Íþróttir

Fréttamynd

Szczerbiak þarf í uppskurð

Framherjinn Wally Szczerbiak hjá Boston Celtics leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu því hann mun á næstu dögum leggjast undir hnífinn og fara í uppskurð á hné. Szczerbiak hefur verið slæmur í hnénu í allan vetur og því var ákveðið að skera hann upp strax. Hann hefur skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik síðan hann gekk til liðs við Boston frá Minnesota eftir áramótin.

Sport
Fréttamynd

Rooney gæti orðið betri en Ronaldinho

Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að þó flestir búist við því að Ronaldinho verði maður mótsins á HM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar, eigi hann alveg eins von á því að Wayne Rooney steli senunni ef Englendingum gengur vel á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Barrichello í erfiðleikum

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello viðurkennir að erfið byrjun hans með liði Honda sé farin að setjast nokkuð á sálina og hafi óneitanlega reynt á sjálfstraust hans sem ökumanns. Barrichello var áður í sex ár hjá Ferrari, en eftir að vera bjartsýnn á gott gengi í vetur hefur hann aðeins náð í tvö stig í fyrstu þremur keppnunum sem búnar eru.

Sport
Fréttamynd

Heldur Fowler í heljargreipum

Rafa Benitez hefur nú sett nokkuð mikla pressu á sóknarmanninn Robbie Fowler og hefur gefið það í skyn að leikmaðurinn verði að sanna sig svo um munar á næstu þremur til fjórum vikum ef hann ætli sér að eiga möguleika á að tryggja sér áframhaldandi samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Umboðsmaður Cole kærður

Umboðsmaður varnarmannsins Ashley Cole hjá Arsenal hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu vegna leynifundarins fræga sem Cole átti með forráðamönnum Chelsea í janúar á síðasta ári. Cole hefur þegar þurft að greiða risasekt vegna málsins líkt og Jose Mourinho stjóri Chelsea, en nú er röðin komin að því að taka umboðsmanninn í gegn vegna sama atviks.

Sport
Fréttamynd

Ég stend á krossgötum

Alan Curbishley hefur verið hjá Charlton síðan árið 1991 en hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englendinga að undanförnu. Í viðtali við BBC í dag lét Curbishley í veðri vaka að vel kæmi til greina að prófa eitthvað nýtt á næstunni.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarinn í forystu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb á Citroen, hefur nauma 20 sekúndna forystu á Marcus Grönholm hjá Ford eftir fyrsta keppnisdag í Korsíkurallinu sem hófst í morgun. Loeb kom fyrstur í mark á þremur af fjórum sérleiðum dagsins og eru þeir tveir í algjörum sérflokki í keppninni það sem af er, rúmri mínútu á undan manninum í þriðja sæti sem er Alexander Bengue á Peugeot.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar íslenska liðið

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag þriðja leik sínum í röð á æfingamóti sem haldið er í Tékklandi þessa dagana. Í þetta sinn tapaði liðið 34-32 fyrir Tyrkjum. Dröfn Sæmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk.

Sport
Fréttamynd

Lehmann ver mark Þjóðverja

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur tilkynnt að það verði Jens Lehmann hjá Arsenal sem muni verða markvörður númer eitt hjá þýska liðinu á HM, en Lehmann hefur háð harða baráttu við landa sinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen um landsliðssætið á síðustu mánuðum og eru litlir kærleikar þeirra á milli.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af fuglaflensu - ekki United

Jose Mourinho segist hafa meiri áhyggjur af fuglaflensufaraldri en áhlaupi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. United hefur unnið átta leiki í röð og hefur forskot Chelsea á toppnum minnkað hratt að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Ferguson og Rooney menn mánaðarins

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og framherji hans Wayne Rooney var á sama tíma kjörinn leikmaður mánaðarins í mars. Manchester United vann alla fimm leiki sína í deildinni í mánuðinum. Þetta er í þriðja sinn sem Wayne Rooney fær þessi verðlaun, en í sextánda skipti sem Ferguson fær þau - sem er met.

Sport
Fréttamynd

Auglýsa fyrir netfyrirtæki

Úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur nú líkt og Manchester United gengið frá nýjum tveggja ára auglýsingasamningi við nýjan styrktaraðila. Ekki fæst upp gefið hversu hár samningurinn er, en hann er við netfyrirtæki sem ber nafnið 32red og munu búningar liðsins bera merki fyrirtækisins frá og með næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Fær landsliðssætið ef hann kemst í lið Arsenal

Sol Campell segir að Sven-Göran Eriksson hafi lofað sér og Ashley Cole sæti í enska landsliðinu svo framarlega sem þeir nái að festa sig í sessi í byrjunarliði Arsenal áður en leiktíðinni á Englandi lýkur.

Sport
Fréttamynd

United á ekki möguleika á að ná okkur

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hjá Chelsea segir að Manchester United eigi ekki fræðilegan möguleika á að ná liði sínu að stigum í baráttunni um enska meistaratitilinn í vor, þó Manchester-liðið hafi verið á mikilli sigurgöngu undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Eriksson hentar Real Madrid vel

Danski harðjaxlinn Thomas Gravesen segir að Sven-Göran Eriksson væri kjörinn í að taka við stjórn Real Madrid þegar hann lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga eftir HM í sumar. Forráðamenn Real Madrid eru nú að leita sér að góðum knattspyrnustjóra og er nafn Eriksson eitt þeirra sem oftast hefur verið nefnt til sögunnar að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Atli og Ormur frá Dallandi sigruðu Gæðingafimina

Atli Guðmundsson og Ormur frá Dallandi sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS sem haldin var í gærkveldi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Það er greinilega að þessi keppni er komin til að vera og eigum við til knapa og hross á heimsmælikvarða hvað gæðingafimi varðar.

