Sport

Óánægja með öryggi í Stuttgart

Nokkur óánægja ríkir nú með öryggisviðbúnað á heimavelli þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart, sem notaður verður á HM í sumar, eftir að öryggisútkall á vellinum á leik Stuttgart og Middlesbrough í gær var ekki þýtt yfir á ensku og því sátu enskir áhorfendur eftir í stúkunni á meðan þeir þýsku fóru að fyrirmælum vallarvarða og yfirgáfu leikvanginn.

Nokkrir þýskir vellir komu ekki vel út úr öryggiskönnunum sem gerðar voru fyrir skömmu og þó forsvarsmenn valla þessara hafi fullyrt að allt væri komið í lag, hefur atvikið í gær orðið til að draga það nokkuð í efa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×