Íþróttir Southgate tekur við Middlesbrough Gareth Southgate hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, þrátt fyrir að hafa ekki til þess tilskilin leyfi. Forráðamenn félagsins vonast eftir því að fá undanþágu fyrir hann í kjölfar þess að félagið leyfði Steve McClaren að taka við enska landsliðinu þó hann væri samningsbundinn Boro. Sport 7.6.2006 14:23 Alfreð þegar búinn að gera betur en Viggó og Guðmundur Alfreð Gíslason er þegar búinn að gera betur en fyrirrennarar hans í landsliðsþjálfarastólnum, Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Íslenska landsliðið vann Danmörku 34-33 í fyrsta leik Alfreðs í KA-húsinu í gær en fyrsti leikurinn undir stjórn Viggós tapaðist, 28-29, fyrir Þjóverjum og íslenska landsliðið gerði 21-21 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leiknum undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Sport 7.6.2006 10:53 Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar Íslenska landsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Dönum, 34-33, fyrir troðfullu KA-húsi á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Danir voru aðeins yfir einu sinni í leiknum (1-2) en íslenska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 18-16. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Sport 6.6.2006 22:22 KR lagði Blika í sveiflukenndum leik KR-ingar lögðu nýliða Breiðabliks 3-2 í lokaleik 5. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Rógvi Jacobsen kom heimamönnum yfir 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Kristján Óli Sigurðsson og Marel Baldvinsson (víti) komu Blikum yfir, en Sigmundur Kristjánsson og Grétar Hjartarson tryggðu KR sigurinn með mörkum á 78. og 81. mínútu. Sport 6.6.2006 21:02 Veigar Páll skoraði fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson var á skotskónum í norska boltanum kvöld þegar lið hans Stabæk gerði 2-2 jafntefli við meistara Valerenga. Veigar Páll kom heimamönnum í Stabæk yfir í leiknum þegar hann skoraði sitt 7. mark í deildinni fram hjá landa sínum Árna Gauti Arasyni, en gamla kempan Tore Andre Flo skoraði bæði mörk Valerenga. Sport 6.6.2006 19:08 Annað áfall fyrir Valsmenn Valsmenn hafa orðið fyrir öðru áfalli á skömmum tíma því nú er ljóst að varnarjaxlinn Valur Fannar Gíslason verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann skaddaði liðbönd í hné í leiknum gegn Víkingi í í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Valur staðfesti þetta í íþróttafréttum NFS í kvöld, en skammt er síðan fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson kinnbeinsbrotnaði. Sport 6.6.2006 18:57 Carlos í salti fram yfir kosningar Forráðamenn Real Madrid gáfu það upp í samtali við breska fjölmiðla í dag að brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos færi ekki frá félaginu fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fyrirhugaðar eru þann 2. júlí næstkomandi. Carlos hefur verið orðaður sterklega við ensku meistarana í Chelsea, en nú verður einhver bið á því að lausn fáist í máli hans. Sport 6.6.2006 18:04 KR tekur á móti Breiðablik Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld þegar KR-ingar taka á móti nýliðum Breiðabliks í vesturbænum. Þetta er lokaleikurinn í 5. umferð deildarinnar. Liðin hafa bæði hlotið sex stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum. Hægt verður að fyglgjast vel með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 6.6.2006 18:11 Tíðinda að vænta á morgun Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að boðað hafi verið til blaðamannafundar hjá úrvalsdeildarliði Middlesbrough á morgun þar sem tíðinda er að vænta varðandi ráðningu knattspyrnustjóra. Varnarmaðurinn Gareth Southgate hefur verið orðaður við stöðuna, en hann hefur þó ekki tilskilin leyfi til að taka við starfinu. Sport 6.6.2006 17:07 Federer í undanúrslitin Roger Federer tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mario Ancic 