Íþróttir

Fréttamynd

Rooney fer með ef hann getur spilað eitthvað

Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist vera í sambandi við lækna liðsins og Manchester United daginn út og daginn inn vegna meiðsla Wayne Rooney. Hann segist enn ekki geta gefið ákveðin svör um þátttöku hans á HM í sumar en sagði einfaldlega: "Ef Rooney getur spilað eitthvað, þá fer hann með í keppnina - því hann er nú einu sinni Wayne Rooney."

Sport
Fréttamynd

Sacramento burstaði meistarana

Dramatíkin í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í vor er að verða ótrúleg og í lokaleik gærkvöldsins gerði lið Sacramento sér lítið fyrir og rótburstaði meistara San Antonio 102-84 og jafnaði metin í einvígi efsta og neðsta liðsins í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í 2-2.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant skaut Phoenix upp að vegg

Kobe Bryant sýndi sannarlega úr hverju hann var gerður í gærkvöldi þegar hann tryggði Los Angeles Lakers 99-98 sigur á Phoenix Suns með ótrúlegri sigurkörfu í framlengingu og nú vantar Lakers aðeins einn sigur til að slá Phoenix út úr keppninni í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bryant var stórkostlegur á lokasprettinum á meðan verðmætasti leikmaður deildarinnar, Steve Nash, gerði afdrifarík mistök sem kostuðu Phoenix sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Arenas kláraði Cleveland

Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig.

Sport
Fréttamynd

Miami í vandræðum

Chicago Bulls afrekaði það í gær að jafna metin í einvígi sínu við Miami Heat í 2-2 með góðum 93-87 sigri á heimavelli sínum í fjórða leik liðanna. Flestir bjuggust við að það yrði aðeins formsatriði fyrir Miami að afgreiða liðið í sjöunda sæti í Austurdeildinni, en baráttuglaðir leikmenn Chicago eru langt í frá búnir að segja sitt síðasta gegn hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Sport
Fréttamynd

Washington - Cleveland í beinni á NBA TV

Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og klukkan 23:30 verður á dagskrá NBA TV fjórði leikur Washington Wizards og Cleveland Cavaliers. Cleveland hefur yfir 2-1 í einvíginu, en leikur kvöldsins fer fram í höfuðborginni Washington. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liði Washington tekst að ráða við undrabarnið LeBron James, sem skoraði 41 stig og tryggði Cleveland sigur í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid lagði Osasuna

Real Madrid styrkti stöðu sína í efri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann mikilvægan útisigur á Osasuna 1-0. Það var Brasilíumaðurinn Julio Baptista sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins, en Iker Casillas var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald 10 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Juventus í góðri stöðu

Juventus hefur þriggja stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Juventus lagði Siena 3-0 með mörkum frá Mutu, Trezeguet og Vieira, en AC Milan lagði Livorno 2-0 með mörkum frá Filippo Inzaghi. Juve hefur 82 stig á toppnum, AC Milan er með 79 stig og Inter er í þriðja sætinu með 74 stig eftir 1-0 tap fyrir Empoli.

Sport
Fréttamynd

Keisarinn lætur Ballack heyra það

"Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, lét Michael Ballack heyra það eftir úrslitaleikinn í bikarnum í Þýskalandi í gær, þar sem Bayern bar sigurorð af Frankfurt 1-0. Beckenbauer segir að Ballack sé í huganum þegar orðinn leikmaður Chelsea og var hundfúll með slaka frammistöðu þýska landsliðsmannsins í gær, rétt eins og í síðustu leikjum í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Reiknar með að Henry til Barcelona

Ludovic Giuly, leikmaður Barcelona og fyrrum félagi Thierry Henry hjá Monaco í Frakklandi, segist viss um að Henry gangi til liðs við spænsku meistarana í sumar. Henry ætlar að tilkynna um ákvörðun sína áður en HM hefst í sumar, en Giuly segist oft tala við hann í síma og sagði í samtali við bresku pressuna að sér þætti afar líklegt að Henry færi til Spánar þar sem mikill áhugi væri fyrir að fá hann.

