Logi Geirsson situr fyrir svörum 30. apríl 2006 11:44 Logi Geirsson, atvinnumaður í handbolta situr fyrir svörum hjá Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. Á forsíðu Vísis hefur verið hægt að senda spurningar á Loga sem hann hefur nú svarað og afraksturinn má lesa hér á Vísi og í Fréttablaðinu í dag. Guðmundur Guðmundsson, Kópasker, 20 ára Spurning: Hver er þín fyrirmynd í handboltanum? Svar: Faðir minn Geir Hallsteinsson. María, Reykjavík, 15 áraMeð hvaða liði helduru í fótbolta? Enska og íslenska. Ég veit ekkert um enska en held samt með Eiði Smára og á Íslandi er það FH. Jón Stefánsson, Kópavogi, 51 ársAuk þess að vera mjög góður í þinni íþrótt, hefur þú vakið aðdáun fyrir að vera góð fyrirmynd og góður drengur. Fyrir heimasíðuna sem þú heldur úti og fyrir gott starf þitt með ungu fólki, svo og fyrir þau góðverk sem þú hefur unnið með ferðaboðum fyrir fatlað fólk á þínar slóðir úti, áttu sérstakt hrós skilið. Í mínum huga á ég aðeins eina spurningu til. Hvers vegna geta ekki fleiri íþróttamenn á erlendri grundu verið eins og þú? Takk kærlega fyrir hrósið en er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu. Ég er bara þannig af guði gerður að mér finnst gaman að hjálpa fólki og þá sérstaklega þeim sem minna mega sín. Ég er alveg klár á því að það eru margir eins og ég þó að þeir gangi ekki það langt að sýna það í verki. Halldór Logi, Akureyri, 17 ára Hvað ráðleggur þú með mataræði? Það er mjög misjafnt eftir fólki hvað sé gott fyrir það og hvað ekki. Auðvita mæli ég með að borða oft yfir daginn, hollt og hreyfa sig með, það er hin fullkonma formula. Hinrik Geir, Hafnarfjörður, 15 áraHvernig fórstu að því að verða svona ógeðslega góður á einu ári eftir að þú fórst í atvinnumennskuna og hvernig líður þér í Lemgo? Ég vissi að ef ég kæmist í aðstæður sem gætu gert mig betri þá myndi ég nýta mér það og er enn að læra og bæta mig. Varðandi hvernig mér líður þá er Lemgo fullkominn staður fyrir mig, ég er svakalega hamingjusamur og það fer vel um mig. Christian Marel, Hafnarfjörður, 9 áraHvernig borðar þú á leikdag? Ég borða bara það sem ég finn í ísskápnum en yfirleitt er það hollt og næringarríkt. Ég er lítið í því að þurfa alltaf að borða það sama á leikdag. Axel, Hafnarfjörður, 15 áraHvernig aukaæfingar gerðir þú til að ná langt? Handbolti er þannig að hann er samsettur af mörgum þáttum. Úthald, skot, snerpa, og lyftingar eru hluti af því og ég ákvað að gefa mér meiri tíma í æfingarnar og bæta mig á öllum sviðum. „Mikilvægasta af öllu er samt hvernig þú hugsar" Friðrik Dór Jónsson, Hafnarfjörður, 18 áraHvernig er að búa með Ásgeiri Erni þarna úti? Það er alger snilld og gæti ég vart hugsað mér betri nágranna. Grétar, Hafnarfjörður, 28 áraHvaða leikmann værir þú til í að sjá keyptann til Lemgo? Aron Pálmarsson, Ólaf Stefánsson og Svavar Vignis. Halldór, Reykjavík, 37 áraHver er efnilegasti leikmaður Íslands í dag? Það eru margir mjög góðir hef ég heyrt en látum þá bara sjálfa svara því á vellinum á næstu 2 árum. Eyþór Grétar Grétarsson, Reykjavík, 20 áraHver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ég er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Egill Örn Bjarnason, Hafnarfjörður, 24 ára Hvernig er hægt að vera svona ótrúlega svalur gaur og drullugóður í handbolta samtímis? Hahaha, ég ætla ekki að upplýsa leyndarmálinu. Axel Sigurður Axelsson, Keflavík, 29 áraÉg heyrði að þú værir hryllilega lélegur í borðtennis en settir mikinn metnað í að verða betri. Ertu eithvað að æfa þig á því sviði ? Ef að ég er lélegur í borðtennis þá ert þú Osama bin Laden. Eyrún Eva Þrastardóttir, Reykjavik, 28 ára Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað með? Volker Zerbe leikmaður Lemgo sem er 2.11 cm á hæð er ótrúlegur leikmaður, einnig Brynjar Geirsson sem hefði getað auðveldlega farið sömu leið og ég. Leifur Óskarsson, Kópavogur, 16 áraHvernig undirbýrðu þig andlega fyrir leiki? Það er ekkert auðvelt að lýsa þessu en ég kúppla mig í gírinn rétt fyrir leik og einbeiti mér að handboltanum í þessar 60 mínútur sem hann stendur. Halldóra Sigríður, Svalbarðsströnd, 12 ára Hvað borðar þú í morgunmat? Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins og ég reyni að borða sem fjölbreyttast. Jógúrt, morgunkorn, brauð og vítamínin eins og lýsis tvennuna sem klikkar ekki. Birgir Steinar Birgisson, Reykjavík, 14 áraHver er erfiðasti andstæðingurinn? Hver er skemmtilegasti samherjinn? Ég hef aldrei lent virkilega á einhverjum sem hefur verið eitthvað svakalegur, mér finnst allir miserfiðir. Skemmtilegasti er Hilmar Þór Guðmundsson. Pálína, sveitastelpa, 15 ára Hver er uppáhalds Pottþétt diskurinn þinn? Pottþétt 2, ég vann danskeppni í grunnskólanum með einu lagi af þeim disk;). Óskar Jónsson, KópavogiHvað ilm notar Logi Geirsson þegar að hann fer á veiðar? Ef ég fer á veiðar þá er ég með HAGLABYSSU annars ef þú ert að meina út á lífið þá nota ég Skulpture sem er rosalega góð. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri, 15 áraHvaða stöðu spilaðirðu í yngri flokkunum? Ég spilaði allar stöður og sem markmaður líka, það er nauðsynlegt að prófa sem mest. Karl Fannar Sævarsson, Vesturás 10, 18 áraHvernig farartæki átt þú? Ég á lítið mini Harley Davidson mótorhjól og svartan BMW blæjubíl. Brynja Guðmundsdóttir, Reykjavík, 13 ára Fílarðu Silvíu Nótt? Ég var með henni í grunnskóla og fannst hún alltaf fín. Ragnar Daníel Guðnason, Akureyri, 13 áraNúmer hvað notarðu af skóm? 44 og 2/3. Pétur Óskar Sigurðsson, Boston, 21 árs Mig langaði til að spyrja þig hver besti framherjinn er í Landsbankadeildinni heima á Íslandi? Það eru nokkrir mjög góðir, en sá sem ég held að skari framúr sé FHingurinn Pétur Sig í samfloti við Tómas Leifsson. Jón Heiðar Sveinsson, Breiðholt, 16 áraÞekkirðu Gillzenegger? Já Jón Heiðar Sveinsson, Breiðholt, 16 áraHver er uppáhalds nuddarinn þinn? Ég á engan uppáhalds nuddara, við í Lemgo erum samt með einhverja 7 nuddara og hver góður á sinn hátt. Steinunn Guðmundsdóttir, Seltjarnarnes, 22 ára Hverju leitar þú eftir helst í fari kvenna. Hvort líst þér betur á dökkhærðar stelpur eða ljóshærðar? Ég leita ekki eftir neinu sérstöku, finnst mikilvægt að þær séu lífsglaðar og jákvæðar enda er ekkert gaman af lífinu öðruvísi. Ljóshærðar, dökkhærðar eða rauðhærðar eru ekki aðalmálið, hver og ein er fögur á sinn hátt. Sigurður Freyr Sigurðsson, Kópavogur, 23 áraHvernig ferðu að því að vera alltaf svona jákvæður þegar erfiðir tímar koma, eins og meiðsli og annað? Ég hugsa alltaf að það komi betri tímar, og það komi alltaf eitthvað meira. „Þegar þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka". Snorri Rafn, 11 ára Hvað er draumaliðið að spila með? Ég er í draumaliðinu eins og er. Haraldur Jón, Ísafjörður, 25 áraEinu sinni mættir þú í stúdíó í sjónvarpinu og varst að ræða fótbolta. Þú sagðist halda með Everton en vissir álíka mikið um þá í þessum þætti og um útflutning á furu frá Nígeríu. Varstu að grínast þarna, eða fylgistu lítið með fótbolta? Heyrðu talandi um furu, hehe. Ég man ekki eftir þessu en ég fylgist sama og ekki neitt með fótbolta nema þá Sverri Garðars. Halldór Brynjar Halldórsson, Akureyri, 21 ársHvernig nærðu að vera svona fallega brúnn? Hehe, sólbað á sumrin og comodynes á veturnar. Gaui, Garðabær, 29 ára Ertu hjátrúafullur? Ef svo er hvernig þá? Hjátrúin mín er að hafa enga hjátrú. Kristinn Ólafsson, Seltjarnarnes, 12 áraHver er besti handboltamaðurinn á Íslandi og hver er bestur í útlöndum? Besti á Íslandi væri Tite í stjörnunni og bestur í útlöndum er Balic. Kristinn Ólafsson, Seltjarnarnes, 12 áraHvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa handbolta? Það var um 5 ára aldurinn. Ásgeir Ásgeirsson, Hafnarfjörður, 23 ára Hvernig vinnurðu í "taninu" og hvað er dýrasta klipping sem þú hefur farið