Íþróttir Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30 Hef ekki áhyggjur af starfi mínu Chris Coleman segist ekki óttast að missa starf sitt þrátt fyrir afleitt gengi sinna manna í ensku úrvalsdeildinni, en liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Ensk blöð hafa í kjölfarið talað um að Coleman gæti misst starfið í kjölfarið, en hann vísar því á bug. Sport 17.3.2006 17:41 Við getum náð Manchester United Robbi Fowler, framherji Liverpool, segir að hann og leikmenn liðsins hafi fulla trú á að þeir geti náð Manchester United að stigum og krækt þar með í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni. Góður sigur liðsins á Fulham á dögunum er ein af ástæðunum fyrir bjartsýni hans. Sport 17.3.2006 17:24 Hefur áhyggjur af Jermain Defoe Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist hafa áhyggjur af því að löng seta framherjans Jermain Defoe á varamannabekk Tottenham undanfarið, gæti kostað hann sæti í enska landsliðinu á HM í sumar. Framherjinn ungi hefur verið á bekknum hjá Tottenham lengst af á þessu ári eftir að Robbie Keane vann sér fast sæti í byrjunarliði Lundúnaliðsins. Sport 17.3.2006 16:54 Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45 Nistelrooy er okkur ómetanlegur Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að Ruud Van Nistelrooy sé liðinu afar mikilvægur þrátt fyrir að framherjinn hafi verið á varamannabekk liðsins í undanförnum leikjum. Þetta hefur orðið til þess að orðrómur hefur komist á kreik um að Hollendingurinn sé á förum frá Manchester United. Sport 17.3.2006 16:18 Bayern vantar leiðtoga Fyrrum landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus er ekki í vafa um hvað lið Bayern Munchen þarf að gera til að fylla skarð Michael Ballack sem að öllum líkindum gengur í raðir Chelsea í sumar. Matthaus telur að Bayern eigi að leita sér að leiðtoga - ekki hæfileikamanni. Sport 17.3.2006 14:51 Enn vinnur Miami Miami Heat er á mikilli sigurgöngu í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið 13. leik sinn af síðustu 14 þegar það skellti Boston 107-104. Sigurinn var þó fjarri því að vera sannfærandi, því Miami lenti á tíma 25 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV. Sport 17.3.2006 14:30 Middlesbrough mætir Basel Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Fulltrúar Englendinga í keppninni, Middlesbrough, mæta svissneska liðinu Basel sem leikur undir stjórn knattspyrnustjórans Christian Gross sem eitt sinn stýrði Tottenham Hotspurs. Sport 17.3.2006 14:14 Snæfell lagði KR Snæfell vann í kvöld sigur á KR í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld í rafmögnuðum spennuleik sem sýndur var beint á Sýn. Snæfell var yfir allan leikinn, en KRingar náðu að jafna leikinn undir lokin. Það voru þó gestirnir sem héldu haus í restina og tryggðu sér dýrmætan sigur 71-68. Snæfell er því með pálmann í höndunum og geta slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum. Sport 16.3.2006 21:39 Öruggur sigur Keflvíkinga Keflvíkingar eru komnir með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Fjölni í úrslitakeppni Iceland Express deildinni í körfubolta eftir auðveldan 94-78 sigur á heimavelli sínum Sláturhúsinu í kvöld. Sport 16.3.2006 20:58 Snæfell yfir gegn KR Nú er kominn hálfleikur í leik KR og Snæfells í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla og hafa gestirnir góða forystu í hálfleik 43-35. Snæfell hefur byrjað mun betur í leiknum og er liðið mun ákveðnara í öllum sínum aðgerðum. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 20:40 Keflavík með mikla yfirburði Lið Keflavíkur virðist ekki ætla að verða í vandræðum með lið Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Keflvíkingar hafa forystu 59-36 í hálfleik á heimavelli sínum og hafa þeir AJ Moye og Vlad Boeriu skorað 14 stig hvor fyrir lið heimamanna. Sport 16.3.2006 20:14 Vill vera sem lengst hjá félaginu Rafa Benitez segir að fregnir spænskra blaða í gær um að hann hefði framlengt samning sinn við Liverpool séu ekki réttar, en viðurkennir að vonir standi til með að framlengja núverandi samning hans flótlega. "Ég er mjög ánægður hérna og kann vel við stjórnina, leikmennina og stuðningsmennina, svo ég vil vera hérna sem lengst og reyna að byggja upp fyrir framtíðina," sagði Spánverjinn í dag. Sport 16.3.2006 18:47 Rahman ætlar að ganga frá Toney WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 18:06 HM þjóðunum ekki veittur frestur Nokkur af landsliðunum sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í