Íþróttir Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08 Paletta í viðræðum við Liverpool Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta, sem leikur með liði Banfield í heimalandi sínu sem og yngri liðum Argentínu, er væntanlegur til Liverpool um helgina með það fyrir augum að ganga til liðs við enska félagið í sumar. Sport 9.2.2006 16:19 Greenwood látinn Ron Greenwood, fyrrum þjálfari West Ham og enska landsliðsins lést í dag 84 ára að aldri. Greenwood stýrði enska landsliðinu á árunum 1977-82 og West Ham á árunum 1961-74. Mínútu þögn verður á næsta heimaleik West Ham á Upton Park til minningar um Greenwood. Sport 9.2.2006 15:24 Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13 Sjöundi sigur San Antonio í röð Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Sport 9.2.2006 14:06 Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03 Spilar þrjá leiki fyrir Malmö Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð. Sport 9.2.2006 09:59 Þeir rauðklæddu eru ekki samkvæmir sjálfum sér Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið Arjen Robben til varnar eftir að leikmenn og þjálfari Liverpool gagnrýndu hann harðlega fyrir leikaraskap sem varð til þess að Jose Reina var rekinn af leikvelli í leik liðanna um síðustu helgi. Sport 9.2.2006 09:34 Þjóðernið skiptir ekki máli Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, segir að þjóðerni næsta landsliðsþjálfara eigi ekki að skipta nokkru máli, en sem kunnugt er mum Sven Göran Eriksson hætta með liðið að lokinni HM í Þýskalandi í sumar. Sport 9.2.2006 09:27 Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36 Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13 Auðveldur sigur hjá Chelsea Chelsea er komið áfram í enska bikarnum eftir auðveldan 4-1 sigur á Everton í kvöld. Arjen Robben, Frank Lampard, Hernan Crespo og John Terry gerðu mörk Chelsea en Arteta skoraði mark Everton úr vítaspyrnu. Þá er Middlesbrough einnig komið áfram í keppninni eftir 1-0 sigur á Coventry og það var Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark liðsins. Sport 8.2.2006 22:05 Charlton lagði Liverpool Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í kvöld sætan sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2-0. Það voru Luke Young og Darren Bent sem skoruðu mörk Lundúnaliðsins í kvöld, en Liverpool var án Steven Gerrard sem var meiddur. Sport 8.2.2006 22:00 Charlton yfir gegn Liverpool Nú er síðari hálfleikur nýhafinn í leikjunum þremur sem standa yfir í ensku knattspyrnunni. Í úrvalsdeildinni hefur Charlton yfir 2-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum. Í enska bikarnum er Chelsea er að eiga náðugt kvöld gegn Everton og er 3-0 yfir og þá hefur Middlesbrough yfir 1-0 gegn Coventry. Sport 8.2.2006 21:14 Haukasigur í Árbænum Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka. Sport 8.2.2006 21:03 Richardson ver titil sinn Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra. Sport 8.2.2006 20:21 Mido biðst ekki afsökunar Framherjinn Mido vill ekki biðjast afsökunar á framferði sínu í leik Egypta og Senegala í Afríkukeppninni í gær þegar hann reifst hástöfum við þjálfara liðsins og hefur fyrir vikið verið dæmdur í bann frá landsliðinu. Mido segist ekki hafa verið dónalegur við þjálfarann, heldur aðeins krafið hann um útskýringar á því af hverju sér væri alltaf skipt útaf í leikjum liðsins. Sport 8.2.2006 19:42 Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37 Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28 Jóhannes Karl einbeittur Jóhannes Karl Guðjónsson segir í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að berjast til síðasta manns með félögum sínum í 1. deildinni þó ljóst sé að hann muni fara frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 8.2.2006 16:36 Chelsea - Everton í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í enska bikarnum í kvöld og verður leikur Chelsea og Everton sýndur í beinni útsendingu á sýn. Útsending hefst klukkan 19:55, en á sama tíma eigast við Middlesbrough og Coventry í sömu keppni. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Liverpool. Sport 8.2.2006 16:19 Sheringham neitaði að fara til Tottenham Gamla kempan Teddy Sheringham hjá West Ham hefur látið það uppi að sér hafi boðist að ganga í raðir síns gamla félags Tottenham í þriðja sinn á ferlinum í janúar, en sagðist hafa afþakkað það því hann væri mjög ánægður hjá West Ham. Sport 8.2.2006 15:12 Heil umferð í kvöld Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Sport 8.2.2006 16:10 Old Trafford fær ekki nýtt nafn Forráðamenn Manchester United hafa vísað fréttum úr bresku slúðurpressunni á bug sem sögðu að heimavöllur liðsins Old Trafford verði skírður upp á nýtt eftir nýjum stuðningsaðilum sem liðið fær eftir að Vodafone sagði upp samningi sínum við félagið. Sport 8.2.2006 15:21 Keppnin á Spa blásin af Nú hefur verið staðfest að ekki verði keppt á Spa-brautinni frægu í Formúlu eitt í haust eins og til stóð, því mótshaldarar sjá fram á að ekki verði hægt að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á brautinni í tæka tíð. Rekstur brautarinnar sigldi í strand í fyrra, en nú er ljóst að keppnir ársins verða 18 í stað 19. Spa-brautin er mjög vinsæl meðal ökumanna í Formúlu 1 og hefur verið kölluð ein sú allra skemmtilegasta. Sport 8.2.2006 15:40 Rasiak lánaður til Southampton Úrvalsdeildarliði Tottenham Hotspurs hefur lánað pólska landsliðsmanninn Grzegorz Rasiak til Southampton út leiktíðina með möguleika á að fyrstudeildarliðið kaupi hann á um 2 milljónir punda í sumar. Rasiak stóð sig vel í framlínu pólska landsliðsins í fyrra, en hefur verið skelfilegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Lundúnaliðinu og verður hans því vart saknað þar á bæ. Sport 8.2.2006 15:05 Annað tap Detroit í nótt Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur. Sport 8.2.2006 13:42 Mourinho ætlar að vinna titilinn 9. apríl Jose Mourinho stjóri Chelsea hefur nú gefið það út á sjónvarpsstöð félagsins að það muni tryggja sér enska meistaratitilinn þann 9. apríl næstkomandi. "Annar meistaratitill okkar er í sjónmáli og við verðum að halda dampi. Ég held að átta sigrar í viðbót verði nóg til að tryggja það," sagði Mourinho en leikurinn 9. apríl er gegn West Ham. Sport 8.2.2006 13:34 Mido í sex mánaða bann Egypski framherjinn Mido hefur verið dæmdur í sex leikja bann með landsliði sínu og mun því missa af úrslitaleiknum í Afríkukeppninni eftir að hann hnakkreifst við þjálfara liðsins þegar honum var skipt útaf í undanúrslitaleiknum í gær. Mido hefur því lokið þáttöku í mótinu og snýr aftur til London þar sem hann leikur með Tottenham. Sport 8.2.2006 13:29 Birmingham lagði Reading Birmingham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 sigur á Íslendingaliði Reading í kvöld. Það voru Mikael Forssell og Julian Gray sem skoruðu mörk úrvalsdeildarliðsins, en Stephen Hunt skoraði mark Reading. Sport 7.2.2006 21:38 « ‹ 267 268 269 270 271 272 273 274 275 … 334 ›
Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08
Paletta í viðræðum við Liverpool Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta, sem leikur með liði Banfield í heimalandi sínu sem og yngri liðum Argentínu, er væntanlegur til Liverpool um helgina með það fyrir augum að ganga til liðs við enska félagið í sumar. Sport 9.2.2006 16:19
Greenwood látinn Ron Greenwood, fyrrum þjálfari West Ham og enska landsliðsins lést í dag 84 ára að aldri. Greenwood stýrði enska landsliðinu á árunum 1977-82 og West Ham á árunum 1961-74. Mínútu þögn verður á næsta heimaleik West Ham á Upton Park til minningar um Greenwood. Sport 9.2.2006 15:24
Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13
Sjöundi sigur San Antonio í röð Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Sport 9.2.2006 14:06
Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03
Spilar þrjá leiki fyrir Malmö Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð. Sport 9.2.2006 09:59
Þeir rauðklæddu eru ekki samkvæmir sjálfum sér Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið Arjen Robben til varnar eftir að leikmenn og þjálfari Liverpool gagnrýndu hann harðlega fyrir leikaraskap sem varð til þess að Jose Reina var rekinn af leikvelli í leik liðanna um síðustu helgi. Sport 9.2.2006 09:34
Þjóðernið skiptir ekki máli Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, segir að þjóðerni næsta landsliðsþjálfara eigi ekki að skipta nokkru máli, en sem kunnugt er mum Sven Göran Eriksson hætta með liðið að lokinni HM í Þýskalandi í sumar. Sport 9.2.2006 09:27
Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36
Real Madrid niðurlægt Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell. Sport 8.2.2006 22:13
Auðveldur sigur hjá Chelsea Chelsea er komið áfram í enska bikarnum eftir auðveldan 4-1 sigur á Everton í kvöld. Arjen Robben, Frank Lampard, Hernan Crespo og John Terry gerðu mörk Chelsea en Arteta skoraði mark Everton úr vítaspyrnu. Þá er Middlesbrough einnig komið áfram í keppninni eftir 1-0 sigur á Coventry og það var Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði mark liðsins. Sport 8.2.2006 22:05
Charlton lagði Liverpool Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í kvöld sætan sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2-0. Það voru Luke Young og Darren Bent sem skoruðu mörk Lundúnaliðsins í kvöld, en Liverpool var án Steven Gerrard sem var meiddur. Sport 8.2.2006 22:00