í? Ég er að maka á mig brúnkuklútum fyrir leiki en annars reyni ég bara að kíkja létt á sólina. Hallgrímur Freyr Adolfsson, Borgarnes, 19 áraVerður þú meira var við að konur séu að reyna við þig eftir að þú gerðist atvinnumaður? Já. Hinrik Hilmarsson, Reykjavík, 48 áraGetur þú hugsað þér að verða atvinnukylfusveinn? Nei frekar atvinnu-Golfari. Halldór, Reykjavík, 22 áraErtu að stúdera eitthvað meðfram handboltanum? Ef svo er, hvernig gengur það? Er að fara að rústa viðskiptafræðinni á Bifröst svo er ég að lesa sjálfur um sálfræði og hamingjuna. Hafsteinn, Siglufjörður, 15 áraEr vel borgað í Þýsku úrvalsdeildinni? Er þetta eithvað miðað við það sem Eiður Smári er að fá borgað? Ef þú getur eitthvað þá getur maður alveg keypt sér pulsu og kók. Held að Eiður hljóti að fá mun meira enda er markaðurinn einfaldlega þannig. Þráinn Stefánsson, Reykjavík, 44 ára Þú ert greinilega drengur góður. Hefur látið þér annt um langveik börn t.d. Gefur þetta þér mikið? Já ég lít bara á þetta sem sjálfsagðan hlut og gaman að geta gefið af sér, aðallega á þetta að gefa börnunum minningar og gleði. Sigþór, Reykjavík, 15 áraHver er einkennilegasti herbergisfélagi sem þú hefur átt í landsliðum? Sigurður Eggertsson Valsari er þar lang efstur á lista. Bjarni Ólafsson, Akureyri, 9 áraHver er gáfaðasta manneskja sem þú þekkir? Vivian Ólafsdóttir. Teitur Björn Einarsson, Reykjavík, 26 áraTil að spila handbolta, hvort sem er á Íslandi eða Þýskalandi, þarf maður þá að fá sér húðflúr á líkamann, aflita hárið og vera heltanaður, eða er það bara lífsmáti? Lifestyle. Sturla Jökulsson, Hafnarfjörður, 12 áraHvaða fótbolta manni myndir þú vilja spila með í handbolta Sverrir Garðarsson knattspyrnumaður í FH og svo Cantona. Hrund, Kópavogur, 13 áraSaknarðu aldrei Íslands? langar þig aldrei að flytja aftur heim? Ég kem til með að búa á Íslandi í framtíðinni og sakna þess voðalega lítið því ég flýg bara heim ef mig langar það. Þetta eru bara 3 tímar, „Braveheart". Halldór, Reykjavík, 34 áraHvort ertu hnakki eða trefill? Ég er með minn eigin stíl sem fellur hvorki undir hnakka né trefla. Dísa, Hafnarfjörður, 18 áraHvernig gengur með gel framleiðsluna þína og hvað heitir það? Það gengur fínt og ég er ekkert að flýta mér með þetta enda er þetta eins og staðan er í dag bara til einkanota. Það heitir L&V. Bjarni Ólafsson, Akureyri, 9 áraÁttu gæludýr? Eins og staðan er í dag nei. Garðar Jónsson, Akranes, 43 áraHvaða handboltamenn, fyrr og síðar myndir þú velja í þitt draumalið? Markmenn: Jörg Zereike (Lemgo), Jan Holpert (Flensburg). Vinstra horn: Jochen Fratz, Christiansen, Jakopsen og Aron Pálmarson Vinstri Skytta: Logi Geirsson og Brynjar Geirsson Miðja: Geir Hallsteinsson og Balic Hægri skytta: Óli Stef, Einar Hólmgeirs og Carejevic Hægra horn: Bjarki Sig (Báðir) og Dzomba Lína:Schwartzer og Svarvar Vignis Edith Ósk, Húsavík, 16 ára spurning: hvað tekur langan tíma að græja hárið? Hámark 30 sek því ég er í góðri æfingu. Björgvin Pétur Sigurjónsson, Hafnafjörður, 16 áraHvenær á svo að krúnuraka sig? þú yrðir flottur þannig. Á mánudaginn ef við töpum leiknum á móti Göppingen!!! Jón Arnar Magnússon, Reykjavik, 25 Varstu prakkari þegar þú varst yngri? Já svei mér þá ef það leyndist ekki smá púki í mér á yngri árum. Oddur Gretarsson, Akureyri, 16 áraHvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá þér? Vakna ánægður og þakklátur fyrir allt sem ég á og tek öllu sem mig hendir á jákvæðan hátt. Venjulegur dagur innheldur æfingar, góðan mat, elska, hugsa og sofa. Sveinn Arnarsson, Akureyri, 22 áraSamkvæmt öruggum heimildum fórstu út að hlaupa um nætur til að vera fljótari en Sverrir Garðarsson, knattspyrnumaður í FH, með einhvern ákveðinn hring sem þið hlupuð oft. Er það rétt? Já það passar, við tókum spretthlaup á nóttunni í kringum tjörnina niðri í bæ. Siggi Hlö, Kópavogur, 38 áraHvernig ertu í golfi? Hver er forgjöfin þín? Ertu