Íþróttir Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Sport 29.6.2006 22:42 Nadal mætir Agassi Spænski tenniskappinn Rafael Nadal, sem er í öðru sæti heimslistans, mætir gamla brýninu Andre Agassi í þriðju umferð Wimbledon-mótsins, eftir að hann lagði Robert Kendrick með naumindum 6-7 (4-7) 3-6 7-6 (7-2) 7-5 og 6-4 í dag. Agassi lagði Ítalann Andreas Seppi 6-4 7-6 (7-2) 6-4, en Agassi er að spila á sínu síðasta Wimbledon móti. Sport 29.6.2006 18:55 Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24 Hefur engar áhyggjur af Ronaldo Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af skrifum spænsku blaðanna að undanförnu, en forsetakosningarnar hjá Real Madrid hafa valdið nokkru fjaðrafoki á Englandi eftir að hver forsetaframbjóðandinn á eftir öðrum lofað að fá heimsklassa leikmenn til félagsins, nái hann kjöri. Sport 29.6.2006 16:35 Mætum til leiks eins og öskrandi ljón Jurgen Klinsmann segir sína menn heldur betur tilbúna í hinn erfiða leik við Argentínumenn í 8-liða úrslitunum á HM á morgun. Þjóðverjar hafa verið í miklu stuði það sem af er móti á heimavelli sínum og segir Klinsmann þá ætla að láta Argentínumennina finna fyrir því á morgun. Sport 29.6.2006 15:53 Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir. Sport 29.6.2006 15:36 Hættur að dæma landsleiki Enski dómarin Graham Poll tilkynnti í dag að hann væri hættur að dæma landsleiki í kjölfar þess að hann var sendur heim af HM í gær. Poll gerði afdrifarík mistök þegar hann dæmdi leik Króata og Ástrala sem kostuðu hann frekari þáttöku á mótinu. Hann sagðist vera eyðilagður yfir þessari niðurstöðu í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina. Sport 29.6.2006 15:29 Pawel Janas þjálfari segir af sér Landsliðsþjálfari Pólverja, Pawel Janas, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að liðið varð fyrsta liðið til að falla úr riðlakeppninni á HM. Miklar vonir voru bundnar við pólska liðið á HM, en eftir tap fyrir Ekvador og Þýskalandi, urðu þær vonir að engu. Sport 29.6.2006 15:20 Bargnani valinn fyrstur Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA. Sport 29.6.2006 14:17 Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26 Graham Poll sendur heim Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll varð í dag einn þeirra fjórtán dómara sem lokið hafa keppni á HM og halda til síns heima. Poll átti skelfilegan dag þegar hann dæmdi leik Ástrala og Króata í riðlakeppninni og gerði sú frammistaða útslagið með það að þessi reyndi dómari fengi ekki að halda áfram að dæma í mótinu. Sport 28.6.2006 18:25 Ekki í hefndarhug gegn Portúgölum Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera með hefnd í huga þegar lið hans mætir Portúgal í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Portúgalar slógu Englendinga út úr Evrópukeppninni fyrir tveimur árum. Sport 28.6.2006 17:11 Tony Adams aðstoðar Redknapp Úrvalsdeildarlið Portsmouth hefur ráðið Tony Adams til starfa sem aðstoðarmann knattspyrnustjórans Harry Redknapp. Adams gerði garðinn frægan hjá Arsenal í mörg ár sem leikmaður, en hefur síðar m.a. stýrt liði Wycombe í neðri deildunum á Englandi og starfað sem þjálfari í Hollandi. Sport 28.6.2006 17:07 Óttaðist að komast ekki á HM Framherjinn sterki Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann hafi óttast mjög að hann missti af HM eftir að hann fótbrotnaði fyrir um tveimur mánuðum. Rooney tókst þó að jafna sig í tæka tíð og komst á mótið, en á enn eftir að komast á blað í markaskorun. Sport 28.6.2006 17:00 Íhugar að hætta Luis Aragones hefur látið í það skína að hann muni segja af sér sem landsliðsþjálfari Spánverja, eftir að liðinu mistókst að ná því takmarki sem hann hafði sett fyrir HM. Aragones hótaði að segja af sér ef liðið yrði ekki á meðal fjögurra efstu og þó hann hafi ekki í hyggju að hætta þjálfun, þykir líklegt að hann muni stíga af stóli á næstu dögum. Spænska knattspyrnusambandið hefur