Íþróttir Í viðræðum við Houllier Ástralska knattspyrnusambandið er nú í viðræðum við Gerald Houllier, þjálfara frönsku meistaranna í Lyon og fyrrum stjóra Liverpool, um að taka við stjórn landsliðsins eftir að Guus Hiddink hættir í sumar. Hiddink tekur við landsliði Rússa eftir HM og talið er að ástralska knattspyrnusambandið vilji tryggja sér stórt nafn til að taka við landsliðinu þegar Hiddink hættir. Mikið knattspyrnufár ríkir nú í Ástralíu í kjölfar góðs gengis landsliðsins og er mikil uppsveifla í boltanum þar í landi um þessar mundir. Sport 24.6.2006 18:49 Leikur Argentínu og Mexíkó að hefjast Nú klukkan 19 er röðin komin að síðari leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM. Fastlega má reikna með skemmtilegum leik þegar Argentínumenn og Mexíkóar leiða saman hesta sína. Javier Saviola og Hernan Crespo koma inn í lið Argentínumanna á ný og Jared Borgetti verður í framlínu Mexíkóa eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Sport 24.6.2006 18:27 Neville úr leik? Svo gæti farið að enski bakvörðurinn Gary Neville kæmi ekki meira við sögu á HM eftir að hann meiddist á ný á kálfa á æfingu í dag. Neville hafði verið á þokkalegum batavegi en hefur nú slegið niður á ný og því er Sven-Göran Eriksson svartsýnn á að leikmaðurinn verði meira með liðinu á mótinu. Talið er að Owen Hargreaves taki stöðu hans í leiknum gegn Ekvador í 16-liða úrslitunum á morgun. Sport 24.6.2006 18:12 Liðið vex með hverjum leik Markaskorarinn Lukas Podolski þakkaði öflugri liðsheild sigurinn á Svíum í 16-liða úrslitum HM í dag, en Podolski skoraði bæði mörk þýska liðsins eftir undirbúning frá Miroslav Klose. Þýska liðið var harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína allar götur þar til mótið hófst, en hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og er komið í 8-liða úrslit. Sport 24.6.2006 18:02 Þjóðverjar í átta liða úrslitin Þjóðverjar unnu auðveldan 2-0 sigur á Svíum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á HM í dag. Það var hinn ungi Lukas Podolski sem skoraði bæði mörk þýska liðsins á fyrstu 12. mínútum leiksins eftir góðan undirbúning Miroslav Klose og eftir það var sigur þýska liðsins vart í hættu. Svíar léku manni færi frá 35. mínútu þegar Teddy Lucic var vikið af leikvelli. Sport 24.6.2006 16:44 Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36 Larsson brenndi af vítaspyrnu Henrik Larsson fékk kjörið tækifæri til að koma Svíum aftur inn í leikinn gegn Þjóðverjum þegar hann fékk vítaspyrnu á 53. mínútu leiksins. Larsson tók spyrnuna sjálfur, en hún fór hátt yfir markið og því er staðan óbreytt - Þjóðverjar hafa yfir 2-0 gegn aðeins tíu Svíum. Michael Ballack hefur verið hvað atkvæðamestur í þýska liðinu í síðari hálfleik og átti meðal annars þrumuskot sem Isaksson varði í stöng og út. Sport 24.6.2006 16:17 Renault í sérflokki á lokaæfingum í Montreal Renault-ökumennirnir Fernando Alonso og Giancarlo Fisichella náðu bestum tíma allra á lokaæfingunum fyrir tímatökurnar í Montreal-kappakstrinum. Heimsmeistarinn Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Kanada, en hefur verið í fantaformi á æfingunum og er til alls líklegur í þetta sinn. Sport 24.6.2006 16:05 Agassi hættir eftir opna bandaríska Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi hefur tilkynnt að hann ætli