Böðullinn hættir á toppnum 11. júní 2006 14:03 Bernard Hopkins (t.v.) tók Tarver í kennslustund í hnefaleikum í beinni á Sýn í nótt NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari." Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari."
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira