Íþróttir

Fréttamynd

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool er 1-0 yfir gegn Manchester united í hálfleik en leikurinn er í FA bikarkeppninni. Crouch skoraði markið með skalla á 19. mínútu sem Edwin van der Sar varði í stöngina og inn. Rétt áður varði van der Sar meistaralega frá Harry Kewell en Liverpool hefur verið mun beittari aðilinn í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðin komin

Stórleikur Liverpool og Manchester United er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Leikurinn er í FA bikarkeppninni en Liverpool hefur ekki tekist að vinna United í þeirri keppni í heil 85 ár.

Sport
Fréttamynd

Sigurgöngu Reading lokið

Reading, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar, tapaði fyrsta leik sínum í ensku 1. deildinni síðan í ágúst í kvöld þegar liðið lá 3-2 fyrir Luton á útivelli. Ívar og Brynjar voru báðir í byrjunarliði Reading í kvöld, en liðið hefur 12 stiga forystu á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið.

Sport
Fréttamynd

Fylkir skellti toppliði Fram

Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29.

Sport
Fréttamynd

Reading undir gegn Luton

Topplið Reading er undir 2-1 á útivelli gegn Luton Town í ensku 1. deildinni eftir að liðið náði forystu í leiknum eftir aðeins örfáar sekúndur. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru báðir í byrjunarliði Reading í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Hafnaði í 31. sæti í svigi

Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 31. sæti í svigi á Ólympíuleikunum í Tóríní en keppni er nýlokið. Svigið er hluti af alpatvíkeppninni en keppni í bruni var aflýst í dag vegna óveðurs á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Cappello eftirmaður Eriksson?

Ítalska blaðið Corriere dello sport greinir frá því í dag að Fabio Capello stjóra Juventus hafi verið boðið að taka við enska landsliðinu í sumar og segir að hann fái fyrir um 19 milljónir punda. Enska knattspyrnusambandið hefur þó séð ástæðu til að vísa þessum fréttum á bug og neitar því alfarið að búið sé að finna eftirmann Sven-Göran Eriksson.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í kvöld

Fimm leikir eru á dagskrá í DHL-deild karla i handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum, Valur mætir FH í Laugardalshöll, Þór og Afturelding mætast í Höllinni fyrir norðan, KA tekur á móti Víkingi/Fjölni í KA-heimilinu og Selfoss fær ÍR í heimsókn.

Sport
Fréttamynd

Dómarinn verður að hafa góð tök á bikarleiknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir afar mikilvægt að dómarinn Howard Webb hafi góð tök á bikarleik liðsins gegn Liverpool á morgun, því hann óttist að annars gæti soðið uppúr milli leikmanna liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Dómararnir á Englandi eru skelfilegir

Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.

Sport
Fréttamynd

Óánægja með öryggi í Stuttgart

Nokkur óánægja ríkir nú með öryggisviðbúnað á heimavelli þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart, sem notaður verður á HM í sumar, eftir að öryggisútkall á vellinum á leik Stuttgart og Middlesbrough í gær var ekki þýtt yfir á ensku og því sátu enskir áhorfendur eftir í stúkunni á meðan þeir þýsku fóru að fyrirmælum vallarvarða og yfirgáfu leikvanginn.

Sport
Fréttamynd

Djemba Djemba biðst afsökunar

Miðjumaðurinn Eric Djemba Djemba hefur beðið David O´Leary knattspyrnustjóra Aston Villa afsökunar á að hafa komið of seint í herbúðir liðsins eftir að lið Kamerún var slegið út úr Afríkukeppninni í knattspyrnu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Button þarf sigur fjótlega

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nigel Mansell, segir að Jenson Button verði að krækja í sinn fyrsta sigur mjög fljótlega ef hann eigi að standa undir væntingum með liði Honda í vetur. Besti árangur Button í keppni til þessa er annað sæti, en Mansell telur að hinum 26 ára gamla ökumanni sé hollara að fara að ná í sigur.

Sport
Fréttamynd

Rose og Wilson í forystu

Breski kylfingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Dean Wilson eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari eftir fyrsta hringinn á Nissan Open mótinu í golfi sem fer fram á Riviera Country Club vellinum í Kaliforníu. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Auðunn og María kraftlyftingamenn ársins

Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir voru kjörin kraftlyftingamenn ársins í karla- og kvennaflokki á ársþingi kraftlyftingasambands Íslands sem haldið var á dögunum. Þetta kemur fram á hinum andríka vef Stevegym.net.