að leggja spaðann á hilluna eftir opna bandaríska meistaramótið í ágúst. Agassi er 36 ára gamall og hefur í áraraðir verið einn allra besti tennisleikari heims. Hann hefur unnið átta risatitla á ferlinum og er aðeins einn af fimm spilurum í sögunni sem hafa unnið öll fjögur alslemmumótin. Agassi hefur verið atvinnumaður í 20 ár. Sport 24.6.2006 16:00 Þjóðverjar með þægilega stöðu Þjóðverjar hafa yfir 2-0 gegn Svíum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum á HM. Lukas Podolski skoraði mörk þýska liðsins á 4. og 12. mínútu og til að bæta gráu ofan á svart eru Svíarnir einum leikmanni færri eftir að Teddy Lucic var vikið af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald á 35. mínútu. Sport 24.6.2006 15:42 Podolski skorar aftur Lukas Podolski er búinn að koma Þjóðverjum í 2-0 gegn Svíum. Markið kom eftir laglegan undirbúning frá Miroslav Klose alveg eins og fyrsta markið, en vörn sænska liðsins er í molum. Mörkin komu á 4. og 11. mínútu. Sport 24.6.2006 15:12 Podolski kemur Þjóðverjum yfir Þjóðverjar eiga sannkallaða draumabyrjun í leiknum gegn Svíum í Munchen, en Lukas Podolski kom þeim yfir strax á 4. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Miroslav Klose. Þetta er annað mark hins unga Podolski í keppninni og fer leikurinn afar fjörlega af stað. Sport 24.6.2006 15:05 Senderos er úr leik vegna meiðsla Svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos leikur ekki meira með liðinu á HM eftir að hann fór úr axlarlið í leiknum gegn Suður-Kóreu í gær. Senderos byrjaði á því að hljóta ljótan skurð í andliti þegar hann skoraði annað marka liðsins í gær og datt svo illa á öxlina með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta er svissneska liðinu mikið áfall, en talið er að hann verði engu að síður klár í slaginn með Arsenal þegar leikur hefst í ensku úrvalsdeildinni. Sport 24.6.2006 14:57 Leikur Þjóðverja og Svía að hefjast Fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins er nú að hefjast í beinni útsendingu á Sýn og er þar um að ræða viðureign gestgjafanna Þjóðverja og Svía. Hvort lið gerði eina breytingu fyrir leikinn. Christoph Metzelder kemur inn í byrjunarlið Þjóðverja og Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur inn í sænska liðið, sem hefur ekki unnið það þýska síðan árið 1978. Sport 24.6.2006 14:44 Carrick í byrjunarliðinu gegn Ekvador? Breska sjónvarpið greinir frá því í kvöld að Michael Carrick muni að öllum líkindum verða í byrjunarliði Englendinga í leiknum gegn Ekvador í 16-liða úrslitum HM sem leikinn verður í Stuttgart á sunnudaginn. Þá er talið að Owen Hargreaves muni taka stöðu Jamie Carragher í hægri bakverðinum og að enska liðið muni spila leikkerfið 4-5-1 með Wayne Rooney einn í framlínunni. Sport 23.6.2006 21:28 Frakkar áfram Frakkar eru komnir í 16-liða úrslitin á HM eftir að liðið lagði Tógó 2-0 í kvöld með mörkum frá afmælisbarninu Patrick Vieira og Thierry Henry. Á sama tíma tryggðu Svisslendingar sér toppsætið í riðlinum með 2-0 sigri á Suður-Kóreu. Frakkar fá það erfiða verkefni að mæta Spánverjum í 16-liða úrslitunum, en Svisslendingar mæta Úkraínumönnum. Sport 23.6.2006 20:43 Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Nú áðan varð endanlega ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum á HM, en þau hefjast strax á morgun með leik Þjóðverja og Svía klukkan 15:00. Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.6.2006 20:58 Vieira brýtur ísinn Patrick Vieira var að koma Frökkum yfir í leiknum mikilvæga gegn Tógó. Vieira skoraði markið með góðu skoti úr vítateignum eftir snarpa sókn en þeir bláklæddu höfðu áður misst marks í fjölda dauðafæra. Frakkar verða að vinna leikinn til að komast áfram úr riðlinum, og allt stefnir í það miðað við stöðu mála. Sport 23.6.2006 20:13 Frakkar í miklum vandræðum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Frakka og Tógómanna í H-riðlinum á HM og enn hefur ekkert mark verið skorað. Það þýðir að franska liðið er á leið heim eftir riðlakeppnina ef staðan breytist ekki. Í hinum leiknum hafa Svisslendingar 1-0 forystu gegn Suður-Kóreu, þar sem varnarmaðurinn knái Philippe Senderos hjá Arsenal skoraði með skalla og er svissneska liðið því í fínum málum fyrir síðari hálfleikinn. Sport 23.6.2006 19:47 Claudio Reyna hættur Claudio Reyna, leikmaður Manchester City og bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Reyna er almennt álitinn einn besti leikmaður bandaríska liðsins frá upphafi og hefur verið lykilmaður í landsliðinu frá því um miðjan síðasta áratug. Sport 23.6.2006 19:31 West Brom neitar tilboði Wigan í þrjá leikmenn Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að enska 1. deildarliðið West Brom hafi í dag neitað um 10 milljón punda tilboði Wigan í þá Zoltan Gera, Curtis Davies og Nathan Ellington. Forráðamenn West Brom eiga að hafa sagt þvert nei og þvertaka fyrir að leikmenn félagsins séu til sölu þrátt fyrir fallið í fyrstu deild í vor. Sport 23.6.2006 19:07 Áhorf jókst verulega frá í fyrra ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur gefið það út að áhorf á úrslitaeinvígið í NBA sem lauk á dögunum, hafi verið umtalsvert meira en það var í fyrra. Áhorf á úrslitakeppnina sjálfa jókst um 12% frá árinu í fyrra og 13% meira áhorf var að jafnaði á leikina í úrslitunum. Þrettán milljónir áhorfenda sáu að jafnaði hvern leik í rimmu Miami Heat og Dallas Mavericks. Sport 23.6.2006 18:40 Leikur Frakka og Tógó að hefjast á Sýn Frakkar þurfa á sigri að halda í dag ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Zinedine Zidane tekur út leikbann í dag og hefur Domenech þjálfari ákveðið að stilla upp leikkerfinu 4-4-2 með David Trezeguet og Thierry Henry í fremstu víglínu. Patrick Vieira er fyrirliði franska liðsins á 30. afmælisdegi sínum. Sport 23.6.2006 18:23 Varamennirnir nýttu tækifæri sitt vel Spænski varnarmaðurinn Juanito var ánægður með frammistöðu félaga sinna í sigrinum á Sádum í lokaleiknum í riðlakeppninni í dag. Hann segir að þeir varamenn sem fengu tækifæri í leiknum hafi nýtt það vel og staðið fyllilega undir væntingum. Sport 23.6.2006 16:58 Thuram setur met í kvöld Varnarmaðurinn sterki Lilian Thuram hjá franska landsliðinu, setur franskt met í kvöld þegar liðið mætir Tógó í lokaleik sínum í G-riðli. Thuram spilar þá sinn 117. landsleik og slær met fyrrum félaga síns Marcel Desailly í landsliðinu. Sport 23.6.2006 16:37 Ástralar eru vanmetnir Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá ítalska landsliðinu segir að ástralska landsliðið sé vanmetið á HM og eigi eftir að reynast mjög erfiður andstæðingur í þegar liðin mætast í 16-liða úrslitunum