Sport

Útilokar ekki að snúa aftur

Vicente del Bosque gæti vel hugsað sér að taka við Real Madrid á ný
Vicente del Bosque gæti vel hugsað sér að taka við Real Madrid á ný NordicPhotos/GettyImages

Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003.

Del Bosque stýrði Real Madrid í þrjú og hálft ár og gerði liðið tvisvar að Evrópumeisturum og tvisvar að Spánarmeisturum, en fyrrum forseti félagsins rak hann daginn eftir að liðið landaði deildarmeistaratitlinum í júní 2003. Del Bosque var síðan boðið að gerast aðstoðarþjálfari liðsins árið 2004, en hann afþakkaði boðið.

"Því ætti ég ekki að vilja snúa aftur, úr því ég er með einn besta árangur þeirra þjálfara sem orðaðir hafa verið við stöðuna. Ég hef aldrei gert neitt til að eyðileggja fyrir þessu liði," sagði Del Bosque






Fleiri fréttir

Sjá meira


×