eru nokkrir leikir í enska deildarbikarnum, þar sem lið úr úrvalsdeildinni verða í eldlínunni. Leikur Manchester United og West Brom verður sýndur í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 19:35. Sport 30.11.2005 15:40
Útlitið er dökkt Framtíð norska framherjans Óla Gunnars Sólskjær hjá Manchester United virðist nú vera frekar vonlaus, því læknar hafa gefið það út að hann sýni lítil batamerki af erfiðum hnémeiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvö ár. Sport 30.11.2005 14:44
McGrady sneri aftur og færði Houston sigur Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Sport 30.11.2005 14:13
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49
Lemgo féll úr bikarnum Lemgo, lið Loga Geirssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, féll úr keppni í þýska bikarnum í gær þegar liðið lá fyrir Kiel 40-36 í ljónagryfjunni í Kiel. Íslendingarnir komust ekki á blað í leiknum. Sport 29.11.2005 22:37
Doncaster rúllaði yfir Aston Villa 2. deildarlið Doncaster fór á kostum í enska deildarbikarnum í kvöld, þegar liðið rúllaði yfir úrvalsdeildarlið Aston Villa 3-0 á heimavelli sínum í kvöld. Það var engu líkara en að Doncaster væri úrvalsdeildarliðið í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Arsenal fór létt með Reading 3-0, en Reading hafði ekki tapað í 23. leikjum í röð. Sport 29.11.2005 22:17
Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49
Doncaster hefur yfir gegn Aston Villa Nú er kominn hálfleikur í leikjunum þremur í enska deildarbikarnum. Doncaster hefur forystu 1-0 gegn úrvalsdeildarliði Aston Villa, markið kom úr vítaspyrnu á 19. mínútu. Arsenal er 2-0 yfir gegn Reading í hálfleik, þar sem Reyes og Van Persie hafa skorað mörkin og að lokum er Birmingham 1-0 yfir gegn Milwall. Sport 29.11.2005 20:46
Aðstoðarþjálfararnir tilkynntir Í gær var tilkynnt hvaða menn munu gegna stöðum aðstoðarþjálfara Mike Krzyzewski hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári og fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Sport 29.11.2005 19:11
Isinbayeva stefnir á nýtt met í febrúar Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva stefnir á að setja nýtt heimsmet á Norwich Union Grand Prix mótinu í Birmingham í febrúar. Mótið er haldið innandyra, en þar á Isinbayeva best 4,90 metra. "Ég er að stökkva 5 metra nokkuð örugglega núna, svo að ég er nokkuð bjartsýn á að setja met í Birmingham," sagði þessi 23 ára gamla afrekskona. Sport 29.11.2005 18:57