á mánudag. Þjálfari Ástrala er sem kunnugt er Hollendingurinn Guus Hiddink, en undir hans stjórn náði lið Suður-Kóreu að slá það ítalska út í keppninni fyrir fjórum árum. Sport 23.6.2006 16:09 Úkraína fylgir Spánverjum í 16-liða úrslitin Spánverjar og Úkraínumenn eru komnir í 16-liða úrslitin á HM eftir að hafa unnið lokaleiki sína í riðlakeppninni í dag. Spánverjar lögðu Sáda 1-0 með marki Juanito í fyrri hálfleik og vafasöm vítaspyrna Andriy Shevchenko tryggði Úkraínumönnum sigur á Túnis og sendi Afríkumennina heim úr keppninni. Sport 23.6.2006 15:56 Zlatan líklega með gegn Þjóðverjum Zlatan Ibrahimovic verður í byrjunarliði Svía þegar liðið mætir Þjóðverjum í 16-liða úrslitum HM á morgun. Þetta segir Lars Lagerback, þjálfari Svía, sem undirbýr lið sitt nú fyrir mjög erfiðan leik á Allianz-Arena í Munchen. Sport 23.6.2006 15:44 Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Sport 23.6.2006 15:05 Spánverjar yfir gegn Sádum Aðeins eitt mark er komið í leikjunum tveimur sem nú standa yfir í H-riðlinum á HM. Spánverjar hafa yfir 1-0 gegn Sádum, þar sem Juanito skoraði með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá Jose Antonio Reyes á 36. mínútu. Staðan í leik Túnisa og Úkraínumanna er enn 0-0, en bæði þessi lið eiga möguleika á að fylgja Spánverjum upp úr riðlinum. Túnisar verða manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Jaziri var vikið af leikvelli fyrir ljótt brot skömmu fyrir leikhlé. Sport 23.6.2006 14:51 « ‹ 187 188 189 190 191 192 193 194 195 … 334 ›
Í viðræðum við Houllier Ástralska knattspyrnusambandið er nú í viðræðum við Gerald Houllier, þjálfara frönsku meistaranna í Lyon og fyrrum stjóra Liverpool, um að taka við stjórn landsliðsins eftir að Guus Hiddink hættir í sumar. Hiddink tekur við landsliði Rússa eftir HM og talið er að ástralska knattspyrnusambandið vilji tryggja sér stórt nafn til að taka við landsliðinu þegar Hiddink hættir. Mikið knattspyrnufár ríkir nú í Ástralíu í kjölfar góðs gengis landsliðsins og er mikil uppsveifla í boltanum þar í landi um þessar mundir. Sport 24.6.2006 18:49
Leikur Argentínu og Mexíkó að hefjast Nú klukkan 19 er röðin komin að síðari leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM. Fastlega má reikna með skemmtilegum leik þegar Argentínumenn og Mexíkóar leiða saman hesta sína. Javier Saviola og Hernan Crespo koma inn í lið Argentínumanna á ný og Jared Borgetti verður í framlínu Mexíkóa eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Sport 24.6.2006 18:27
Neville úr leik? Svo gæti farið að enski bakvörðurinn Gary Neville kæmi ekki meira við sögu á HM eftir að hann meiddist á ný á kálfa á æfingu í dag. Neville hafði verið á þokkalegum batavegi en hefur nú slegið niður á ný og því er Sven-Göran Eriksson svartsýnn á að leikmaðurinn verði meira með liðinu á mótinu. Talið er að Owen Hargreaves taki stöðu hans í leiknum gegn Ekvador í 16-liða úrslitunum á morgun. Sport 24.6.2006 18:12
Liðið vex með hverjum leik Markaskorarinn Lukas Podolski þakkaði öflugri liðsheild sigurinn á Svíum í 16-liða úrslitum HM í dag, en Podolski skoraði bæði mörk þýska liðsins eftir undirbúning frá Miroslav Klose. Þýska liðið var harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína allar götur þar til mótið hófst, en hefur sýnt allar sínar bestu hliðar og er komið í 8-liða úrslit. Sport 24.6.2006 18:02
