Sport

Ætlar ekki að láta hengja sig

AFP

Raymond Domenech, landsliðsjþálfari Frakka í knattspyrnu, er orðinn hundleiður á ágangi fjölmiðla og þeirri neikvæðu umfjöllun sem framska liðið hefur fengið í blöðunum að undanförnu.

"Ég er orðinn þreyttur á að lesa um það sem er að. Það er fínt andrúmsloft í liðinu og fólk stöðvar okkur á förnum vegi og óskar okkur góðs gengis á HM. Það eru þessir hlutir sem þið ættuð að skrifa um í stað þess að einblína alltaf á það neikvæða," sagði Domenech á blaðamannafundi í gær, en athygli vakti að hann núði annað eyrað á sér í sífellu á fundinum.

"Ætli þetta sé ekki bara ofnæmi fyrir neikvæðum spurningum og umfjöllun. Kannski er þetta bara sálrænt hjá mér," sagði Domenech og hló, en bætti svo við á alvarlegri nótum, "Við erum í það minnsta ekki hérna til að undirbúa hengingu mína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×