6-4, 6-3 og 6-4. Federer er efstur á styrkleikalista tennissambandsins og mætir David Nalbandian eða Nikolay Davydenko í næstu umferð. Sport 6.6.2006 16:57 Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið. Sport 6.6.2006 16:31 Koller til Mónakó Tékkneski framherjinn Jan Koller hefur ákveðið að ganga í raðir franska liðsins Mónakó, en Koller var með lausa samninga hjá þýska liðinu Dortmund þar sem hann hefur spilað í fjögur ár. Koller er 33 ára gamall og hefur gert tveggja ára samning við franska liðið. Hann gat lítið spilað á síðustu leiktíð vegna meiðsla, en hefur nú náð sér að fullu og verður í eldlínunni með Tékkum á HM sem hefst á föstudaginn. Sport 6.6.2006 15:46 Young boðinn nýr samningur Charlton hefur boðið varnarmanninum Luke Young nýjan samning í kjölfar þess að leikmaðurinn hefur verið orðaður við West Ham. Stjórn félagsins er ekki hrifinn af því að missa landsliðsmanninn og því hefur verið ákveðið að bjóða honum nýjan samning. Sport 6.6.2006 15:33 Clijsters í undanúrslit Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í dag góðan sigur á Martinu Hingis á opna franska meistaramótinu 7-6, (7-5) og 6-1 og komst þar með í undanúrslit á mótinu. Clijsters sló Hingis einnig út á opna ástralska meistaramótinu í janúar. Clijsters mætir nú Justine Henin-Hardenne í undanúrslitnum, en sú vann auðveldan sigur á Anna-Lena Groenefeld, 7-5 og 6-2. Sport 6.6.2006 15:22 Engar stórar breytingar fyrirhugaðar Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Sport 6.6.2006 15:02 Baldasano ætlar að ráða Eriksson Arturo Baldasano, sem býður sig fram í embætti forseta Real Madrid í annað sinn, segist hafa gert munnlegt samkomulag við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu, nái kann kosningu. Sport 6.6.2006 14:50 Mótmæla vændi og mansali á HM í fótbolta Vestnorrænar þingkonur taka harða afstöðu gegn því skipulagða vændi og mansali sem á sér stað í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi. Þingkonurnar skora á Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að stöðva þetta athæfi. Fótbolti 5.6.2006 15:46 Valencia vill fá Simao Þriðja liðið er komið inn í kapphlaupið um Simao Sabrosa, leikmann Benfica. Bæði Chelsea og Liverpool hafa lýst yfir áhuga að fá þennan snjalla leikmann til sín. Nú er Valencia komið inn í þennan pakka og vill fá hann til sín. Fótbolti 5.6.2006 15:32 Gott en við þurfum að gera betur Guus Hiddink, þjálfari Ástralíu segir að lið sitt hafi verið að gera góða hluti í leiknum við Holland en leikurinn fór 1-1. Samt segir hann að ýmislegt þurfi að laga og menn verða að gera betur. Hann hafði þetta að segja um málið. Fótbolti 5.6.2006 15:27 Ástildur á skotskónum Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og leikmaður Malmö FF skoraði annað mark liðsins sem sigraði Bálinge 2-0 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Dóra Stefánsdóttir leikur einnig með liðinu. Sport 5.6.2006 15:04 Holland Evrópumeistari U-21 árs Holland varð í gær Evrópumeistari U-21 árs landsliða. Holland sigraði Úkraínu 3-0 í úrslitaleik en leikið var í Porto í Portúgal. Sport 5.6.2006 14:57 Everton vilja fara betur yfir mál Lescott Everton vilja taka sér lengri tíma til að fara yfir málin í sambandi við Joleon Lescott, leikmann Wolves. Búið er að ganga frá öllu og bíða menn þess að þessi 23 ára gamli varnarmaður skrifi undir hjá Everton. Hann er búinn að fara í gegnum læknisskoðun og ræða sín persónulegu mál við Everton. En hann er ekki búinn að skrifa undir neinn samning. Jez Moxye, framkvæmdarstjóri Wolves segir boltann hjá Everton. Sport 5.6.2006 14:53 Robson hefur trú að enska liðið fari alla leið Bryan Robson, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að hann hafi trú að enska liðið geti farið alla leið á HM í sumar. Hann telur að Steven Gerrard verði lykilmaðurinn í liði þeirra á þessu móti Fótbolti 5.6.2006 14:47 Nú sagður á leið til Manchester United Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United muni leggja fram tilboð í Eið Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Blaðið segir að Ferguson muni leggja fram átta milljóna punda tilboð í landsliðsfyrirliða Íslands. Sport 5.6.2006 14:11 Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39 United, Newcastle og Spurs vilja fá Martins Þrjú ensk lið, Manchester United, Newcastle United og Tottenham Hotspur hafa áhuga að fá Obafemi Martins, leikmann Inter að láni fyrir næstu leiktíð. Eins og við sögðum frá um helgina ætla Inter að lána leikmanninn þar sem þeir eru með of marga leikmenn frá löndum utan Evrópu. Sport 5.6.2006 11:38 Heinze segist vera orðinn góður Gabriel Heinze, leikmaður Manchester United og Argentínska landsliðsins segist vera orðinn góður af meiðslum og verði tilbúinn í fyrsta leiknum með Argentínu á HM sem byrjar í næstu viku. Leikmaðurinn hefur ekkert leikið síðan í september. Fótbolti 5.6.2006 11:35 Meiðsli hjá Hollandi Þrír leikmenn Hollands eru meiddir en þetta eru þeir Wesley Sneijder sem er meiddur á ökkla eins og Giovanni van Bronckhorst. Svo er það Philip Coco sem meiddist á læri. Þeir meiddust í 1-1 leiknum við Ástralíu um helgina. Fótbolti 5.6.2006 11:33 Scolari hefur áhyggjur af Ronaldo Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals hefur áhyggjur af Christiano Ronaldo en leikmaðurinn hefur verið að sýna skapofsa og láta allt og alla fara í taugarnar á sér. Hann lét til sín taka í vináttuleik gegn Luxemborg um helgina þar sem hann tók einn leikmann Luxemborgar hálfstaki eftir að sá hinn sami braut á Ronaldo. Fótbolti 5.6.2006 11:29 Crespo vill ekki gera nýjan samning við Chelsea Hernan Crespo, leikmaður Chelsea hefur ekki áhuga að gera nýjan samning við félagið. Núverandi samningur rennur út árið 2008. Fótbolti 5.6.2006 11:26 « ‹ 199 200 201 202 203 204 205 206 207 … 334 ›
Southgate tekur við Middlesbrough Gareth Southgate hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, þrátt fyrir að hafa ekki til þess tilskilin leyfi. Forráðamenn félagsins vonast eftir því að fá undanþágu fyrir hann í kjölfar þess að félagið leyfði Steve McClaren að taka við enska landsliðinu þó hann væri samningsbundinn Boro. Sport 7.6.2006 14:23
Alfreð þegar búinn að gera betur en Viggó og Guðmundur Alfreð Gíslason er þegar búinn að gera betur en fyrirrennarar hans í landsliðsþjálfarastólnum, Viggó Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Íslenska landsliðið vann Danmörku 34-33 í fyrsta leik Alfreðs í KA-húsinu í gær en fyrsti leikurinn undir stjórn Viggós tapaðist, 28-29, fyrir Þjóverjum og íslenska landsliðið gerði 21-21 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leiknum undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Sport 7.6.2006 10:53
Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar Íslenska landsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Dönum, 34-33, fyrir troðfullu KA-húsi á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Danir voru aðeins yfir einu sinni í leiknum (1-2) en íslenska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 18-16. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Sport 6.6.2006 22:22
KR lagði Blika í sveiflukenndum leik KR-ingar lögðu nýliða Breiðabliks 3-2 í lokaleik 5. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Rógvi Jacobsen kom heimamönnum yfir 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Kristján Óli Sigurðsson og Marel Baldvinsson (víti) komu Blikum yfir, en Sigmundur Kristjánsson og Grétar Hjartarson tryggðu KR sigurinn með mörkum á 78. og 81. mínútu. Sport 6.6.2006 21:02
Veigar Páll skoraði fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson var á skotskónum í norska boltanum kvöld þegar lið hans Stabæk gerði 2-2 jafntefli við meistara Valerenga. Veigar Páll kom heimamönnum í Stabæk yfir í leiknum þegar hann skoraði sitt 7. mark í deildinni fram hjá landa sínum Árna Gauti Arasyni, en gamla kempan Tore Andre Flo skoraði bæði mörk Valerenga. Sport 6.6.2006 19:08