betri eða verri golfari en Brynjar bróðir þinn? Ég er alveg þokkalega góður, ég er með 15 í forgjöf á góðum degi, ég myndi segja að Brynjar væri aðeins á undan mér. Ingólfur Ragnar Axelsson, Reykjavík, 23 áraHver er kynþokkafyllsti sköllótti leikmaðurinn í heiminum í dag? Ef þú fengið boð um að vera heiðursfélagi í stuðningsmannaklúbbi leikmanns nr 4 hjá Fylki ætlarðu að þiggja það? Ingólfur Axelsson af öðrum ólöstuðum og ég myndi væntanlega þiggja boðið já. Ásgeir Ásgeirsson, Hafnarfjörður, 34 áraHvernig helduru þér mótíveruðum í gymminu? Hlusta á góða tónlist og er búinn að ákveða æfinguna áður en ég mæti í gymið. Allt gerist tvisvar, fyrst í hausnum svo í raunveruleikanum. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri. 15 áraHvor tekur meira í bekkpressu, þú eða Ásgeir Örn? Hvað eruð þið að taka mikið? Ertu að djóka í mér eða! Auðvita ég, ég gæti bætt Ásgeiri við á stöngina. Arnar Daði, 14 áraHvaða tegund af geli mælir þú með? Hvaða tegund notar þú yfirleitt? Er það hjátrú hjá þér að nota mikið efni í hárið? Ég mæli með Lagoom og nota það oftast. Þetta er engin hjátrú, finnst bara gaman að vera vel til fara og hárið er bara bonus. Hafdis, útlönd, 21 ársHvað þýðir eiginlega tattoid á kálfanum á þér? L&I23= Nafnið mitt og tölurnar 1-2og 3. Sigurður Örn Þorsteinsson, Reykjavík, 10 áraBeinbrotnaðir þú í æsku? Ef svo er hafði það einhver áhrif? Já það kom fyrir en hafði engin áhrif, „Allt sem ekki drepur mann styrkir mann". Andri Þór Valsson, Akureyri, 16 áraHvert er þitt helsta markmið sem íþróttamaður og hvert er stærsta augnablik ferilsins hingað til? Verða besti handboltamaður í heimi og stærsta augnablikið verður núna sunnudaginn 30. apríl því þá get ég orðið Evrópumeistari. Atli Fjölnisson, Hafnarfjörður, 9 áraHver var fyrirmynd þín í handbolta þegar þú varst yngri? Þegar ég var yngri þá hafði ég enga sérstaka fyrirmynd. Rut Sigurjónsdóttir, Hafnarfjörður, 19 áraErtu litað/aflitað hár?, ef svo er hvar læturðu lita það? Ég fæ mér strípur á 2 mánaða fresti og geri það á stofu sem heitir Haarmony hér í Lemgo. Jóhann, Hafnarfjörður, 23 ára Hvernig væri draumaliðið þitt í heiminum í dag? Það eru svo rosalega margir góðir í Handbolta í heiminum í dag að það er varla hægt að velja það. Óðinn, KópavogurÞegar ferlinum lýkur er ekki líklegast að þú snúir þér að pólitík og ef svo verður fyrir hvaða flokk myndir þú bjóða þig fram fyrir? Ég held að pólitíkin muni ekki notast við starfskrafta mína í framtíðinni því leiðir mínar liggja ekki þangað eins og staðan er í dag. Davíð Þór Kristjánsson, Reykjavík, 33 áraEf þú kæmir heim til að enda feril þinn, og Haukar væru enn í fremstu röð og myndu leita til þín til að styrkja sig fyrir Evróputitil og þú sæir að liðið væri nógur sterkt til að landa svoleiðis dós. Myndir þú slá til? Ég hef sama og ekki neitt á móti Haukum en ég held að ég myndi bara vera í mínu liði FH og berjast með þeim. Sigtryggur, Hafnarfjörður, 45 ára Þú sem dæmigerður Hnakki - Fylgirðu Bíblíu fallega fólksins í einu og öllu? Í fyrsta lagi þá er ég ekki hnakki og í öðru lagi þá á ég ekki bókina. Benedikt Grétarsson, Kópavogur, 34 áraErtu buinn að fyrirgefa Vigni að rugla i harinu a þer i Haukar -FH leiknum um arið? Nei, en hann heldur það samt. Jóhannes Ægir Óskarsson, Hafnarfjörður., 30 áraHver er þín versta lífsreynsla af ökutækjum? Þegar ég var að reyna að bruna yfir stóra Á á fjórhjólinu mínu þegar ég var 14 ára, þið getið reiknað afgangin sjálf. Sigurgeir Árni Ægisson, Stór-Hafnarfjarðarsvæðið, 26 ára Stefnir þú enn á að setjast í stól bankastjóra þegar ferlinum lýkur? Já það er alveg klárt mál að það er þangað sem leiðin liggur eftir boltann, alveg eins og ég tjáði þér 2001. Árni, Reykjavík, 22 áraHvað varstu þungur áður en þú fórst í atvinnumennskuna og hversu þungur og hár ertu núna? Ég var rúmlega 90 kg og nú í dag er ég 95 kg. Íþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Sjá meira