Sport
Fréttamynd

Barca verður að bíða lengur

Liðsmenn Valencia voru ekki á þeim buxunum að gefa Barcelona færi á því að landa deildarmeistaratitlinum í dag og tryggðu það að sigurhátíð Katalóníumannanna verður ekki strax með öruggum 3-0 sigri á botnliði Alaves á heimavelli sínum Mestalla. Barcelona hefur nú 8 stiga forskot á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir og getur tryggt sér titilinn með sigri á Celta á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Boskamp hættur

Johan Boskamp, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City á Englandi, tilkynnti eftir stórsigur liðsins á Brighton í lokaumferð deildarkeppninnar í dag að hann væri hættur. Hinn hollenski Boskamp hefur átt stormasamt samband við íslenska eigendur félagsins og sætti sig ekki við að vera aðeins boðin eins árs framlenging á samningi sínum.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Miami á Sýn

Fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat í úrslitakeppni Austurdeildar NBA verður sýndur á Sýn í kvöld klukkan 20:50, eða skömmu eftir að flautað hefur verið til leiksloka í viðureign Osasuna og Real Madrid. Chicago freistar þess að jafna metin í seríunni í 2-2 eftir mjög góðan sigur í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Vill að reglunum verði breytt

Martin Jol vill að fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni veiti undantekningalaust sæti í meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rétt eins og hjá erkifjendunum Liverpool og Everton í fyrra, getur nú farið svo að Arsenal steli meistaradeildarsætinu af grönnum sínum í Tottenham - þó liðið endi neðar í töflunni. Þessu vill Martin Jol sjá breytt hið snarasta.

Sport
Fréttamynd

Vonast til að vera enn inni í myndinni

Sam Allardyce segist vonast til að vera enn inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að allt fór í bál og brand í kjölfar fyrirhugaðrar ráðningar Luiz Scolari á dögunum. Allardyce segist meira en til í að taka við starfinu og í raun sé það hans æðsti draumur.

Sport
Fréttamynd

Osasuna - Real Madrid í beinni

Leikur Osasuna og Real Madrid verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn nú klukkan 18:50, en þar er baráttan um annað sætið í spænsku deildinni í hámarki. Real Madrid hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur, á meðan Osasuna hefur verið spútniklið ársins.

Sport
Fréttamynd

Fóturinn er í lagi

Michael Owen hefur fengið grænt ljós frá læknum eftir að hann gekkst undir ítarlega skoðun að loknum leik Newcastle og Birmingham í gær og í ljós kom að allt er í lagi með fótinn á honum. Owen kenndi sér nokkrus meins eftir leikinn í gær og var óttast að meiðsli hans hefðu tekið sig upp að nýju en nú virðist sem hann sé á ágætum batavegi.

Sport
Fréttamynd

England á ekki möguleika án Rooney

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og lykilmaður í enska landsliðinu, er ekki að skafa af svörum sínum þegar kemur að meiðslum Wayne Rooney og hvaða þýðingu þau hafi fyrir möguleika enska landsliðsins á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Rooney fer með á HM

Sven-Göran Eriksson hefur gefið það út að hann muni taka áhættuna og velja Wayne Rooney í enska landsliðshópinn fyrir HM ef hann sjái fram á að Rooney geti verið orðinn leikfær í 16-liða úrslitunum. Fyrsti leikur Englendinga í riðlakeppninni er eftir nákvæmlega sex vikur - eða þann tíma sem Rooney er sagður muni vera að jafna sig af meiðslunum.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson Evrópumeistari í annað sinn

Ólafur Stefánsson vann í dag sigur í meistaradeildinni í handbolta í annað sinn á ferlinum þegar lið hans Ciudad Real frá Spáni vann auðveldan sigur á löndum sínum í Portland San Antonio 37-28. Staðan í hálfleik var 21-11 fyrir heimamenn og eftir sannfærandi sigur í fyrri leiknum, var titillinn þá nánast í höfn. Ólafur skoraði 7 mörk í leiknum í dag og var einn af betri mönnum Ciudad í úrslitaeinvíginu.

