Sport

Gamarra skoraði 30. sjálfsmarkið

Carlos Gamarra, leikmaður Paragvæ, er kominn í sögubækurnar á vafasaman hátt
Carlos Gamarra, leikmaður Paragvæ, er kominn í sögubækurnar á vafasaman hátt

Carlos Gamarra, leikmaður Paragvæ, varð þess vafasama heiðurs njótandi í dag að skora 30. sjálfsmarkið í sögu HM og um leið fyrsta sjálfsmarkið á mótinu nú. Þetta er í annað sinn í sögu keppninnar sem þjóð skorar sjálfsmark gegn Englendingum, en Jozef Barmos frá Tékklandi hafði áður gert það árið 1982.

Mark Gamarra var aðeins 9. sjálfsmarkið á HM á síðustu tveimur áratugum. Ekkert sjálfsmark var skorað árið 1990 þegar keppnin fór fram á Ítalíu, aðeins eitt slíkt leit dagsins ljós í keppninni í Bandaríkjunum árið 1994, fjögur komu í Frakklandi árið 1998 og þrjú í Kóreu og Japan fyrir fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×