Íþróttir

Fréttamynd

Edmilson ekki með Brasilíu á HM

Miðjumaðurinn Edmilson sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona, hefur verið settur út úr brasilíska landsliðinu fyrir HM vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu á mánudag. Mineiro úr liði Sao Paulo í Brasilíu hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað. Heimsmeistarar Brasilíu leika í riðli með Áströlum, Japönum og Króötum.

Sport
Fréttamynd

Sendir Miami Detroit í sumarfrí?

Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram á miðnætti í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Miami hefur yfir 3-1 í einvíginu og getur því tryggt sér sæti í úrslitum NBA í fyrsta sinn í 18 ára sögu félagsins með sigri í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong saklaus

Sjálfstæð hollensk rannsóknarnefnd hefur nú skilað ítarlegri 132 síðna skýrslu þar sem sannað þykir að bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong hafi ekki neytt ólöglegra lyfja þegar hann sigraði í Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999 eins og franska dagblaðið L´Equipe hefur lengi haldið fram.

Sport
Fréttamynd

Sharapova áfram þrátt fyrir meiðsli

Maria Sharapova tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í dag þegar hún lagði Ivetu Benesovu 6-4 og 6-1 í dag. Sharapova var í miklum erfiðleikum í fyrstu umferðinni vegna ökklameiðsla, en þau virtust ekki há henni mikið í dag, þar sem hún vann öruggan sigur eftir jafna kepni í fyrsta settinu.

Sport
Fréttamynd

Federer í þriðju umferð

Besti tennisleikari heims, Roger Federer, komst í dag nokkuð örugglega áfram í þriðju umferð opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu 6-1, 6-4 og 6-3 á aðens 86 mínútum. Mikil rigning gerði keppendum nokkuð erfitt fyrir og þurftu mótshaldarar að gera stutt hlé á keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Framlína Chelsea klár fyrir næsta tímabil

Framherjinn Didier Drogba hefur gefið vísbendingar um að nú sé stutt í að Chelsea gangi frá samningi við Andriy Shevchenko. Lyon hafði mikinn áhuga á að fá Drogba til liðs við sig, en nú er ljóst að ekkert verður af því eftir að Drogba sagði útsendara Lyon að Jose Mourinho ætlaði að byggja lið sitt upp með þá Drogba og Shevchenko í framlínunni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Einvígi háð í Kringlunni í dag

Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Wimbledon-mótið sýnt á netinu

Hið fornfræga Wimbledon-mót í tennis verður sent út í beinni útsendingu á netinu í fyrsta skipti í sögunni í ár. Breskum tölvunotendum gefst þá færi á að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu, en bútar með helstu atvikum hvers keppnisdags fyrir sig verða aðgengilegir öllum á fréttavef BBC.

Sport
Fréttamynd

Barcelona talið líklegt til að hreppa Eið Smára

Nú gerist sá orðrómur æ háværari á Englandi og á Spáni að landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Spánarmeistara Barcelona í sumar. Ekkert hefur fengist staðfest í þessum efnum enn sem komið er, en talið er að kaupverð og launakjör gætu orðið spænska liðinu fjötur um fót.

Sport
Fréttamynd

Steinhissa á ákvörðun Celtic

Framherjinn John Hartson segist hafa fengið áfall þegar hann frétti að Celtic hefði samþykkt kauptilboð West Brom í hann. Hartson segist hafa hlakkað mikið til að ljúka ferlinum í Skotlandi og sagðist alls ekki hafa viljað fara frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hefur áhuga á Hilario

Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist hafa áhuga á að fá portúgalska markvörðinn Hilario til Englands sem varamann Petr Cech. Hilario er þrítugur og hefur áður spilað undir stjórn Mourinho þegar hann stýrði liði Porto á árum áður.

Sport
Fréttamynd

Chelsea við það að landa Shevchenko

Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Phoenix jafnaði

Phoenix Suns hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitaeinvíginu í Vesturdeildinni og í nótt burstaði liðið Dallas Mavericks 106-86 á heimavelli sínum og jafnaði metin í 2-2 í seríunni. Raja Bell var óvænt í byrjunarliði Phoenix í nótt, en hann er meiddur á fæti.

Sport
Fréttamynd

Svamlaði í sömu laug og Ronaldo

Þorsteinn spáir í Frakkana en á laugardaginn lék Zidane sinn síðasta leik í Frakklandi. Hann hitti líka Ronaldo í Cannes fyir nokkrum árum og synti með honum örfáa metra í sundlaug þar. Um þetta má lesa í nýju bloggi Þorsteins J hér á HM-vefnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markaveisla af bestu gerð

Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi.