Charlton yfir gegn Liverpool Nú er síðari hálfleikur nýhafinn í leikjunum þremur sem standa yfir í ensku knattspyrnunni. Í úrvalsdeildinni hefur Charlton yfir 2-0 gegn Liverpool á heimavelli sínum. Í enska bikarnum er Chelsea er að eiga náðugt kvöld gegn Everton og er 3-0 yfir og þá hefur Middlesbrough yfir 1-0 gegn Coventry. Sport 8.2.2006 21:14
Haukasigur í Árbænum Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka. Sport 8.2.2006 21:03
Richardson ver titil sinn Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra. Sport 8.2.2006 20:21
Mido biðst ekki afsökunar Framherjinn Mido vill ekki biðjast afsökunar á framferði sínu í leik Egypta og Senegala í Afríkukeppninni í gær þegar hann reifst hástöfum við þjálfara liðsins og hefur fyrir vikið verið dæmdur í bann frá landsliðinu. Mido segist ekki hafa verið dónalegur við þjálfarann, heldur aðeins krafið hann um útskýringar á því af hverju sér væri alltaf skipt útaf í leikjum liðsins. Sport 8.2.2006 19:42
Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37
Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28
Jóhannes Karl einbeittur Jóhannes Karl Guðjónsson segir í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að berjast til síðasta manns með félögum sínum í 1. deildinni þó ljóst sé að hann muni fara frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 8.2.2006 16:36
Chelsea - Everton í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í enska bikarnum í kvöld og verður leikur Chelsea og Everton sýndur í beinni útsendingu á sýn. Útsending hefst klukkan 19:55, en á sama tíma eigast við Middlesbrough og Coventry í sömu keppni. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Liverpool. Sport 8.2.2006 16:19
Sheringham neitaði að fara til Tottenham Gamla kempan Teddy Sheringham hjá West Ham hefur látið það uppi að sér hafi boðist að ganga í raðir síns gamla félags Tottenham í þriðja sinn á ferlinum í janúar, en sagðist hafa afþakkað það því hann væri mjög ánægður hjá West Ham. Sport 8.2.2006 15:12
Heil umferð í kvöld Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Sport 8.2.2006 16:10
Old Trafford fær ekki nýtt nafn Forráðamenn Manchester United hafa vísað fréttum úr bresku slúðurpressunni á bug sem sögðu að heimavöllur liðsins Old Trafford verði skírður upp á nýtt eftir nýjum stuðningsaðilum sem liðið fær eftir að Vodafone sagði upp samningi sínum við félagið. Sport 8.2.2006 15:21
Keppnin á Spa blásin af Nú hefur verið staðfest að ekki verði keppt á Spa-brautinni frægu í Formúlu eitt í haust eins og til stóð, því mótshaldarar sjá fram á að ekki verði hægt að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á brautinni í tæka tíð. Rekstur brautarinnar sigldi í strand í fyrra, en nú er ljóst að keppnir ársins verða 18 í stað 19. Spa-brautin er mjög vinsæl meðal ökumanna í Formúlu 1 og hefur verið kölluð ein sú allra skemmtilegasta. Sport 8.2.2006 15:40
Rasiak lánaður til Southampton Úrvalsdeildarliði Tottenham Hotspurs hefur lánað pólska landsliðsmanninn Grzegorz Rasiak til Southampton út leiktíðina með möguleika á að fyrstudeildarliðið kaupi hann á um 2 milljónir punda í sumar. Rasiak stóð sig vel í framlínu pólska landsliðsins í fyrra, en hefur verið skelfilegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Lundúnaliðinu og verður hans því vart saknað þar á bæ. Sport 8.2.2006 15:05
Annað tap Detroit í nótt Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur. Sport 8.2.2006 13:42
Mourinho ætlar að vinna titilinn 9. apríl Jose Mourinho stjóri Chelsea hefur nú gefið það út á sjónvarpsstöð félagsins að það muni tryggja sér enska meistaratitilinn þann 9. apríl næstkomandi. "Annar meistaratitill okkar er í sjónmáli og við verðum að halda dampi. Ég held að átta sigrar í viðbót verði nóg til að tryggja það," sagði Mourinho en leikurinn 9. apríl er gegn West Ham. Sport 8.2.2006 13:34
Mido í sex mánaða bann Egypski framherjinn Mido hefur verið dæmdur í sex leikja bann með landsliði sínu og mun því missa af úrslitaleiknum í Afríkukeppninni eftir að hann hnakkreifst við þjálfara liðsins þegar honum var skipt útaf í undanúrslitaleiknum í gær. Mido hefur því lokið þáttöku í mótinu og snýr aftur til London þar sem hann leikur með Tottenham. Sport 8.2.2006 13:29
Birmingham lagði Reading Birmingham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 sigur á Íslendingaliði Reading í kvöld. Það voru Mikael Forssell og Julian Gray sem skoruðu mörk úrvalsdeildarliðsins, en Stephen Hunt skoraði mark Reading. Sport 7.2.2006 21:38