Íþróttir

Fréttamynd

Bera til baka fregnir af slagsmálum Svía

Forráðamenn sænska landsliðsins neita þeim orðrómi að slagsmál hafi brotist út í búningsherbergi þeirra eftir jafnteflið gegn Trinidad & Tobago. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Freddy Ljungberg og Olaf Mellberg hafi lent í ryskingum inn í klefa sænska landsliðsins eftir leikinn, en forráðamenn sænska landsliðsins segja það algjöra vitleysu.

Fótbolti
Fréttamynd

KR lá í Eyjum

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í Árbænum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum.

Sport
Fréttamynd

Ítalir yfir gegn Gana

Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Gana í hálfleik í viðureign liðanna í e-riðli HM. Það var miðjumaðurinn Andrea Pirlo sem skoraði mark ítalska liðsins á 40. mínútu með glæsilegu langskoti utan teigs. Ítalska liðið hefur nokkuð óvænt boðið upp á skemmtilegan sóknarbolta, en Ganamenn eru þó enn til alls líklegir.

Sport
Fréttamynd

Ítalía - Gana að hefjast

Seinni leikur dagsins í e-riðlinum á HM er nú að hefjast og þar er á ferðinni mjög athyglisverður leikur Ítalíu og Gana. Byrjunarliðin eru klár og ítalska liðið getur aftur teflt fram Rómverjanum Francesco Totti sem er stiginn upp úr erfiðum meiðslum.

Sport
Fréttamynd

Shaquille O´Neal sektaður

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur verið sektaður um 10.000 dollara fyrir að veita ekki viðtöl eftir tapleikinn gegn Dallas í nótt. Dallas vann leikinn örugglega og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu um NBA meistaratitilinn, en O´Neal átti sinn versta leik á ferlinum í úrslitakeppni í gær.

Sport
Fréttamynd

Theo Walcott meiddur

Táningurinn Theo Walcott hefur ekki geta æft með enska landsliðinu undanfarna daga vegna meiðsla og því er að verða fátt um fína drætti í framlínu enska landsliðsins. Michael Owen lék aðeins rúmar 50 mínútur í fyrsta leiknum og Wayne Rooney er enn meiddur eins og flestir vita. Peter Crouch er því í raun eini brúklegi framherji enska liðsins sem stendur og ekki laust við að menn setji spurningarmerki við val Sven-Göran Eriksson á landsliðshópnum.

Sport
Fréttamynd

Einbeitingarleysi okkar kostaði tap

Zico, hinn brasilíski þjálfari japanska landsliðsins, segir að hitinn á Fritz Walter-vellinum í dag og einbeitingarleysi leikmanna sinna, hafi kostað sína menn sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Joe Cole skrifar undir nýjan samning

Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole undirritaði í dag nýjan fjögurra ára samning við Englandsmeistara Chelsea. Cole er 24 ára gamall og var einn af fyrstu leikmönnunum sem Roman Abramovich keypti til liðsins í stjórnartíð Claudio Ranieri. Honum gekk illa að vinna sér sæti í liðinu framan af, en er nú orðinn einn af lykilmönnunum í liði Jose Mourinho.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Tékka

Tékkar unnu öruggan 3-0 sigur á Bandaríkjamönnum í e-riðli HM í dag. Jan Koller skoraði fyrsta markið með glæsilegum skalla á 5. mínútu, en þurfti síðar að fara meiddur af velli. Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal, skoraði annað markið með stórglæsilegu skoti á 36. mínútu og innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik með öðru marki sínu.

Sport
Fréttamynd

Frábær fyrri hálfleikur hjá Tékkum

Tékkar hafa sannarlega verið í essinu sínu í fyrri hálfleik gegn Bandaríkjamönnum í leik liðanna í e-riðli. Risinn Jan Koller kom liðinu yfir eftir aðeins 5 mínútur og Tomas Rosicky bætti við öðru marki á 36. mínútu með stórkostlegu langskoti. Tékkar urðu svo fyrir áfalli skömmu fyrir leikhlé þegar Koller var borinn af velli meiddur á læri og svo gæti farið að hann væri því búinn að spila sinn fyrsta og síðasta leik fyrir Tékka í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Getum vonandi strítt Englendingum

Stern John verður einn í framlínu Trinidad og Tobago þegar liðið tekur á móti Englendingum í Nurnberg á fimmtudaginn. Trinidad er þegar orðið eitt af spútnikliðunum í keppninni eftir jafntefli við Svía.

Sport
Fréttamynd

Við unnum verðskuldað

Guus Hiddink, þjálfari Ástrala, sagði sigur sinna manna á Japan í f-riðli hafa verið fyllilega verðskuldaðan í dag. "Það var eins gott fyrir dómarann að við höfðum sigur, því honum hefði ekki liðið vel ef við hefðum tapað, því hann hefði aldrei átt að leyfa marki Japana að standa. Lið mitt sýndi styrk sinn í dag og gefst aldrei upp, enda er það sá hlutur sem mér þykir vænst um við þetta lið," sagði Hiddink.

