Íþróttir

Fréttamynd

Francis leystur úr banni

Bakvörðurinn Steve Francis hefur nú fengið leyfi forráðamanna Orlando Magic til að byrja að æfa með liðinu á ný eftir að hafa verið í banni í þrjá daga fyrir agabrot. Francis neitaði að fara inná völlinn í lokin á löngu töpuðum leik í síðustu viku og var fyrir vikið settur í bann. Hann fór í ferðalag til að hreinsa til í höfðinu á sér og hefur nú lofað að bæta ráð sitt.

Sport
Fréttamynd

Vorum hársbreidd frá því að kaupa Ronaldo

Luciano Moggi, yfirmaður knattspyrnumála hjá ítölsku meisturunum Juventus, hefur staðfest það sem Cristiano Ronaldo sagði fyrir nokkru, að félagið hafi verið hársbreidd frá því að landa honum þegar hann lék með Sporting Lissabon á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Nýr BMW-Sauber frumsýndur

Nýr keppnisbíll BMW-Sauber liðsins í Formúlu 1 var frumsýndur formlega í Valencia á Spáni í dag og hafa forráðamenn liðsins lofað að láta til sín taka á komandi tímabili. BMW skaffaði áður vélar fyrir lið Williams, en hefur nú keypt lið Sauber og hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil innan þriggja ára.

Sport
Fréttamynd

Fer í myndatöku í dag

Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham þarf að fara í myndatöku í dag þar sem hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn Charlton um helgina verða metin. Steve Bruce óttast að hann gæti misst leikmanninn í lengri tíma.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur mæta grísku liði

Í morgun var dregið í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta og þar varð ljóst að Valsstúlkur mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu. Fyrri leikurinn fer fram ytra 10. eða 11. febrúar, en sá síðari hér heima viku síðar.

Sport
Fréttamynd

Við getum betur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að liðið geti gert enn betur en það hefur sýnt á fyrri helmingi keppnistímabilsins á Spáni og fagnar því að liðið þurfi ekki að treysta á neitt annað en sjálft sig til að vinna spænsku deildina.

Sport
Fréttamynd

Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd

Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Rauða spjaldið stendur

Áfrýjun Manchester United vegna rauða spjaldsins sem Cristiano Ronaldo fékk í leiknum við Manchester City um helgina hefur verið vísað frá og því mun leikmaðurinn taka út þriggja leikja bann strax.

Sport
Fréttamynd

Sleppur við ákæru

Alex Ferguson verður ekki kærður fyrir ummæli sinn um Steve Bennett dómara eftir leik liðsins við granna sína í Manchester City á dögunum, þar sem Ferguson var mjög ósáttur við dómgæsluna. Síðar í dag kemur svo í ljós hvort áfrýjun félagsins vegna rauða spjaldsins sem Cristiano Ronaldo fékk í leiknum nær fram að ganga.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við Sven-Göran Eriksson

David O´Leary er maður sem liggur ekki á skoðunum sínum og hann hafði sitt að segja um fréttina sem skrifuð var um Sven-Göran Eriksson í News of the World um helgina og sagt var frá hér á Vísi í gær.

Sport
Fréttamynd

Kominn til Charlton

Framherjinn Marcus Bent gekk í dag formlega til liðs við Hermann Hreiðarsson og félaga hans í Charlton, en hann var áður hjá Everton. Kaupverðið er 2 milljónir punda, en gæti orðið 2,5 milljónir háð samningsákvæðum með leikjafjölda og markaskorun. Samningurinn er til þriggja og hálfs árs.

Sport
Fréttamynd

Federer byrjar með stæl

Tenniskappinn Roger Federer var ekki í vandræðum í fyrstu umferðinni á opna ástralska meistaramótinu í tennis þar sem hann vann nokkuð fyrirhafnarlítinn 6-2, 6-3 og 6-2 sigur á Denis Istomin frá Úsbekistan. Þá átti Martina Hingis frábæra endurkomu og skellti andstæðingi sínum auðveldlega 6-1 og 6-2, en hún hefur verið frá í þrjú ár vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Tilboðunum rignir inn

Forráðamenn Southampton hafa staðfest að félagið hafi fengið tvö formleg tilboð í framherjann unga Theo Walcott og segjast búast við því að fá í það minnsta eitt í viðbót mjög fljótlega. Talið er að Arsenal sé búið að leggja fram tilboð upp á 12 milljónir punda í leikmanninn, en vitað er af áhuga Tottenham, Chelsea og Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Lagði Boston næsta auðveldlega

Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84.

Sport
Fréttamynd

Lá við slagsmálum á æfingasvæðinu

Stjörnuleikmenn Manchester United, Ruud Van Nistelrooy og Christiano Ronaldo, rifust heiftarlega á æfingu liðsins á mánudag og þurftu liðsfélagar þeirra að skilja þá að.