Logi Geirsson, atvinnumaður í handbolta situr fyrir svörum hjá Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. Á forsíðu Vísis hefur verið hægt að senda spurningar á Loga sem hann hefur nú svarað og afraksturinn má lesa hér á Vísi og í Fréttablaðinu í dag. Guðmundur Guðmundsson, Kópasker, 20 ára Spurning: Hver er þín fyrirmynd í handboltanum? Svar: Faðir minn Geir Hallsteinsson. María, Reykjavík, 15 áraMeð hvaða liði helduru í fótbolta? Enska og íslenska. Ég veit ekkert um enska en held samt með Eiði Smára og á Íslandi er það FH. Jón Stefánsson, Kópavogi, 51 ársAuk þess að vera mjög góður í þinni íþrótt, hefur þú vakið aðdáun fyrir að vera góð fyrirmynd og góður drengur. Fyrir heimasíðuna sem þú heldur úti og fyrir gott starf þitt með ungu fólki, svo og fyrir þau góðverk sem þú hefur unnið með ferðaboðum fyrir fatlað fólk á þínar slóðir úti, áttu sérstakt hrós skilið. Í mínum huga á ég aðeins eina spurningu til. Hvers vegna geta ekki fleiri íþróttamenn á erlendri grundu verið eins og þú? Takk kærlega fyrir hrósið en er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu. Ég er bara þannig af guði gerður að mér finnst gaman að hjálpa fólki og þá sérstaklega þeim sem minna mega sín. Ég er alveg klár á því að það eru margir eins og ég þó að þeir gangi ekki það langt að sýna það í verki. Halldór Logi, Akureyri, 17 ára Hvað ráðleggur þú með mataræði? Það er mjög misjafnt eftir fólki hvað sé gott fyrir það og hvað ekki. Auðvita mæli ég með að borða oft yfir daginn, hollt og hreyfa sig með, það er hin fullkonma formula. Hinrik Geir, Hafnarfjörður, 15 áraHvernig fórstu að því að verða svona ógeðslega góður á einu ári eftir að þú fórst í atvinnumennskuna og hvernig líður þér í Lemgo? Ég vissi að ef ég kæmist í aðstæður sem gætu gert mig betri þá myndi ég nýta mér það og er enn að læra og bæta mig. Varðandi hvernig mér líður þá er Lemgo fullkominn staður fyrir mig, ég er svakalega hamingjusamur og það fer vel um mig. Christian Marel, Hafnarfjörður, 9 áraHvernig borðar þú á leikdag? Ég borða bara það sem ég finn í ísskápnum en yfirleitt er það hollt og næringarríkt. Ég er lítið í því að þurfa alltaf að borða það sama á leikdag. Axel, Hafnarfjörður, 15 áraHvernig aukaæfingar gerðir þú til að ná langt? Handbolti er þannig að hann er samsettur af mörgum þáttum. Úthald, skot, snerpa, og lyftingar eru hluti af því og ég ákvað að gefa mér meiri tíma í æfingarnar og bæta mig á öllum sviðum. „Mikilvægasta af öllu er samt hvernig þú hugsar" Friðrik Dór Jónsson, Hafnarfjörður, 18 áraHvernig er að búa með Ásgeiri Erni þarna úti? Það er alger snilld og gæti ég vart hugsað mér betri nágranna. Grétar, Hafnarfjörður, 28 áraHvaða leikmann værir þú til í að sjá keyptann til Lemgo? Aron Pálmarsson, Ólaf Stefánsson og Svavar Vignis. Halldór, Reykjavík, 37 áraHver er efnilegasti leikmaður Íslands í dag? Það eru margir mjög góðir hef ég heyrt en látum þá bara sjálfa svara því á vellinum á næstu 2 árum. Eyþór Grétar Grétarsson, Reykjavík, 20 áraHver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ég er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Egill Örn Bjarnason, Hafnarfjörður, 24 ára Hvernig er hægt að vera svona ótrúlega svalur gaur og drullugóður í handbolta samtímis? Hahaha, ég ætla ekki að upplýsa leyndarmálinu. Axel Sigurður Axelsson, Keflavík, 29 áraÉg heyrði að þú værir hryllilega lélegur í borðtennis en settir mikinn metnað í að verða betri. Ertu eithvað að æfa þig á því sviði ? Ef að ég er lélegur í borðtennis þá ert þú Osama bin Laden. Eyrún Eva Þrastardóttir, Reykjavik, 28 ára Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað með? Volker Zerbe leikmaður Lemgo sem er 2.11 cm á hæð er ótrúlegur leikmaður, einnig Brynjar Geirsson sem hefði getað auðveldlega farið sömu leið og ég. Leifur Óskarsson, Kópavogur, 16 áraHvernig undirbýrðu þig andlega fyrir leiki? Það er ekkert auðvelt að lýsa þessu en ég kúppla mig í gírinn rétt fyrir leik og einbeiti mér að handboltanum í þessar 60 mínútur sem hann stendur. Halldóra Sigríður, Svalbarðsströnd, 12 ára Hvað borðar þú í morgunmat? Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins og ég reyni að borða sem fjölbreyttast. Jógúrt, morgunkorn, brauð og vítamínin eins og lýsis tvennuna sem klikkar ekki. Birgir Steinar Birgisson, Reykjavík, 14 áraHver er erfiðasti andstæðingurinn? Hver er skemmtilegasti samherjinn? Ég hef aldrei lent virkilega á einhverjum sem hefur verið eitthvað svakalegur, mér finnst allir miserfiðir. Skemmtilegasti er Hilmar Þór Guðmundsson. Pálína, sveitastelpa, 15 ára Hver er uppáhalds Pottþétt diskurinn þinn? Pottþétt 2, ég vann danskeppni í grunnskólanum með einu lagi af þeim disk;). Óskar Jónsson, KópavogiHvað ilm notar Logi Geirsson þegar að hann fer á veiðar? Ef ég fer á veiðar þá er ég með HAGLABYSSU annars ef þú ert að meina út á lífið þá nota ég Skulpture sem er rosalega góð. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri, 15 áraHvaða stöðu spilaðirðu í yngri flokkunum? Ég spilaði allar stöður og sem markmaður líka, það er nauðsynlegt að prófa sem mest. Karl Fannar Sævarsson, Vesturás 10, 18 áraHvernig farartæki átt þú? Ég á lítið mini Harley Davidson mótorhjól og svartan BMW blæjubíl. Brynja Guðmundsdóttir, Reykjavík, 13 ára Fílarðu Silvíu Nótt? Ég var með henni í grunnskóla og fannst hún alltaf fín. Ragnar Daníel Guðnason, Akureyri, 13 áraNúmer hvað notarðu af skóm? 44 og 2/3. Pétur Óskar Sigurðsson, Boston, 21 árs Mig langaði til að spyrja þig hver besti framherjinn er í Landsbankadeildinni heima á Íslandi? Það eru nokkrir mjög góðir, en sá sem ég held að skari framúr sé FHingurinn Pétur Sig í samfloti við Tómas Leifsson. Jón Heiðar Sveinsson, Breiðholt, 16 áraÞekkirðu Gillzenegger? Já Jón Heiðar Sveinsson, Breiðholt, 16 áraHver er uppáhalds nuddarinn þinn? Ég á engan uppáhalds nuddara, við í Lemgo erum samt með einhverja 7 nuddara og hver góður á sinn hátt. Steinunn Guðmundsdóttir, Seltjarnarnes, 22 ára Hverju leitar þú eftir helst í fari kvenna. Hvort líst þér betur á dökkhærðar stelpur eða ljóshærðar? Ég leita ekki eftir neinu sérstöku, finnst mikilvægt að þær séu lífsglaðar og jákvæðar enda er ekkert gaman af lífinu öðruvísi. Ljóshærðar, dökkhærðar eða rauðhærðar eru ekki aðalmálið, hver og ein er fögur á sinn hátt. Sigurður Freyr Sigurðsson, Kópavogur, 23 áraHvernig ferðu að því að vera alltaf svona jákvæður þegar erfiðir tímar koma, eins og meiðsli og annað? Ég hugsa alltaf að það komi betri tímar, og það komi alltaf eitthvað meira. „Þegar þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka". Snorri Rafn, 11 ára Hvað er draumaliðið að spila með? Ég er í draumaliðinu eins og er. Haraldur Jón, Ísafjörður, 25 áraEinu sinni mættir þú í stúdíó í sjónvarpinu og varst að ræða fótbolta. Þú sagðist halda með Everton en vissir álíka mikið um þá í þessum þætti og um útflutning á furu frá Nígeríu. Varstu að grínast þarna, eða fylgistu lítið með fótbolta? Heyrðu talandi um furu, hehe. Ég man ekki eftir þessu en ég fylgist sama og ekki neitt með fótbolta nema þá Sverri Garðars. Halldór Brynjar Halldórsson, Akureyri, 21 ársHvernig nærðu að vera svona fallega brúnn? Hehe, sólbað á sumrin og comodynes á veturnar. Gaui, Garðabær, 29 ára Ertu hjátrúafullur? Ef svo er hvernig þá? Hjátrúin mín er að hafa enga hjátrú. Kristinn Ólafsson, Seltjarnarnes, 12 áraHver er besti handboltamaðurinn á Íslandi og hver er bestur í útlöndum? Besti á Íslandi væri Tite í stjörnunni og bestur í útlöndum er Balic. Kristinn Ólafsson, Seltjarnarnes, 12 áraHvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa handbolta? Það var um 5 ára aldurinn. Ásgeir Ásgeirsson, Hafnarfjörður, 23 ára Hvernig vinnurðu í "taninu" og hvað er dýrasta klipping sem þú hefur farið í? Ég er að maka á mig