Þjóðverjar í átta liða úrslitin Þjóðverjar unnu auðveldan 2-0 sigur á Svíum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á HM í dag. Það var hinn ungi Lukas Podolski sem skoraði bæði mörk þýska liðsins á fyrstu 12. mínútum leiksins eftir góðan undirbúning Miroslav Klose og eftir það var sigur þýska liðsins vart í hættu. Svíar léku manni færi frá 35. mínútu þegar Teddy Lucic var vikið af leikvelli. Sport 24.6.2006 16:44
Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36
Larsson brenndi af vítaspyrnu Henrik Larsson fékk kjörið tækifæri til að koma Svíum aftur inn í leikinn gegn Þjóðverjum þegar hann fékk vítaspyrnu á 53. mínútu leiksins. Larsson tók spyrnuna sjálfur, en hún fór hátt yfir markið og því er staðan óbreytt - Þjóðverjar hafa yfir 2-0 gegn aðeins tíu Svíum. Michael Ballack hefur verið hvað atkvæðamestur í þýska liðinu í síðari hálfleik og átti meðal annars þrumuskot sem Isaksson varði í stöng og út. Sport 24.6.2006 16:17
Renault í sérflokki á lokaæfingum í Montreal Renault-ökumennirnir Fernando Alonso og Giancarlo Fisichella náðu bestum tíma allra á lokaæfingunum fyrir tímatökurnar í Montreal-kappakstrinum. Heimsmeistarinn Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Kanada, en hefur verið í fantaformi á æfingunum og er til alls líklegur í þetta sinn. Sport 24.6.2006 16:05
Agassi hættir eftir opna bandaríska Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi hefur tilkynnt að hann ætli að leggja spaðann á hilluna eftir opna bandaríska meistaramótið í ágúst. Agassi er 36 ára gamall og hefur í áraraðir verið einn allra besti tennisleikari heims. Hann hefur unnið átta risatitla á ferlinum og er aðeins einn af fimm spilurum í sögunni sem hafa unnið öll fjögur alslemmumótin. Agassi hefur verið atvinnumaður í 20 ár. Sport 24.6.2006 16:00
Þjóðverjar með þægilega stöðu Þjóðverjar hafa yfir 2-0 gegn Svíum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum á HM. Lukas Podolski skoraði mörk þýska liðsins á 4. og 12. mínútu og til að bæta gráu ofan á svart eru Svíarnir einum leikmanni færri eftir að Teddy Lucic var vikið af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald á 35. mínútu. Sport 24.6.2006 15:42
Podolski skorar aftur Lukas Podolski er búinn að koma Þjóðverjum í 2-0 gegn Svíum. Markið kom eftir laglegan undirbúning frá Miroslav Klose alveg eins og fyrsta markið, en vörn sænska liðsins er í molum. Mörkin komu á 4. og 11. mínútu. Sport 24.6.2006 15:12
Podolski kemur Þjóðverjum yfir Þjóðverjar eiga sannkallaða draumabyrjun í leiknum gegn Svíum í Munchen, en Lukas Podolski kom þeim yfir strax á 4. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Miroslav Klose. Þetta er annað mark hins unga Podolski í keppninni og fer leikurinn afar fjörlega af stað. Sport 24.6.2006 15:05
Senderos er úr leik vegna meiðsla Svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos leikur ekki meira með liðinu á HM eftir að hann fór úr axlarlið í leiknum gegn Suður-Kóreu í gær. Senderos byrjaði á því að hljóta ljótan skurð í andliti þegar hann skoraði annað marka liðsins í gær og datt svo illa á öxlina með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta er svissneska liðinu mikið áfall, en talið er að hann verði engu að síður klár í slaginn með Arsenal þegar leikur hefst í ensku úrvalsdeildinni. Sport 24.6.2006 14:57
