Sport

Þjóðverjar í átta liða úrslitin

Podolski og Klose tryggðu Þjóðverjum sæti í 8-liða úrslitunum
Podolski og Klose tryggðu Þjóðverjum sæti í 8-liða úrslitunum AFP

Þjóðverjar unnu auðveldan 2-0 sigur á Svíum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna á HM í dag. Það var hinn ungi Lukas Podolski sem skoraði bæði mörk þýska liðsins á fyrstu 12. mínútum leiksins eftir góðan undirbúning Miroslav Klose og eftir það var sigur þýska liðsins vart í hættu. Svíar léku manni færi frá 35. mínútu þegar Teddy Lucic var vikið af leikvelli.

Henrik Larsson fékk kjörið tækifæri til að hleypa spennu í leikinn þegar hann fiskaði vítaspyrnu á 53. mínútu, en skaut hátt yfir úr spyrnunni. Eftir það voru það Þjóðverjar sem réðu algjörlega ferðinni og í raun má segja að það hafi verið Isaksson í sænska markinu sem var maður leiksins - því hann bjargaði liðinu frá stærra tapi með frábærum töktum milli stanganna. Tvívegis náði hann að verja skot þýska liðsins í stöng, en það eru gestgjafarnir Þjóðverjar sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar og mæta þar sigurvegaranum úr leik Argentínu og Mexíkó sem verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×