Annað áfall fyrir Valsmenn Valsmenn hafa orðið fyrir öðru áfalli á skömmum tíma því nú er ljóst að varnarjaxlinn Valur Fannar Gíslason verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann skaddaði liðbönd í hné í leiknum gegn Víkingi í í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Valur staðfesti þetta í íþróttafréttum NFS í kvöld, en skammt er síðan fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson kinnbeinsbrotnaði. Sport 6.6.2006 18:57
Carlos í salti fram yfir kosningar Forráðamenn Real Madrid gáfu það upp í samtali við breska fjölmiðla í dag að brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos færi ekki frá félaginu fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fyrirhugaðar eru þann 2. júlí næstkomandi. Carlos hefur verið orðaður sterklega við ensku meistarana í Chelsea, en nú verður einhver bið á því að lausn fáist í máli hans. Sport 6.6.2006 18:04
KR tekur á móti Breiðablik Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld þegar KR-ingar taka á móti nýliðum Breiðabliks í vesturbænum. Þetta er lokaleikurinn í 5. umferð deildarinnar. Liðin hafa bæði hlotið sex stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum. Hægt verður að fyglgjast vel með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 6.6.2006 18:11
Tíðinda að vænta á morgun Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að boðað hafi verið til blaðamannafundar hjá úrvalsdeildarliði Middlesbrough á morgun þar sem tíðinda er að vænta varðandi ráðningu knattspyrnustjóra. Varnarmaðurinn Gareth Southgate hefur verið orðaður við stöðuna, en hann hefur þó ekki tilskilin leyfi til að taka við starfinu. Sport 6.6.2006 17:07
Federer í undanúrslitin Roger Federer tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann lagði Mario Ancic 6-4, 6-3 og 6-4. Federer er efstur á styrkleikalista tennissambandsins og mætir David Nalbandian eða Nikolay Davydenko í næstu umferð. Sport 6.6.2006 16:57
Næsta keppni gæti markað nýtt upphaf Michael Schumacher segist vera mjög ánægður með þróun Ferrari-bílsins á síðustu vikum og á von á því að breski kappaksturinn um næstu helgi marki nýtt upphaf fyrir liðið. Sport 6.6.2006 16:31
Koller til Mónakó Tékkneski framherjinn Jan Koller hefur ákveðið að ganga í raðir franska liðsins Mónakó, en Koller var með lausa samninga hjá þýska liðinu Dortmund þar sem hann hefur spilað í fjögur ár. Koller er 33 ára gamall og hefur gert tveggja ára samning við franska liðið. Hann gat lítið spilað á síðustu leiktíð vegna meiðsla, en hefur nú náð sér að fullu og verður í eldlínunni með Tékkum á HM sem hefst á föstudaginn. Sport 6.6.2006 15:46
Young boðinn nýr samningur Charlton hefur boðið varnarmanninum Luke Young nýjan samning í kjölfar þess að leikmaðurinn hefur verið orðaður við West Ham. Stjórn félagsins er ekki hrifinn af því að missa landsliðsmanninn og því hefur verið ákveðið að bjóða honum nýjan samning. Sport 6.6.2006 15:33
Clijsters í undanúrslit Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í dag góðan sigur á Martinu Hingis á opna franska meistaramótinu 7-6, (7-5) og 6-1 og komst þar með í undanúrslit á mótinu. Clijsters sló Hingis einnig út á opna ástralska meistaramótinu í janúar. Clijsters mætir nú Justine Henin-Hardenne í undanúrslitnum, en sú vann auðveldan sigur á Anna-Lena Groenefeld, 7-5 og 6-2. Sport 6.6.2006 15:22
Engar stórar breytingar fyrirhugaðar Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Sport 6.6.2006 15:02
Baldasano ætlar að ráða Eriksson Arturo Baldasano, sem býður sig fram í embætti forseta Real Madrid í annað sinn, segist hafa gert munnlegt samkomulag við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu, nái kann kosningu. Sport 6.6.2006 14:50