brúnkuklútum fyrir leiki en annars reyni ég bara að kíkja létt á sólina. Hallgrímur Freyr Adolfsson, Borgarnes, 19 áraVerður þú meira var við að konur séu að reyna við þig eftir að þú gerðist atvinnumaður? Já. Hinrik Hilmarsson, Reykjavík, 48 áraGetur þú hugsað þér að verða atvinnukylfusveinn? Nei frekar atvinnu-Golfari. Halldór, Reykjavík, 22 áraErtu að stúdera eitthvað meðfram handboltanum? Ef svo er, hvernig gengur það? Er að fara að rústa viðskiptafræðinni á Bifröst svo er ég að lesa sjálfur um sálfræði og hamingjuna. Hafsteinn, Siglufjörður, 15 áraEr vel borgað í Þýsku úrvalsdeildinni? Er þetta eithvað miðað við það sem Eiður Smári er að fá borgað? Ef þú getur eitthvað þá getur maður alveg keypt sér pulsu og kók. Held að Eiður hljóti að fá mun meira enda er markaðurinn einfaldlega þannig. Þráinn Stefánsson, Reykjavík, 44 ára Þú ert greinilega drengur góður. Hefur látið þér annt um langveik börn t.d. Gefur þetta þér mikið? Já ég lít bara á þetta sem sjálfsagðan hlut og gaman að geta gefið af sér, aðallega á þetta að gefa börnunum minningar og gleði. Sigþór, Reykjavík, 15 áraHver er einkennilegasti herbergisfélagi sem þú hefur átt í landsliðum? Sigurður Eggertsson Valsari er þar lang efstur á lista. Bjarni Ólafsson, Akureyri, 9 áraHver er gáfaðasta manneskja sem þú þekkir? Vivian Ólafsdóttir. Teitur Björn Einarsson, Reykjavík, 26 áraTil að spila handbolta, hvort sem er á Íslandi eða Þýskalandi, þarf maður þá að fá sér húðflúr á líkamann, aflita hárið og vera heltanaður, eða er það bara lífsmáti? Lifestyle. Sturla Jökulsson, Hafnarfjörður, 12 áraHvaða fótbolta manni myndir þú vilja spila með í handbolta Sverrir Garðarsson knattspyrnumaður í FH og svo Cantona. Hrund, Kópavogur, 13 áraSaknarðu aldrei Íslands? langar þig aldrei að flytja aftur heim? Ég kem til með að búa á Íslandi í framtíðinni og sakna þess voðalega lítið því ég flýg bara heim ef mig langar það. Þetta eru bara 3 tímar, „Braveheart". Halldór, Reykjavík, 34 áraHvort ertu hnakki eða trefill? Ég er með minn eigin stíl sem fellur hvorki undir hnakka né trefla. Dísa, Hafnarfjörður, 18 áraHvernig gengur með gel framleiðsluna þína og hvað heitir það? Það gengur fínt og ég er ekkert að flýta mér með þetta enda er þetta eins og staðan er í dag bara til einkanota. Það heitir L&V. Bjarni Ólafsson, Akureyri, 9 áraÁttu gæludýr? Eins og staðan er í dag nei. Garðar Jónsson, Akranes, 43 áraHvaða handboltamenn, fyrr og síðar myndir þú velja í þitt draumalið? Markmenn: Jörg Zereike (Lemgo), Jan Holpert (Flensburg). Vinstra horn: Jochen Fratz, Christiansen, Jakopsen og Aron Pálmarson Vinstri Skytta: Logi Geirsson og Brynjar Geirsson Miðja: Geir Hallsteinsson og Balic Hægri skytta: Óli Stef, Einar Hólmgeirs og Carejevic Hægra horn: Bjarki Sig (Báðir) og Dzomba Lína:Schwartzer og Svarvar Vignis Edith Ósk, Húsavík, 16 ára spurning: hvað tekur langan tíma að græja hárið? Hámark 30 sek því ég er í góðri æfingu. Björgvin Pétur Sigurjónsson, Hafnafjörður, 16 áraHvenær á svo að krúnuraka sig? þú yrðir flottur þannig. Á mánudaginn ef við töpum leiknum á móti Göppingen!!! Jón Arnar Magnússon, Reykjavik, 25 Varstu prakkari þegar þú varst yngri? Já svei mér þá ef það leyndist ekki smá púki í mér á yngri árum. Oddur Gretarsson, Akureyri, 16 áraHvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá þér? Vakna ánægður og þakklátur fyrir allt sem ég á og tek öllu sem mig hendir á jákvæðan hátt. Venjulegur dagur innheldur æfingar, góðan mat, elska, hugsa og sofa. Sveinn Arnarsson, Akureyri, 22 áraSamkvæmt öruggum heimildum fórstu út að hlaupa um nætur til að vera fljótari en Sverrir Garðarsson, knattspyrnumaður í FH, með einhvern ákveðinn hring sem þið hlupuð oft. Er það rétt? Já það passar, við tókum spretthlaup á nóttunni í kringum tjörnina niðri í bæ. Siggi Hlö, Kópavogur, 38 áraHvernig ertu í golfi? Hver er forgjöfin þín? Ertu betri eða verri golfari en Brynjar bróðir þinn? Ég er alveg þokkalega góður, ég er með 15 í forgjöf á góðum degi, ég myndi segja að Brynjar væri aðeins á undan mér. Ingólfur Ragnar Axelsson, Reykjavík, 23 áraHver er kynþokkafyllsti sköllótti leikmaðurinn í heiminum í dag? Ef þú fengið boð um að vera heiðursfélagi í stuðningsmannaklúbbi leikmanns nr 4 hjá Fylki ætlarðu að þiggja það? Ingólfur Axelsson af öðrum ólöstuðum og ég myndi væntanlega þiggja boðið já. Ásgeir Ásgeirsson, Hafnarfjörður, 34 áraHvernig helduru þér mótíveruðum í gymminu? Hlusta á góða tónlist og er búinn að ákveða æfinguna áður en ég mæti í gymið. Allt gerist tvisvar, fyrst í hausnum svo í raunveruleikanum. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri. 15 áraHvor tekur meira í bekkpressu, þú eða Ásgeir Örn? Hvað eruð þið að taka mikið? Ertu að djóka í mér eða! Auðvita ég, ég gæti bætt Ásgeiri við á stöngina. Arnar Daði, 14 áraHvaða tegund af geli mælir þú með? Hvaða tegund notar þú yfirleitt? Er það hjátrú hjá þér að nota mikið efni í hárið? Ég mæli með Lagoom og nota það oftast. Þetta er engin hjátrú, finnst bara gaman að vera vel til fara og hárið er bara bonus. Hafdis, útlönd, 21 ársHvað þýðir eiginlega tattoid á kálfanum á þér? L&I23= Nafnið mitt og tölurnar 1-2og 3. Sigurður Örn Þorsteinsson, Reykjavík, 10 áraBeinbrotnaðir þú í æsku? Ef svo er hafði það einhver áhrif? Já það kom fyrir en hafði engin áhrif, „Allt sem ekki drepur mann styrkir mann". Andri Þór Valsson, Akureyri, 16 áraHvert er þitt helsta markmið sem íþróttamaður og hvert er stærsta augnablik ferilsins hingað til? Verða besti handboltamaður í heimi og stærsta augnablikið verður núna sunnudaginn 30. apríl því þá get ég orðið Evrópumeistari. Atli Fjölnisson, Hafnarfjörður, 9 áraHver var fyrirmynd þín í handbolta þegar þú varst yngri? Þegar ég var yngri þá hafði ég enga sérstaka fyrirmynd. Rut Sigurjónsdóttir, Hafnarfjörður, 19 áraErtu litað/aflitað hár?, ef svo er hvar læturðu lita það? Ég fæ mér strípur á 2 mánaða fresti og geri það á stofu sem heitir Haarmony hér í Lemgo. Jóhann, Hafnarfjörður, 23 ára Hvernig væri draumaliðið þitt í heiminum í dag? Það eru svo rosalega margir góðir í Handbolta í heiminum í dag að það er varla hægt að velja það. Óðinn, KópavogurÞegar ferlinum lýkur er ekki líklegast að þú snúir þér að pólitík og ef svo verður fyrir hvaða flokk myndir þú bjóða þig fram fyrir? Ég held að pólitíkin muni ekki notast við starfskrafta mína í framtíðinni því leiðir mínar liggja ekki þangað eins og staðan er í dag. Davíð Þór Kristjánsson, Reykjavík, 33 áraEf þú kæmir heim til að enda feril þinn, og Haukar væru enn í fremstu röð og myndu leita til þín til að styrkja sig fyrir Evróputitil og þú sæir að liðið væri nógur sterkt til að landa svoleiðis dós. Myndir þú slá til? Ég hef sama og ekki neitt á móti Haukum en ég held að ég myndi bara vera í mínu liði FH og berjast með þeim. Sigtryggur, Hafnarfjörður, 45 ára Þú sem dæmigerður Hnakki - Fylgirðu Bíblíu fallega fólksins í einu og öllu? Í fyrsta lagi þá er ég ekki hnakki og í öðru lagi þá á ég ekki bókina. Benedikt Grétarsson, Kópavogur, 34 áraErtu buinn að fyrirgefa Vigni að rugla i harinu a þer i Haukar -FH leiknum um arið? Nei, en hann heldur það samt. Jóhannes Ægir Óskarsson, Hafnarfjörður., 30 áraHver er þín versta lífsreynsla af ökutækjum? Þegar ég var að reyna að bruna yfir stóra Á á fjórhjólinu mínu þegar ég var 14 ára, þið getið reiknað afgangin sjálf. Sigurgeir Árni Ægisson, Stór-Hafnarfjarðarsvæðið, 26 ára Stefnir þú enn á að setjast í stól bankastjóra þegar ferlinum lýkur? Já það er alveg klárt mál að það er þangað sem leiðin liggur eftir boltann, alveg eins og ég tjáði þér 2001. Árni, Reykjavík, 22 áraHvað varstu þungur áður en þú fórst í atvinnumennskuna og hversu þungur og hár ertu núna? Ég var rúmlega 90 kg og nú í dag er ég 95 kg.
Íþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Sjá meira