þýskalandi í sumar höfðu farið þess á leit við FIFA að frestur til að nefna 23-manna lið yrði færður, en landsliðsþjálfararnir munu nú þurfa að tilkynna hópa sína fyrir 15. maí næstkomandi. Sport 16.3.2006 17:48 Massa þarf að skipta um vél Ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari þarf að taka út 10 sæta refsingu í keppninni í Malasíu um helgina eftir að ljóst varð að hann þarf að skipta um vél í bíl sínum. Hann náði öðrum besta tímanum í Barein um síðustu helgi, en endaði í níunda sæti í keppninni. Sport 16.3.2006 17:09 Erum ekki dauðir og grafnir eins og Sunderland David Gold, stjórnarformaður Birmingham er bjartsýnn á að liðið hans nái að rífa sig upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í lengst af vetri, en viðurkennir að stundum skilji hann hreinlega ekki af hverju liðið sem náði ágætum árangri í fyrra er í bullandi fallbaráttu í ár. Sport 16.3.2006 16:50 Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13 KR - Snæfell í beinni á Sýn Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflvíkingar taka á móti Fjölni í Keflavík klukkan 19:15 og KR-ingar taka á móti Snæfelli í Vesturbænum, en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. Sport 16.3.2006 16:40 Íhugar að hvíla Wayne Rooney Sir Alex Ferguson segist alvarlega vera að íhuga að hvíla ungstirnið Wayne Rooney á næstunni, en Rooney hefur spilað næstum hvern einasta leik með liðinu á leiktíðinni. "'Eg heyrði að Rafa Benitez væri að spá í að hvíla Steven Gerrard og hið sama er uppi á teningnum hjá mér með Rooney. Maður freistast til að láta svona unga menn spila of mikið, en þeir þurfa hvíld eins og aðrir," sagði Ferguson. Sport 16.3.2006 15:59 Albertini lék kveðjuleik sinn í gær Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína. Sport 16.3.2006 15:49 Kaupir ungan Tékka Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur fest kaup á 16 ára gömlum leikmanni frá Slavia Prag að nafni Tomas Pekhart, sem hefur farið á kostum með yngri landsliðum Tékka og er talinn mikið efni. Pekhart hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska liðið með möguleika á framlengingingu um tvö ár. Sport 16.3.2006 15:25 Newcastle vill fá mig Framherjinn knái Fernando Torres hjá Atletico Madrid segir að Newcastle sé eina liðið sem hafi gert Atletico formlegt tilboð í sig, en Spánverjinn ungi er talinn muni fara frá félaginu í sumar. "Það hefur verið mikið talað um að þessi og hin félög hafi verið að bjóða í mig, en Newcastle er eina félagið sem hefur gert formlegt tilboð," sagði Torres. Sport 16.3.2006 15:15 Minningarathöfn um George Best Sérstök minningarathöfn var haldin í Manchester í dag þar sem fjölskylda, vinir og aðdáendur knattspyrnugoðsins George Best komu saman til að heiðra minningu kappans sem lést um daginn. Sport 16.3.2006 14:52 Anthony tryggði Denver sigur á Indiana Carmelo Anthony skoraði enn eina sigurkörfuna fyrir lið sitt Denver Nuggets í nótt þegar það bar sigurorð af Indiana Pacers á útivelli 101-99. Þetta var annar sigur Denver í röð í Indiana eftir að hafa ekki unnið þar í 9 ár. Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en Peja Stojakovic skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sport 16.3.2006 14:23 West Ham lagði Bolton West Ham er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir að liðið lagði Bolton´2-1 á heimavelli sínum Upton Park í framlengdum leik í kvöld. Það var Marlon Harewood sem skoraði sigurmark Lundúnaliðsins í framlengingunni, en liðið mætir Manchester City í næstu umferð keppninnar. Sport 15.3.2006 22:37 Middlesbrough áfram Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er komið áfram í Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Roma á útivelli í keppninni í kvöld. Boro vann fyrri leikinn 1-0, en mark Jimmy Floyd Hasselbaink í kvöld reið baggamuninn fyrir liðið. Allessandro Mancini skoraði bæði mörk Rómverja, sem sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir góðan sigur í kvöld. Sport 15.3.2006 22:07 Liverpool valtaði yfir Fulham Liverpool burstaði Fulham 5-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Robbie Fowler, Peter Crouch, Fernando Morientes og Steven Warnock skoruðu mörk Liverpool, en einn marka liðsins var sjálfsmark Michael Brown. Collins John skoraði mark Fulham, sem enn hefur ekki unnið leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Sport 15.3.2006 21:55 Sævar og Árni taka við KA Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu. Sport 15.3.2006 21:24 « ‹ 245 246 247 248 249 250 251 252 253 … 334 ›
Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30
Hef ekki áhyggjur af starfi mínu Chris Coleman segist ekki óttast að missa starf sitt þrátt fyrir afleitt gengi sinna manna í ensku úrvalsdeildinni, en liðið hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Ensk blöð hafa í kjölfarið talað um að Coleman gæti misst starfið í kjölfarið, en hann vísar því á bug. Sport 17.3.2006 17:41
Við getum náð Manchester United Robbi Fowler, framherji Liverpool, segir að hann og leikmenn liðsins hafi fulla trú á að þeir geti náð Manchester United að stigum og krækt þar með í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni. Góður sigur liðsins á Fulham á dögunum er ein af ástæðunum fyrir bjartsýni hans. Sport 17.3.2006 17:24
Hefur áhyggjur af Jermain Defoe Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist hafa áhyggjur af því að löng seta framherjans Jermain Defoe á varamannabekk Tottenham undanfarið, gæti kostað hann sæti í enska landsliðinu á HM í sumar. Framherjinn ungi hefur verið á bekknum hjá Tottenham lengst af á þessu ári eftir að Robbie Keane vann sér fast sæti í byrjunarliði Lundúnaliðsins. Sport 17.3.2006 16:54
Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45
Nistelrooy er okkur ómetanlegur Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að Ruud Van Nistelrooy sé liðinu afar mikilvægur þrátt fyrir að framherjinn hafi verið á varamannabekk liðsins í undanförnum leikjum. Þetta hefur orðið til þess að orðrómur hefur komist á kreik um að Hollendingurinn sé á förum frá Manchester United. Sport 17.3.2006 16:18
Bayern vantar leiðtoga Fyrrum landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus er ekki í vafa um hvað lið Bayern Munchen þarf að gera til að fylla skarð Michael Ballack sem að öllum líkindum gengur í raðir Chelsea í sumar. Matthaus telur að Bayern eigi að leita sér að leiðtoga - ekki hæfileikamanni. Sport 17.3.2006 14:51
Enn vinnur Miami Miami Heat er á mikilli sigurgöngu í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið 13. leik sinn af síðustu 14 þegar það skellti Boston 107-104. Sigurinn var þó fjarri því að vera sannfærandi, því Miami lenti á tíma 25 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV. Sport 17.3.2006 14:30
Middlesbrough mætir Basel Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Fulltrúar Englendinga í keppninni, Middlesbrough, mæta svissneska liðinu Basel sem leikur undir stjórn knattspyrnustjórans Christian Gross sem eitt sinn stýrði Tottenham Hotspurs. Sport 17.3.2006 14:14
Snæfell lagði KR Snæfell vann í kvöld sigur á KR í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld í rafmögnuðum spennuleik sem sýndur var beint á Sýn. Snæfell var yfir allan leikinn, en KRingar náðu að jafna leikinn undir lokin. Það voru þó gestirnir sem héldu haus í restina og tryggðu sér dýrmætan sigur 71-68. Snæfell er því með pálmann í höndunum og geta slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum. Sport 16.3.2006 21:39
Öruggur sigur Keflvíkinga Keflvíkingar eru komnir með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Fjölni í úrslitakeppni Iceland Express deildinni í körfubolta eftir auðveldan 94-78 sigur á heimavelli sínum Sláturhúsinu í kvöld. Sport 16.3.2006 20:58
Snæfell yfir gegn KR Nú er kominn hálfleikur í leik KR og Snæfells í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla og hafa gestirnir góða forystu í hálfleik 43-35. Snæfell hefur byrjað mun betur í leiknum og er liðið mun ákveðnara í öllum sínum aðgerðum. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 20:40
Keflavík með mikla yfirburði Lið Keflavíkur virðist ekki ætla að verða í vandræðum með lið Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Keflvíkingar hafa forystu 59-36 í hálfleik á heimavelli sínum og hafa þeir AJ Moye og Vlad Boeriu skorað 14 stig hvor fyrir lið heimamanna. Sport 16.3.2006 20:14
Vill vera sem lengst hjá félaginu Rafa Benitez segir að fregnir spænskra blaða í gær um að hann hefði framlengt samning sinn við Liverpool séu ekki réttar, en viðurkennir að vonir standi til með að framlengja núverandi samning hans flótlega. "Ég er mjög ánægður hérna og kann vel við stjórnina, leikmennina og stuðningsmennina, svo ég vil vera hérna sem lengst og reyna að byggja upp fyrir framtíðina," sagði Spánverjinn í dag. Sport 16.3.2006 18:47
Rahman ætlar að ganga frá Toney WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 16.3.2006 18:06
HM þjóðunum ekki veittur frestur Nokkur af landsliðunum sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í þýskalandi í sumar höfðu farið þess á leit við FIFA að frestur til að nefna 23-manna lið yrði færður, en landsliðsþjálfararnir munu nú þurfa að tilkynna hópa sína fyrir 15. maí næstkomandi. Sport 16.3.2006 17:48
Massa þarf að skipta um vél Ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari þarf að taka út 10 sæta refsingu í keppninni í Malasíu um helgina eftir að ljóst varð að hann þarf að skipta um vél í bíl sínum. Hann náði öðrum besta tímanum í Barein um síðustu helgi, en endaði í níunda sæti í keppninni. Sport 16.3.2006 17:09
Erum ekki dauðir og grafnir eins og Sunderland David Gold, stjórnarformaður Birmingham er bjartsýnn á að liðið hans nái að rífa sig upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í lengst af vetri, en viðurkennir að stundum skilji hann hreinlega ekki af hverju liðið sem náði ágætum árangri í fyrra er í bullandi fallbaráttu í ár. Sport 16.3.2006 16:50
Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13
KR - Snæfell í beinni á Sýn Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflvíkingar taka á móti Fjölni í Keflavík klukkan 19:15 og KR-ingar taka á móti Snæfelli í Vesturbænum, en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. Sport 16.3.2006 16:40
Íhugar að hvíla Wayne Rooney Sir Alex Ferguson segist alvarlega vera að íhuga að hvíla ungstirnið Wayne Rooney á næstunni, en Rooney hefur spilað næstum hvern einasta leik með liðinu á leiktíðinni. "'Eg heyrði að Rafa Benitez væri að spá í að hvíla Steven Gerrard og hið sama er uppi á teningnum hjá mér með Rooney. Maður freistast til að láta svona unga menn spila of mikið, en þeir þurfa hvíld eins og aðrir," sagði Ferguson. Sport 16.3.2006 15:59
Albertini lék kveðjuleik sinn í gær Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína. Sport 16.3.2006 15:49
Kaupir ungan Tékka Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur fest kaup á 16 ára gömlum leikmanni frá Slavia Prag að nafni Tomas Pekhart, sem hefur farið á kostum með yngri landsliðum Tékka og er talinn mikið efni. Pekhart hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska liðið með möguleika á framlengingingu um tvö ár. Sport 16.3.2006 15:25
Newcastle vill fá mig Framherjinn knái Fernando Torres hjá Atletico Madrid segir að Newcastle sé eina liðið sem hafi gert Atletico formlegt tilboð í sig, en Spánverjinn ungi er talinn muni fara frá félaginu í sumar. "Það hefur verið mikið talað um að þessi og hin félög hafi verið að bjóða í mig, en Newcastle er eina félagið sem hefur gert formlegt tilboð," sagði Torres. Sport 16.3.2006 15:15
Minningarathöfn um George Best Sérstök minningarathöfn var haldin í Manchester í dag þar sem fjölskylda, vinir og aðdáendur knattspyrnugoðsins George Best komu saman til að heiðra minningu kappans sem lést um daginn. Sport 16.3.2006 14:52
Anthony tryggði Denver sigur á Indiana Carmelo Anthony skoraði enn eina sigurkörfuna fyrir lið sitt Denver Nuggets í nótt þegar það bar sigurorð af Indiana Pacers á útivelli 101-99. Þetta var annar sigur Denver í röð í Indiana eftir að hafa ekki unnið þar í 9 ár. Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en Peja Stojakovic skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sport 16.3.2006 14:23
West Ham lagði Bolton West Ham er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir að liðið lagði Bolton´2-1 á heimavelli sínum Upton Park í framlengdum leik í kvöld. Það var Marlon Harewood sem skoraði sigurmark Lundúnaliðsins í framlengingunni, en liðið mætir Manchester City í næstu umferð keppninnar. Sport 15.3.2006 22:37
Middlesbrough áfram Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er komið áfram í Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Roma á útivelli í keppninni í kvöld. Boro vann fyrri leikinn 1-0, en mark Jimmy Floyd Hasselbaink í kvöld reið baggamuninn fyrir liðið. Allessandro Mancini skoraði bæði mörk Rómverja, sem sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir góðan sigur í kvöld. Sport 15.3.2006 22:07
Liverpool valtaði yfir Fulham Liverpool burstaði Fulham 5-1 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Robbie Fowler, Peter Crouch, Fernando Morientes og Steven Warnock skoruðu mörk Liverpool, en einn marka liðsins var sjálfsmark Michael Brown. Collins John skoraði mark Fulham, sem enn hefur ekki unnið leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Sport 15.3.2006 21:55
Sævar og Árni taka við KA Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu. Sport 15.3.2006 21:24