Mótmæla vændi og mansali á HM í fótbolta Vestnorrænar þingkonur taka harða afstöðu gegn því skipulagða vændi og mansali sem á sér stað í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi. Þingkonurnar skora á Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að stöðva þetta athæfi. Fótbolti 5.6.2006 15:46
Valencia vill fá Simao Þriðja liðið er komið inn í kapphlaupið um Simao Sabrosa, leikmann Benfica. Bæði Chelsea og Liverpool hafa lýst yfir áhuga að fá þennan snjalla leikmann til sín. Nú er Valencia komið inn í þennan pakka og vill fá hann til sín. Fótbolti 5.6.2006 15:32
Gott en við þurfum að gera betur Guus Hiddink, þjálfari Ástralíu segir að lið sitt hafi verið að gera góða hluti í leiknum við Holland en leikurinn fór 1-1. Samt segir hann að ýmislegt þurfi að laga og menn verða að gera betur. Hann hafði þetta að segja um málið. Fótbolti 5.6.2006 15:27
Ástildur á skotskónum Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og leikmaður Malmö FF skoraði annað mark liðsins sem sigraði Bálinge 2-0 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Dóra Stefánsdóttir leikur einnig með liðinu. Sport 5.6.2006 15:04
Holland Evrópumeistari U-21 árs Holland varð í gær Evrópumeistari U-21 árs landsliða. Holland sigraði Úkraínu 3-0 í úrslitaleik en leikið var í Porto í Portúgal. Sport 5.6.2006 14:57
Everton vilja fara betur yfir mál Lescott Everton vilja taka sér lengri tíma til að fara yfir málin í sambandi við Joleon Lescott, leikmann Wolves. Búið er að ganga frá öllu og bíða menn þess að þessi 23 ára gamli varnarmaður skrifi undir hjá Everton. Hann er búinn að fara í gegnum læknisskoðun og ræða sín persónulegu mál við Everton. En hann er ekki búinn að skrifa undir neinn samning. Jez Moxye, framkvæmdarstjóri Wolves segir boltann hjá Everton. Sport 5.6.2006 14:53
Robson hefur trú að enska liðið fari alla leið Bryan Robson, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að hann hafi trú að enska liðið geti farið alla leið á HM í sumar. Hann telur að Steven Gerrard verði lykilmaðurinn í liði þeirra á þessu móti Fótbolti 5.6.2006 14:47
Nú sagður á leið til Manchester United Breska blaðið Daily Mail fullyrðir að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United muni leggja fram tilboð í Eið Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Blaðið segir að Ferguson muni leggja fram átta milljóna punda tilboð í landsliðsfyrirliða Íslands. Sport 5.6.2006 14:11
Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39
United, Newcastle og Spurs vilja fá Martins Þrjú ensk lið, Manchester United, Newcastle United og Tottenham Hotspur hafa áhuga að fá Obafemi Martins, leikmann Inter að láni fyrir næstu leiktíð. Eins og við sögðum frá um helgina ætla Inter að lána leikmanninn þar sem þeir eru með of marga leikmenn frá löndum utan Evrópu. Sport 5.6.2006 11:38
Heinze segist vera orðinn góður Gabriel Heinze, leikmaður Manchester United og Argentínska landsliðsins segist vera orðinn góður af meiðslum og verði tilbúinn í fyrsta leiknum með Argentínu á HM sem byrjar í næstu viku. Leikmaðurinn hefur ekkert leikið síðan í september. Fótbolti 5.6.2006 11:35
Meiðsli hjá Hollandi Þrír leikmenn Hollands eru meiddir en þetta eru þeir Wesley Sneijder sem er meiddur á ökkla eins og Giovanni van Bronckhorst. Svo er það Philip Coco sem meiddist á læri. Þeir meiddust í 1-1 leiknum við Ástralíu um helgina. Fótbolti 5.6.2006 11:33
Scolari hefur áhyggjur af Ronaldo Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals hefur áhyggjur af Christiano Ronaldo en leikmaðurinn hefur verið að sýna skapofsa og láta allt og alla fara í taugarnar á sér. Hann lét til sín taka í vináttuleik gegn Luxemborg um helgina þar sem hann tók einn leikmann Luxemborgar hálfstaki eftir að sá hinn sami braut á Ronaldo. Fótbolti 5.6.2006 11:29
Crespo vill ekki gera nýjan samning við Chelsea Hernan Crespo, leikmaður Chelsea hefur ekki áhuga að gera nýjan samning við félagið. Núverandi samningur rennur út árið 2008. Fótbolti 5.6.2006 11:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent