Íþróttir

Fréttamynd

Á eftir að ráðast á síðustu mínútunum í Höllinni

"Þetta var frábært og ég er mjög sáttur. Vörnin var frábær, Birkir í markinu var líka flottur og nýtingin í sókninni var góð og það gekk eigilega allt upp hjá okkur," sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson fyrir íslenska handboltalandsliðsins í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir leik. Ísland vann glæsilegan fjögurra marka sigur, 32-28, og er í góðum málum fyrir seinni leikinn um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Tölfræðin úr sigrinum glæsilega á Svíum

Íslenska landsliðið vann stórglæsilegan fjögurra marka sigur á Svíum, 32-28, í Globen í dag en þetta var fyrri umspilsleikur þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Íslenska landsliðið vann síðustu ellefu mínútur leiksins 8-2 þar sem Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur af sex mörkum sínum í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk þar af 5 úr vítum.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur á Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Svíum á útivelli í dag 32-28 og er því komið í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem verður hér heima á þjóðhátíðardaginn. Sigurvegarinn í einvígi liðanna tryggir sér sæti á HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

Nadal lagði Federer í úrslitum

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sigraði Roger Federer í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag 1-6, 6-1, 6-4 og 7-6 og eyðilagði þar með draum Federer um að hreppa alla fjóra stóru titlana. Nadal hefur því unnið alla 14 leikina sem hann hefur spilað á Roland Garros á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Aftur frestað í Eyjum

Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997

Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik Globen

Staðan í fyrri leik Íslendinga og Svía um laust sæti á HM í handbolta er jöfn 13-13 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Globen í Stokkhólmi. Svíar höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, en þrátt fyrir nokkuð mótlæti tókst íslensku stráknum að jafna í blálokin með miklu harðfylgi.

Sport
Fréttamynd

Mexíkó - Íran hefst klukkan 16

Næsti leikur á dagskrá á HM er viðureign Mexíkóa og Írana í d-riðli mótsins. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að markvörðurinn Oswaldo Sanchez stendur í marki Mexíkóa, en hann flaug aftur til heimalands síns á fimmtudaginn vegna andláts föður síns.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso heldur sínu striki á toppi stigakeppni ökumanna í formúlu 1, en í dag vann hann yfirburðasigur í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni. Alonso var í leiddi keppnina alla hringina utan einn og hefur náð 23 stiga forskoti á næsta mann Michael Schumacher, sem hafnaði í öðru sæti í dag.

Sport
Fréttamynd

Hollendingar lögðu Serba

Hollendingar byrja heimsmeistaramótið í knattspyrnu ágætlega og í dag vann liðið opnunarleik sinn í hinum magnaða c-riðli gegn Serbum og Svartfellingum 1-0. Það var hinn magnaði Arjen Robben sem skoraði sigurmark liðsins á 17. mínútu. Robben var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins og fékk að leika lausum hala á vængnum hjá Hollendingum.

Sport
Fréttamynd

Böðullinn hættir á toppnum

Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt.

Sport
Fréttamynd

42 ár liðin síðan við unnum Svía í alvörulandsleik

Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð að vinna Svía í stórmóti eða undankeppnum þeirra. Hér er verið að tala um Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleika. Eini sigurinn kom á HM í Tékkóslóvakíu fyrir 42 árum síðan þegar íslenska liðið vann 12-10 í riðlakeppninni. Íslensku strákarnir hafa nú tapað 9 "alvöruleikjum" í röð fyrir sænska landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir Svíum í Globen í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 2007 klukkan 15.00 í dag.

Sport
Fréttamynd

Holland yfir í hálfleik

Hollendingar hafa yfir 1-0 gegn Serbum í leik þjóðanna í c-riðli HM. Arjen Robben, leikmaður Chelsea, skoraði markið eftir 17 mínútna leik og hefur verið frábær í fyrri hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Hollendingar komnir yfir

Arjen Robben er búinn að koma Hollendingum yfir gegn Serbum og Svartfellingum í fyrsta leik dagsins á HM. Markið kom á 17. mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið þjóðanna í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Loka varð hverfum í Frankfurt

Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0.

Erlent
Fréttamynd

Argentína lagði Fílabeinsstrendinga

Argentínumenn lögðu Fílabeinsstrendinga 2-1 í opnunarleik c-riðilsins á HM í kvöld. Argentína var yfir 2-0 í hálfleik eftir að Hernan Crespo og Javier Saviola skoruðu sitt hvort markið, en Didier Drogba minnkaði muninn 10 mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Lengra komst Afríkuliðið þó ekki að þessu sinni, en ljóst er að lið Fílabeinsstrandarinnar er sýnd veiði en ekki gefin í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólæti heima á Englandi

Litlum sögum hefur farið af því á HM enn sem komið er að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi verið til vandræða í Þýskalandi. Í dag kom hinsvegar til óláta heima í Lundúnum og í Liverpool þar sem nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á torgum og fylgst með leik enska liðsins á risaskjá.

Sport
Fréttamynd

Svíar ekki sigursælir í opnunarleikjum sínum

Sænska landsliðið í knattspyrnu hefur ætið verið hið frambærilegasta en ef sagan er skoðuð, má sjá að gengi liðsins í opnunarleikjum á HM hefur ekki verið sérlega gott. Liðinu mistókst í dag að leggja lægra skrifað lið Trinidad og Tobago og hafa Svíarnir því ekki unnið opnunarleik sinn á HM síðan árið 1958 þegar keppnin var haldin í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig.

Sport
Fréttamynd

Argentína 2-0 yfir í hálfleik

Argentínumenn byrja þessa heimsmeistarakeppni sannarlega betur en þá síðustu, en liðið hefur 2-0 forystu gegn spræku liði Fílabeinsstrandarinnar þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í C-riðlinum. Hernan Crespo kom Argentínu á bragðið og Javier Saviola bætti við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Það var Juan Riquelme sem var arkítektinn að báðum mörkum liðsins.

Sport
Fréttamynd

Gamarra skoraði 30. sjálfsmarkið

Carlos Gamarra, leikmaður Paragvæ, varð þess vafasama heiðurs njótandi í dag að skora 30. sjálfsmarkið í sögu HM og um leið fyrsta sjálfsmarkið á mótinu nú. Þetta er í annað sinn í sögu keppninnar sem þjóð skorar sjálfsmark gegn Englendingum, en Jozef Barmos frá Tékklandi hafði áður gert það árið 1982.

Sport
Fréttamynd

Argentína - Fílabeinsströndin

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Argentínu og Fílabeinsstrandarinnar fyrir viðureign þjóðanna í Hamburg sem hefst nú klukkan 19:00 og er fyrsti leikurinn í C-riðli. Gabriel Heinze er í byrjunarliði Argentínu og spilar því sinn fyrsta alvöru leik síðan í september á síðasta ári, þegar hann meiddist á hné í leik með Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Trinidad fagnaði jafntefli sínu við Svía

Smálið Trinidad og Tobago náði þeim frábæra árangri að gera jafntefli við Svía 0-0 í leik liðanna í B-riðli HM í dag og fögnuðu leikmenn liðsins ákaft í leikslok á meðan Svíarnir naga sig eflaust í handabökin. Markvörðurinn Shaka Hislop hjá Trinidad var klárlega maður leiksins og tryggði sínum mönnum stig með frábærri markvörslu hvað eftir annað, en liðsmenn Trinidad léku manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Avery John var vikið af leikvelli.

Sport
Fréttamynd

Irureta tekur við Real Betis

Hinn gamalreyndi þjálfari Javier Irureta hefur verið ráðinn þjálfari spænska úrvalsdeildarliðsins Real Betis. Irureta stýrði síðast liði Deportivo á árunum 1998-2005 við góðan orðstír og gerði liðið m.a. að Spánarmeistara árið 2000.

Sport
Fréttamynd

Beckham upp að hlið Robson

David Beckham lék í dag sinn 90. landsleik fyrir hönd Englands og komst þar með upp að hlið annars fyrrum leikmanns Manchester United og fyrirliða enska landsliðsins, Bryan Robson. Þá urðu þeir Beckham og Michael Owen áttundi og níundi leikmennirnir í sögu enska landsliðsins til að taka þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Trínidad og Svíum

Staðan í leik Trínidad og Tobago og Svía er markalaus í hálfleik, þrátt fyrir harða sókn sænska liðsins. Lið Trinidad komst betur inn í leikinn undir lok hálfleiksins, en varð svo fyrir áfalli eftir aðeins nokkrar sekúndur í þeim síðari þegar einum leikmanna þess var vikið af leikvelli fyrir ljóta tæklingu.

Sport
Fréttamynd

Höfðum í fullu tré við Englendinga

Anibal Ruiz, landsliðsþjálfari Paragvæ, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Englendingum í dag, þrátt fyrir að liðið tapaði 1-0. Hann sagði lið sitt hafa haft í fullu tré við enska liðið eftir sjálfsmarkið slysalega í upphafi leiks.

Sport
Fréttamynd

Hitinn gerði okkur erfitt fyrir

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að hitinn hafi gert liðinu erfitt fyrir í síðari hálfleiknum gegn Paragvæ í dag og sagði það helstu ástæðu þess að liðið hefði ekki verið sprækara en raun bar vitni.

Sport
Fréttamynd

Svíþjóð - Trinidad að hefjast

Nú er að hefjast leikur Svía og Trínídad og Tobago í B-riðli HM. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Sport