Sport
Fréttamynd

Leikur Tékka og Bandaríkjamanna að hefjast

Nú styttist í að leikur Tékka og Bandaríkjamanna í e-riðli HM hefjist og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Milan Baros, leikmaður Aston Villa, er ekki í byrjunarliði Tékka vegna meiðsla og því verður hinn stóri Jan Koller einn í framlínunni. Brian McBride hjá Fulham er í framlínunni hjá Bandaríkjamönnunum.

Sport
Fréttamynd

Pfister snýr aftur á bekkinn

Hinn þýski Otto Pfister hefur nú hætt við að hætta að þjálfa landslið Tógó á HM og mun stýra liðinu gegn Suður-Kóreu á morgun. Pfister hætti um helgina eftir að launadeila kom upp milli leikmanna og knattspyrnusambandsins, en hefur nú snúið aftur eftir að hann fékk bréf frá forseta knattspyrnusambandsins sem bað hann að endurskoða ákvörðun sína.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur Ástrala

Ástralir unnu dramatískan sigur á Japönum í opnunarleik f-riðilsins á HM í dag. Shunsuke Yakamura kom Japan yfir í fyrri hálfleik þegar fyrirgjöf hans skoppaði í net Ástrala, en varamaðurinn Tim Cahill var hetja liðsins og skoraði tvö mörk á fimm mínútum í lokin. John Aloisi bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

Roy Keane leggur skóna á hilluna

Knattspyrnugoðsögnin Roy Keane hjá Glasgow Celtic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Keane gerði garðinn frægan hjá Manchester United lengst af á ferlinum og vann alla titla þá titla sem knattspyrnumanni standa til boða með liðinu. Keane verður minnst sem eins af betri leikmönnum í sögu Manchester United og ensku úrvalsdeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir Miami

Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Miami í beinni á Sýn í kvöld

Annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Dallas í kvöld. Dallas vann fyrsta leikinn á fimmtudag og eftir leik kvöldsins færist einvígið til Flórída, þar sem næstu þrír leikir fara fram. Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar lögðu Angóla

Portúgalar lögðu Angóla 1-0 í lokaleik dagsins í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði markið strax í upphafi, en hafi einhver haldið að framhaldið byði upp á markasúpu, átti annað eftir að koma á daginn. Portúgalar og Mexíkóar eru því komnir með 3 stig á toppi riðilsins, en Mexíkó lagði Íran 3-1 fyrr í dag.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir gegn FH

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik.

Sport
Fréttamynd

Portúgal yfir í hálfleik

Portúgalar hafa yfir 1-0 gegn Angóla þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði mark portúgalska liðsins strax á 4. mínútu, en Portúgalarnir hafa verið mun sterkari í hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Powell jafnaði heimsmetstímann

Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi í Gateshead á Englandi í dag þegar hann hljóp vegalengdina á 9,77 sekúndum. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Powell nær þessum tíma og er einvígi þeirra tveggja þann 28. júlí nk því beðið með gríðarlegri eftirvæntingu.

Sport
Fréttamynd

Portúgalskt mark eftir aðeins fjórar mínútur

Það stefnir í langt og erfitt kvöld fyrir Angólamenn því Portúgalar eru komnir í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur í leik þjóðanna í D-riðli HM í knattspyrnu. Markið skoraði Pauleta eftir frábæran undirbúning Luis Figo en Pauleta var líka kominn einn í gegn eftir aðeins 15 sekúndur. Portúgalir eru líklegir til þess að skora mörg mörk í þessum leik haldi þeir áfram af sama krafti það sem eftir er leiksins.

Sport
Fréttamynd

Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram?

Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína.

Sport
Fréttamynd

Nauðsynlegt að vinna fyrsta leikinn

Portúgalar taka á móti Angóla í lokaleik dagsins á HM í Þýskalandi. Þetta er seinni leikur dagsins í D-riðli en Mexíkó vann Íran 3-1 fyrr í dag í sama riðli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Þjálfari Portúgala Luis Felipe Scolari segir nauðsynlegt að liðið vinni fyrsta leikinn.

Sport
Fréttamynd

Mexíkóbúar unnu Írani með tveimur mörkum

Mexíkó vann Íran 3-1 í fyrsta leik D-riðils á HM í Þýskalandi en Mexíkóbúar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 15 mínútum leiksins. Omar Bravo skoraði tvö marka Mexíkó í leiknum og var valinn maður leiksins en varamaðurinn Antonio Zinha átti þó mikinn þátt í sigrinum því hann kom inn á í hálfleik, lagði upp seinna mark Bravo og skoraði síðan þriðja markið sem innsiglaði sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur

"Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007.

Sport