Sport
Fréttamynd

Er ekki á förum í sumar

Hernan Crespo; framherji Chelsea, segist ekki vera á förum frá Chelsea á næstunni. Hann blæs á allar sögusagnir sem bendla hann við önnur lið.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að hætta 2009

Fabio Capello, þjálfari Juventus, hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að hætta knattspyrnuþjálfun árið 2009. ástæðuna segir hann að sé löngun til þess að fá meiri frítíma og ferðast um heiminn.

Sport
Fréttamynd

Haukar höfðu betur í toppslagnum

Kvennalið Hauka tryggði stöðu sína á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær lögðu Grindavík naumlega 73-72 á heimavelli sínum Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Jerica Watson skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst í liði Grindavíkur. Haukar hafa nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Real er að rétta úr kútnum

Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane segir að Real Madrid sé nú óðum að sýna sitt rétta andlit eftir góðan 4-2 sigur liðsins á Sevilla í gær, þar sem hann skoraði sjálfur þrennu.

Sport
Fréttamynd

Kobe og Shaq mætast á ný

Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt.

Sport
Fréttamynd

Beckham er sannur atvinnumaður

Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir að David Beckham hafi tekið fréttunum af Sven-Göran Eriksson í bresku pressunni um helgina með stakri ró, en í blaðamenn News of the World lokkuðu Svíann í gildru þar sem hann talaði af sér, meðal annars um Beckham.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur á Ásvöllum

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Tony Adams til Utrecht

Fyrrum fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, Tony Adams, hefur verið ráðinn á reynslusamning sem þjálfari hjá hollenska liðinu Utrecht. Frá þessu var gengið í dag. "Hann verður hjá okkur í mánuð til að athuga hvort honum líst á starfið," sagði Foeke Booy, knattspyrnustjóri félagsins.

Sport
Fréttamynd

Schumacher prófaði nýja bílinn í dag

Michael Schumacher prufukeyrði 2006 árgerðina af Ferrari á Fiorano æfingabrautinni í dag. Schumacher æfði ræsingar og ók bílnum fjóra hringi, en bíllinn verður ekki frumsýndur formlega fyrr en á Mugello-brautinni þann 24. janúar.

Sport
Fréttamynd

Við vinnum Englendinga á HM

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, hefur gefið það út að ef Englendingar og Þjóðverjar komi til með að mætast á HM í sumar, muni Þjóðverjar hafa betur vegna álagsins sem er á ensku leikmönnunum í deildinni heimafyrir. Þá hefur hann sínar skoðanir á því hverjir eru bestu leikmenn heims í dag.

Sport
Fréttamynd

Fékk tilboð frá Valencia og Juventus

Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gaf það út í viðtali við brasilíska blaðið Lance að hann hefði neitað tilboðum frá Juventus og Valencia á sínum tíma, því hann vildi vera áfram í herbúðum Manchester United. Ronaldo samdi við enska liðið til ársins 2010 fyrir stuttu.

Sport
Fréttamynd

Fulham gerir tilboð í Matt Taylor

Fulham, lið Heiðars Helgusonar í ensku úrvalsdeildinni, hefur gert Portsmouth formlegt tilboð í fyrrum U-21 árs landsliðsmanninn Matthew Taylor, ef marka á fréttavef Sky. Umboðsmaður Taylor hefur staðfest að tilboð hafi verið gert í leikmanninn og því kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort af viðskiptunum verður.

Sport
Fréttamynd

Hættu að tala um að hætta

Ralf Schumacher, ökumaður Toyota og bróðir fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher hjá Ferrari, hefur aldrei verið feiminn við að tjá skoðanir sínar á bróður sínum og nú hefur hann gefið það út að Michael ætti að hætta að tala um að leggja stýrið á hilluna og einbeita sér að því að vinna titla með liði sínu.

Sport
Fréttamynd

Serena í erfiðleikum

Serena Williams var ekki langt frá því að fara sömu leið og systir hennar Venus í fyrstu umferð opna ástralska meistaramótisins í tennis í dag, en vann þó nauman sigur á lítt þekktum andstæðingi sínum Li Na. Mari Sharapova og Lindsey Davenport unnu sína leiki nokkuð örugglega og eru komnar áfram.

Sport
Fréttamynd

Nálægt því að landa Bent

Úrvalsdeildarlið Charlton er nú komið á fremsta hlunn með að landa framherjanum Marcus Bent frá Everton, að því talið er fyrir um tvær milljónir punda. Charlton verður því líklega níunda liðið sem Bent leikur fyrir á tíu árum, en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Everton í vetur.

Sport