Leikur Þjóðverja og Svía að hefjast Fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins er nú að hefjast í beinni útsendingu á Sýn og er þar um að ræða viðureign gestgjafanna Þjóðverja og Svía. Hvort lið gerði eina breytingu fyrir leikinn. Christoph Metzelder kemur inn í byrjunarlið Þjóðverja og Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur inn í sænska liðið, sem hefur ekki unnið það þýska síðan árið 1978. Sport 24.6.2006 14:44
Carrick í byrjunarliðinu gegn Ekvador? Breska sjónvarpið greinir frá því í kvöld að Michael Carrick muni að öllum líkindum verða í byrjunarliði Englendinga í leiknum gegn Ekvador í 16-liða úrslitum HM sem leikinn verður í Stuttgart á sunnudaginn. Þá er talið að Owen Hargreaves muni taka stöðu Jamie Carragher í hægri bakverðinum og að enska liðið muni spila leikkerfið 4-5-1 með Wayne Rooney einn í framlínunni. Sport 23.6.2006 21:28
Frakkar áfram Frakkar eru komnir í 16-liða úrslitin á HM eftir að liðið lagði Tógó 2-0 í kvöld með mörkum frá afmælisbarninu Patrick Vieira og Thierry Henry. Á sama tíma tryggðu Svisslendingar sér toppsætið í riðlinum með 2-0 sigri á Suður-Kóreu. Frakkar fá það erfiða verkefni að mæta Spánverjum í 16-liða úrslitunum, en Svisslendingar mæta Úkraínumönnum. Sport 23.6.2006 20:43
Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Nú áðan varð endanlega ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum á HM, en þau hefjast strax á morgun með leik Þjóðverja og Svía klukkan 15:00. Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Sýn. Sport 23.6.2006 20:58
Vieira brýtur ísinn Patrick Vieira var að koma Frökkum yfir í leiknum mikilvæga gegn Tógó. Vieira skoraði markið með góðu skoti úr vítateignum eftir snarpa sókn en þeir bláklæddu höfðu áður misst marks í fjölda dauðafæra. Frakkar verða að vinna leikinn til að komast áfram úr riðlinum, og allt stefnir í það miðað við stöðu mála. Sport 23.6.2006 20:13
Frakkar í miklum vandræðum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Frakka og Tógómanna í H-riðlinum á HM og enn hefur ekkert mark verið skorað. Það þýðir að franska liðið er á leið heim eftir riðlakeppnina ef staðan breytist ekki. Í hinum leiknum hafa Svisslendingar 1-0 forystu gegn Suður-Kóreu, þar sem varnarmaðurinn knái Philippe Senderos hjá Arsenal skoraði með skalla og er svissneska liðið því í fínum málum fyrir síðari hálfleikinn. Sport 23.6.2006 19:47
Claudio Reyna hættur Claudio Reyna, leikmaður Manchester City og bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með landsliðinu. Reyna er almennt álitinn einn besti leikmaður bandaríska liðsins frá upphafi og hefur verið lykilmaður í landsliðinu frá því um miðjan síðasta áratug. Sport 23.6.2006 19:31
West Brom neitar tilboði Wigan í þrjá leikmenn Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að enska 1. deildarliðið West Brom hafi í dag neitað um 10 milljón punda tilboði Wigan í þá Zoltan Gera, Curtis Davies og Nathan Ellington. Forráðamenn West Brom eiga að hafa sagt þvert nei og þvertaka fyrir að leikmenn félagsins séu til sölu þrátt fyrir fallið í fyrstu deild í vor. Sport 23.6.2006 19:07