Sport
Fréttamynd

Englendingar lögðu Ungverja

Enska landsliðið vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjum í vináttuleik í knattspyrnu í Manchester í kvöld. Steven Gerrard og John Terry komu enskum í 2-0, en Pal Dardai sló þögn á áhorfendur með sannkölluðu draumamarki skömmu síðar. Það var svo hinn leggjalangi Peter Crouch sem innsiglaði sigur heimamanna með laglegu marki á 81. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Englendingar komnir í 2-0

Englendingar eru komnir í 2-0 gegn Ungverjum í æfingaleik þjóðanna í Manchester. Steven Gerrard og John Terry skoruðu mörk enska liðsins með skalla, bæði eftir fyrirgjöf David Beckham.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik á Old Trafford

Nú er kominn hálfleikur í æfingaleik Englendinga og Ungverja sem fram fer á Old Trafford í Manchester, en hvorugu liðinu hefur enn tekist að skora. Leikurinn var fremur daufur framan af, en enska liðið óð í færum rétt áður en flautað var til leikhlés. Þar á meðal lét Frank Lampard verja frá sér vítaspyrnu sem Englendingar fengu á vafasaman hátt. Leikurinn er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Del Horno fer ekki á HM

Spænski bakvörðurinn Asier del Horno hjá Chelsea fer ekki á HM í Þýskalandi með landsliði sínu eftir að í ljós koma að hann verður frá keppni í þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Spánverjar þurfa því að kalla til varamann fyrir hann í lokahóp sinn.

Sport
Fréttamynd

Markús Máni í Val

Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur gert munnlegt samkomulag um að leika með Valsmönnum næstu þrjú árin. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. Markús er Valsmaður í húð og hár, en hann hefur leikið með þýska liðinu Dusseldorf undanfarin tvö ár. Ljóst er að Markús Máni á eftir að styrkja lið Vals verulega á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta hengja sig

Raymond Domenech, landsliðsjþálfari Frakka í knattspyrnu, er orðinn hundleiður á ágangi fjölmiðla og þeirri neikvæðu umfjöllun sem framska liðið hefur fengið í blöðunum að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sektað

Englandsmeistarar Chelsea þurfa að punga út 10.000 punda sekt fyrir og fá aðvörun að veitast að dómara í leik liðsins við Fulham þann 19. mars síðastliðinn. Aganefnd úrvalsdeildarinnar komst að þessari niðurstöðu í dag, en Chelsea hafði áður áfrýjað málinu. Chelsea tapaði leiknum 1-0 og voru leikmennirnir æfir út í dómara leiksins í kjöfarið.

Sport
Fréttamynd

O´Neill hafnaði Boro

Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að knattspyrnustjórinn Martin O´Neill sem áður stýrði meðal annars Glasgow Celtic í Skotlandi, hafi neitað tilboði úrvalsdeildarliðs Middlesbrough um að verða eftirmaður Steve McClaren hjá félaginu. O´Neill hætt þjálfun á sínum tíma af fjölskylduástæðum.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods farinn að æfa

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð.

Sport
Fréttamynd

Owen byrjar þrátt fyrir meiðsli

Michael Owen verður líklega í byrjunarliði Englendinga í æfingaleiknum við Ungverja í kvöld, þrátt fyrir að eiga við smávægileg meiðsli að stríða á læri. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 18:55. Stjórnarformaður Newcastle hefur látið í ljós óánægju sína með meðferðina á framherjanum og gagnrýnir vinnubrögð enska landsliðsins, því hann var ekki látinn vita af meiðslum Owen í gær.

Sport
Fréttamynd

Kalou til Chelsea

Chelsea gekk í dag frá kaupum á tvítuga sóknarmanninum Salomon Kalou frá hollenska liðinu Feyenoord. Kalou kemur frá Fílabeinsströndinni en hefur verið að reyna að fá hollenskt ríkisfang. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Sport
Fréttamynd

Schumacher langt frá því að gefast upp

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher hjá Ferrari er langt frá því að ætla að leggja árar í bát þó hann hafi orðið fyrir mótlæti í Mónakókappakstrinum um síðustu helgi og ætlar að byggja á góðum akstri sínum, sem skilaði honum í fimmta sæti þó hann hefði þurft að ræsa síðastur í upphafi keppni.

Sport
Fréttamynd

Ridgewell semur við Villa

Varnarmaðurinn ungi Liam Ridgewell hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa til ársins 2009. Ridgewell fékk nokkuð óvænt tækifæri hjá David O´Leary knattspyrnustjóra á síðustu leiktíð og spilaði 33 leiki í byrjunarliðinu.

Sport
Fréttamynd

Owen ekki með í kvöld?

Svo gæti farið að meiðslakálfurinn Michael Owen verði ekki með enska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Ungverjum í æfingaleik í knattspyrnu, eftir að hann kenndi sér meins á læri eftir æfingu í gær. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:55.

Sport
Fréttamynd

Johnson til Everton

Forráðamenn Everton hafa nú staðfest að félagið hafi fest kaup á framherjanum Andy Johnson frá 1. deildar liðinu Crystal Palace fyrir 8,6 milljónir punda, sem er metupphæð í sögu Everton. Johnson verður þó ekki formlega kynntur sem leikmaður Everton fyrr en á morgun.

Sport