Sport

Þeir rauðklæddu eru ekki samkvæmir sjálfum sér

Ekki ánægður með Rafa Benitez
Ekki ánægður með Rafa Benitez

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið Arjen Robben til varnar eftir að leikmenn og þjálfari Liverpool gagnrýndu hann harðlega fyrir leikaraskap sem varð til þess að Jose Reina var rekinn af leikvelli í leik liðanna um síðustu helgi.

Rafael Benitez hjá Liverpool sagði eftir leikinn að Robben hefði átt skilið óskarsverðlaun fyrir að hafa látið sig falla með tilþrifum eftir að Reina ýtti við honum og uppskar rautt spjald fyrir vikið. Nú hefur Mourinho hrósað Benitez fyrir að vera einkar snjall en eins og alltaf má lesa mikla kaldhæðni úr orðum Mourinho.

"Benitez er frábær stjóri og frábærir stjórar eru snjallir. Það var því mjög snjallt af honum að tala eingöngu um Reina og Robben en ekkert um hvernig við gjörsigruðum þá í leiknum," segir Mourinho.

"Liverpool efast um heiðarleika og siðferði en ég man ekki eftir neinum sem efaðist um siðferði þeirra í maí sl. þegar boltinn fór ekki inn fyrir línuna en leikmenn hlupu að línuverðinum og pressuðu á hann að dæma mark. Kannski hefur heimurinn breyst svona mikið á þessum tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×