Áhorf jókst verulega frá í fyrra ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur gefið það út að áhorf á úrslitaeinvígið í NBA sem lauk á dögunum, hafi verið umtalsvert meira en það var í fyrra. Áhorf á úrslitakeppnina sjálfa jókst um 12% frá árinu í fyrra og 13% meira áhorf var að jafnaði á leikina í úrslitunum. Þrettán milljónir áhorfenda sáu að jafnaði hvern leik í rimmu Miami Heat og Dallas Mavericks. Sport 23.6.2006 18:40
Leikur Frakka og Tógó að hefjast á Sýn Frakkar þurfa á sigri að halda í dag ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Zinedine Zidane tekur út leikbann í dag og hefur Domenech þjálfari ákveðið að stilla upp leikkerfinu 4-4-2 með David Trezeguet og Thierry Henry í fremstu víglínu. Patrick Vieira er fyrirliði franska liðsins á 30. afmælisdegi sínum. Sport 23.6.2006 18:23
Varamennirnir nýttu tækifæri sitt vel Spænski varnarmaðurinn Juanito var ánægður með frammistöðu félaga sinna í sigrinum á Sádum í lokaleiknum í riðlakeppninni í dag. Hann segir að þeir varamenn sem fengu tækifæri í leiknum hafi nýtt það vel og staðið fyllilega undir væntingum. Sport 23.6.2006 16:58
Thuram setur met í kvöld Varnarmaðurinn sterki Lilian Thuram hjá franska landsliðinu, setur franskt met í kvöld þegar liðið mætir Tógó í lokaleik sínum í G-riðli. Thuram spilar þá sinn 117. landsleik og slær met fyrrum félaga síns Marcel Desailly í landsliðinu. Sport 23.6.2006 16:37
Ástralar eru vanmetnir Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá ítalska landsliðinu segir að ástralska landsliðið sé vanmetið á HM og eigi eftir að reynast mjög erfiður andstæðingur í þegar liðin mætast í 16-liða úrslitunum á mánudag. Þjálfari Ástrala er sem kunnugt er Hollendingurinn Guus Hiddink, en undir hans stjórn náði lið Suður-Kóreu að slá það ítalska út í keppninni fyrir fjórum árum. Sport 23.6.2006 16:09
Úkraína fylgir Spánverjum í 16-liða úrslitin Spánverjar og Úkraínumenn eru komnir í 16-liða úrslitin á HM eftir að hafa unnið lokaleiki sína í riðlakeppninni í dag. Spánverjar lögðu Sáda 1-0 með marki Juanito í fyrri hálfleik og vafasöm vítaspyrna Andriy Shevchenko tryggði Úkraínumönnum sigur á Túnis og sendi Afríkumennina heim úr keppninni. Sport 23.6.2006 15:56
Zlatan líklega með gegn Þjóðverjum Zlatan Ibrahimovic verður í byrjunarliði Svía þegar liðið mætir Þjóðverjum í 16-liða úrslitum HM á morgun. Þetta segir Lars Lagerback, þjálfari Svía, sem undirbýr lið sitt nú fyrir mjög erfiðan leik á Allianz-Arena í Munchen. Sport 23.6.2006 15:44
Ecclestone hraunar yfir Bandaríkjamenn Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur nú kastað olíu á eldinn þegar kemur að keppnishaldi í Bandaríkjunum á heimsmeistaramótinu í Formúlu 1. Hin árlega keppni þar í landi fer fram 2. júlí, en það er síðasta keppnin þar í landi á gildandi samningi og miklar umræður hafa verið um að hún gæti orðið sú síðasta. Sport 23.6.2006 15:05
Spánverjar yfir gegn Sádum Aðeins eitt mark er komið í leikjunum tveimur sem nú standa yfir í H-riðlinum á HM. Spánverjar hafa yfir 1-0 gegn Sádum, þar sem Juanito skoraði með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá Jose Antonio Reyes á 36. mínútu. Staðan í leik Túnisa og Úkraínumanna er enn 0-0, en bæði þessi lið eiga möguleika á að fylgja Spánverjum upp úr riðlinum. Túnisar verða manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Jaziri var vikið af leikvelli fyrir ljótt brot skömmu fyrir leikhlé. Sport 23.6.2006 14:51