Sport
Fréttamynd

Enn sigrar New Jersey

Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn 14. sigur í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Charlotte Bobcats 113-102 á heimavelli sínum. Detroit Pistons lagði Miami á útivelli 95-82 og Carmelo Anthony tryggði Denver 110-108 sigur á LA Lakers með skoti á síðustu sekúndum framlengingar.

Sport
Fréttamynd

Þetta var sögulegur sigur

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough var skiljanlega í skýjunum eftir sigur sinna manna á Basel í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en Boro tókst að komast áfram í undanúrslit keppninnar þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í einvíginu. Massimo Maccarone skoraði sigurmark Boro á 90. mínútu og enska liðið vann samanlagt 4-3.

Sport
Fréttamynd

Ævintýralegur sigur Middlesbrough

Middlesbrough komst í kvöld í undanúrslitin í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið lagði svissneska liðið Basel 4-1 á heimavelli sínum og fer því áfram samtals 4-3. Gestirnir komust yfir í upphafi leiks og því virtust vonir Boro um að komast áfram vera að engu orðnar. Mark Viduka skoraði tvö mörk fyrir Boro, Jimmy Floyd Hasselbaink eitt og það var svo Massimo Maccarone sem skoraði sigurmark Boro í uppbótartíma. Basel lék manni færra frá 73. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Selfoss

Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur í úrslit

Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Rafmögnuð spenna í Keflavík

Staðan í leik Keflavíkur og Skallagríms að loknum þriðja leikhluta er 61-60 fyrir gestina úr Borgarnesi, en heimamenn hafa heldur betur spýtt í lófana í síðari hálfleik eftir að hafa verið 14 stigum undir í hálfleik. Þær verða því væntanlega æsilegar síðustu tíu mínúturnar í leiknum, þar sem ræðst hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Singh í forystu

Fiji-búinn Vijay Singh hefur forystu á Masters-mótinu í golfi þegar fyrstu umferðinni er að verða lokið. Singh er á fimm höggum undir pari eða 67 höggum, en Bandaríkjamaðurinn Rocco Mediate kemur þar skammt á eftir á 68 höggum. Tiger Woods hefur verið nokkuð óstöðugur á fyrsta hringnum og er að leika á 72 höggum. Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Riverside í hálfleik

Staðan í leik Middlesbrough og Basel í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Gestirnir komust yfir í upphafi leiks, en það var svo ástralski framherjinn Mark Viduka sem jafnaði fyrir heimamenn sem enn eiga langt í land ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Þá er staðan í leik Schalke og Levski Sofia jöfn 1-1 þegar skammt er til leiksloka og þýska liðið því komið með annan fótinn áfram í undanúrslitin eftir öruggan sigur í fyrri leiknum.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur leiðir í hálfleik

Skallagrímur hefur nokkuð óvænta forystu í Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Staðan í hálfleik er 42-28 gestunum í vil, en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta það sem af er leiks. AJ Moye hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík, en Hafþór Gunnarsson er kominn með 14 stig hjá Skallagrími - öll í fyrsta leikhlutanum og Pétur Guðmundsson hefur skorað 9 stig. Þá er George Byrd búinn að hirða 15 fráköst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Steua Búkarest áfram

Steua Búkarest er komið áfram í undanúrslitin í UEFA-bikarnum í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við granna sína í Rapid Búkarest í dag. Steua fer því áfram á marki skoruðu á útivelli, en hvort lið skoraði aðeins eitt mark í einvíginu. Þá eru vonir Middlesbrough um að komast áfram í keppninni orðnar ansi litlar, því liðið er undir á heimavelli sínum gegn Basel frá Sviss og þarf því að skora fjögur mörk til að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Martröðin heldur áfram

Meiðslamartröð enska varnarmannsins Jonathan Woodgate virðist hvergi nærri á enda og nú hefur þjálfari Real Madrid gefið það út að hann sé svartsýnn á að fyrrum landsliðsmaðurinn nái að koma til baka á þessari leiktíð vegna meiðsla sinna á læri. Þetta þýðir að draumur Woodgate um að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM er að öllum líkindum úr sögunni.

Sport
Fréttamynd

Sevilla í undanúrslitin

Spænska liðið Sevilla varð nú síðdegis fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við rússneska liðið Zenit frá St. Pétursborg og er því komið áfram samtals 5-2.

Sport
Fréttamynd

Við förum í úrslitaleikinn

Hinn ungi Cesc Fabregas hjá Arsenal segist þess viss að liðið muni fara alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, en Arsenal mætir löndum hans í Villareal frá Spáni í undanúrslitinum. Fabregas hefur farið á kostum með Arsenal í Meistaradeildinni en vill ekki vera borinn saman við Patrick Vieira, fyrrum leikmann liðsins.

Sport