Sport
Fréttamynd

O´Neal talinn líklegastur

Í víðtækri könnun sem gerð var á BBC kemur í ljós að flestir telja líklegast að Martin O´Neil verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson stígur af stóli eftir HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Bergkamp gefur kost á sér í leikinn á Spáni

Hinn flughræddi framherji Arsenal, Dennis Bergkamp, segist ætla að gefa kost á sér í fyrri leik Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku, en hann fer sjaldan í keppnisferðalög með liðinu í Meistaradeildinni því hann neitar að fljúga.

Sport
Fréttamynd

Phoenix valtaði yfir Houston

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt, en þetta voru síðustu leikirnir í deildinni fyrir hlé sem gert er vegna Stjörnuleiksins um helgina. Phoenix Suns valtaði yfir Houston á heimavelli sínum 109-75, þar sem Steve Nash skoraði 21 stig og Shawn Marion 16 fyrir Phoenix, en Stromile Swift skoraði 13 stig fyrir Houston.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Philadelphia í beinni

Í kvöld verður síðasta beina útsendingin úr deildarkeppninni í NBA áður en kemur að fjögurra daga hlé vegna Stjörnuhelgarinnar í Houston. Leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bulls og Philadelphia 76ers, en útsending hefst skömmu eftir miðnættið í nótt.

Sport
Fréttamynd

Hefur miklar mætur á Benitez

Sir Alex Ferguson er mjög hrifinn af kollega sínum Rafa Benitez hjá Liverpool og segir hann prýðisnáunga sem hafi góð áhrif á lið sitt. Þeir félagar leiða saman lið sín í stórleik helgarinnar í enska bikarnum.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Krylia

KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

McLeish fer í úrvalsdeildina

Sir Alex Ferguson segist viss um að Alex McLeish, stjóri Rangers, muni taka við liði í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári þegar hann lætur af störfum hjá skosku meisturunum.

Sport
Fréttamynd

Larsson semur við sitt gamla félag

Sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson ætlar að ljúka ferli sínum með liði Helsingborg í heimabæ sínum í Svíþjóð og hefur nú undirritað 18 mánaða samning við félagið. Larsson leikur sem kunnugt er með Spánarmeisturum Barcelona, en hann snýr aftur til Svíþjóðar í sumar að leiktíð lokinni.

Sport
Fréttamynd

Boro hefur áhuga á Intertoto

Middlesbrough er þriðja enska liðið á skömmum tíma sem tilkynnir áhuga sinn á að vera með í Intertoto keppninni evrópsku á næsta ári, ef svo fer að liðið nái ekki að vinna sér inn sæti í Evrópukeppni félagsliða í gegn um ensku úrvalsdeildina. Áður hafa Blackburn og Everton greint frá áhuga sínum á að vera með í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Megson hættur hjá Forest

Gary Megson hefur sagt af sér sem knattspyrnustjóri Nottingham Forest, en gengi liðsins hefur verið afar dapurt undanfarið. Stuðningsmenn Forest voru orðnir mjög óhressir með gengi liðsins sem hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum og er komið í fallbaráttu í fyrstu deildinni.

Sport
Fréttamynd

Brighton sektað vegna Rodman

Lið Brighton Bears í breska körfuboltanum hefur verið sektað og dæmt 20-0 tap í leiknum sem Dennis Rodman lék með því á dögunum eftir að körfuknattleikssambandið þar í landi úrskurðaði að liðið hefði teflt honum fram ólöglega í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg mætir Hamburg

Í dag var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum þýska bikarsins í handknattleik, eða final four eins og Þjóðverjar kalla það. Annarsvegar mætast Magdeburg og Hamburg og hinsvegar leikur Kiel við Kronau/Östringen sem sló Gummersbach nokkuð óvænt út úr keppninni á dögunum. Undanúrslitin fara fram fyrstu helgina í apríl.

Sport
Fréttamynd

Birkir Ívar til Þýskalands

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við lið Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni, en fyrrum félagi Birkis úr Haukum, Þórir Ólafsson leikur einmitt með liðinu. Birkir klárar tímabilið hér heima með Haukum en heldur utan í sumar.

Sport
Fréttamynd

Vonar að Chelsea tapi 8-0

Jose Reina er enn ekki runnin reiðin eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Chelsea á dögunum og segist hann vona að landar sínir í Barcelona vinni ensku meistarana samtals 8-0 í Meistaradeildinni í næstu umferð sem hefst í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur LeBron James

LeBron James átti sannkallaðan stórleik þegar lið hans Cleveland bar sigurorð af Boston 113-109 í tvíframlengdum leik í nótt. James skoraði 43 stig, hirti 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Paul Pierce hjá Boston varð fyrsti maðurinn í sögu félagsins síðan Larry Bird árið 1989 til að skora 50 stig í leik.

Sport