Sport
Fréttamynd

Tottenham heldur sínu striki

Tottenham hélt sínu striki í baráttunni um meistaradeildarsætið í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Bolton 1-0 á heimavelli sínum með marki frá hinum unga og efnilega Aaron Lennon á 60. mínútu. Tottenham getur nú tryggt sér fjórða sætið í deildinni með sigri í síðasta leik sínum í deildinni, en Arsenal á enn möguleika á sætinu ef liði klárar þá þrjá leiki sem það á eftir.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee Burstaði Detroit

Nokkuð óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Milwaukee burstaði Detroit 124-104 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna. New Jersey jafnaði metin í 2-2 gegn Indiana, en Dallas og LA Clippers eru nú hársbreidd frá því að komast í aðra umferð eftir að liðin unnu sinn þriðja leik í rimmum sínum.

Sport
Fréttamynd

Lemgo Evrópumeistari

Logi Geirsson og félagar í Lemgo sigruðu Göppingen í dag í síðari leik liðanna í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta 25-22 á heimavelli sínum. Logi fór fyrir sínum mönnum og skoraði 8 mörk í leiknum og félagi hans Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 1 mark.

Sport
Fréttamynd

Logi Geirsson situr fyrir svörum

Logi Geirsson, atvinnumaður í handbolta situr fyrir svörum hjá Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. Á forsíðu Vísis hefur verið hægt að senda spurningar á Loga sem hann hefur nú svarað og afraksturinn má lesa hér á Vísi og í Fréttablaðinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Úrslit opna töltmóts Anvara

Opna töltmót Andvara var haldið síðastliðin föstudag og voru skráningar á mótið í mesta lagi. Það var Ríkharður Flemming Jensen á Hæng frá Hæl sem sigraði opna flokkinn, Sara Lind Ólafsdóttir á Iðunni frá Eystri Hóli, sigraði áhugamannaflokkinn og Margrét Ríkharðsdóttir á Sál frá Múlakoti sem sigraði flokkinn undir 17 ára.

Sport
Fréttamynd

New Jersey jafnaði gegn Indiana

New Jersey Nets jafnaði í kvöld metin í 2-2 í einvígi sínu við Indiana Pacers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeild NBA. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 22. Jermaine O´Neal var atkvæðamestur í liði heimamanna með 20 stig. Næsti leikur fer fram í New Jersey á þriðjudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Barcelona lagði Cadiz

Barcelona vann í kvöld tilþrifalítinn 1-0 sigur á botnliði Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér annan meistaratitilinn í röð. Það var snillingurinn Ronaldinho sem skoraði eina mark Barcelona á 9. mínútu leiksins sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn og ef Valencia verður á í messunni á morgun er Barcelona orðið meistari.

Sport
Fréttamynd

Kahn ætlar að spila tvö ár í viðbót

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen gaf það út í dag að hann ætli sér að spila í tvö ár til viðbótar með liðinu áður en hann leggur hanskana á hilluna. Kahn missti sæti sitt í þýska landsliðinu til hendur Jens Lehmann hjá Arsenal á dögunum, en ætlar ekki að láta það hafa áhrif á sig og segist muni verða til taks á HM ef Þýskaland þarf á honum að halda.

Sport
Fréttamynd

Loeb með góða forystu fyrir lokadaginn

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur þægilegt 43 sekúndna forskot á Petter Solberg þegar aðeins einum keppnisdegi er ólokið í Argentínurallinu. Loeb, sem ekur á Citroen, var svo heppinn að helsti keppinautur hans Marcus Grönholm féll úr leik í dag og því má ætla að eftirleikurinn verði Frakkanum nokkuð auðveldur á morgun.

Sport
Fréttamynd

Rooney verður frá í sex vikur

Framherjinn sterki Wayne Rooney fékk í kvöld að vita að hann verði líklega úr leik í sex vikur eftir fótameiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í dag, en þannig vill til að fyrsti leikur Englendinga á HM í sumar er einmitt nákvæmlega eftir sex vikur. Það verða því spennuþrungnar vikur hjá ensku stuðningsmönnunum fram að HM, því hinn byrjunarliðsmaðurinn í landsliðinu, Michael Owen, er langt frá því að vera búinn að jafna sig af sínum meiðslum eins og hann greindi frá í dag.

Sport