Sport

Útlitið er dökkt

NordicPhotos/GettyImages

Framtíð norska framherjans Óla Gunnars Sólskjær hjá Manchester United virðist nú vera frekar vonlaus, því læknar hafa gefið það út að hann sýni lítil batamerki af erfiðum hnémeiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í tvö ár.

Solskjær er 32 ára gamall og þó Alex Ferguson og aðdáendur United óski þess innilega að hann nái sér, eru læknar ekki bjartsýnir. "Það fyrsta sem ég spyr lækna okkar er alltaf hvernig Ole hafi það, en svörin eru alltaf þau sömu, að ástand hans sé óbreytt," sagði Ferguson. ´

Það verður því að teljast líklegt að norska hetjan hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United, en hann er sennilega frægastur fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999, þegar liðið vann Bayern Munchen í ótrúlegum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×