þó farið þess á leit við Aragones að hann stýri liðinu fram yfir EM eftir tvö ár. Sport 28.6.2006 16:55 Deco sigurviss Miðjumaðurinn Deco hjá portúgalska landsliðinu, segist þess fullviss að hans menn vinni sigur á Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM um helgina. Deco þarf sjálfur að fylgjast með leiknum úr stúkunni, því hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í síðasta leik. Sport 28.6.2006 15:13 Neitar leikaraskap Thierry Henry hefur neitað að hafa notað leikræna tilburði þegar hann fiskaði aukaspyrnuna umdeildu sem varð aðdragandinn að öðru marki Frakka gegn Spánverjum í gær. Þjálfari Spánverja kvartaði sáran undan dómgæslunni í þessu tilviki, en Henry heldur fram sakleysi sínu í málinu. Sport 28.6.2006 15:04 Lánaður til Portsmouth Varnarmaðurinn Glen Johnson hjá Englandsmeisturum Chelsea hefur gengið frá eins árs lánssamningi við Portsmouth. Johnson hefur lítið fengið að spreyta sig í liði Chelsea á síðustu misserum og gerir sér vonir um að hleypa lífi í feril sinn að nýju með því að eiga von á byrjunarliðssæti hjá Harry Redknapp og félögum. Johnson er aðeins 21 árs gamall og gekk í raðir Chelsea fyrir 6 milljónir punda árið 2003. Sport 28.6.2006 14:57 Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46 Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08 Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42 Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35 Heiðar í 20.-25. sæti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir. Sport 27.6.2006 23:35 Aldershot Town á eftir Keflvíkingum Enska utandeildarliðið Aldershot Town FC gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og sendi útsendara á leik Dungannon Swifts og Keflavíkur í Intertoto-keppninni. Terry Brown, knattspyrnustjóri liðsins, segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem félagið sendir menn erlendis til að fylgjast með leikmönnum. Sport 27.6.2006 23:35 Ævintýrið heldur áfram Gamla brýnið Zinedine Zidane sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í kvöld þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark Frakka í sigrinum á Spánverjum. Ef Frakkar hefðu tapað leiknum hefði það orðið síðasti leikur Zidane á ferlinum, en sá gamli var greinilega ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Sport 27.6.2006 22:25 Reiður út í dómarann Luis Aragones var ekki sáttur við frammistöðu dómarans þegar hans menn féllu úr keppni í 16-liða úrslitunum á HM í kvöld. Aragones sagði annað mark Frakka hafa komið upp úr aukaspyrnu sem hafi alls ekki verið fengin af sanngirni. Sport 27.6.2006 22:16 Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á HM og nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum sem hefjast á föstudag. Þau hefjast með stórleik Þjóðverja og Argentínumanna klukkan 15 og svo mætast Ítalar og Úkraínumenn klukkan 19 sama kvöld. Á laugardag mætast svo Englendingar og Portúgalar klukkan 15 og 8-liða úrslitunum lýkur svo með leik Brasilíumanna og Frakka klukkan 19. Sport 27.6.2006 21:00 Frakkar í 8-liða úrslitin Frakkar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér þáttöku í 8-liða úrslitum HM, þegar liðið lagði Spánverja 3-1 í Hannover. David Villa kom Spánverjum yfir á 27. með marki úr vítaspyrnu, en Franck Ribery jafnaði á þeirri 41. Það voru svo gömlu refirnir Patrick Vieira og Zinedine Zidane sem innsigluðu sigur Frakka með mörkum á síðustu mínútum leiksins og mætir liðið Brasilíu í næstu umferð keppninnar. Sport 27.6.2006 20:52 Jafnt í hálfleik hjá Frökkum og Spánverjum Staðan í leik Frakka og Spánverja í lokaleik 16-liða úrslitanna á HM er jöfn 1-1 í hálfleik. David Villa kom Spánverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu, en vængmaðurinn Franck Ribery jafnaði metin fyrir Frakka á 41. mínútu. Sport 27.6.2006 20:00 Zidane kemur inn fyrir Trezeguet Lokaleikurinn í 16-liða úrslitunum á HM er viðureign Frakka og Spánverja sem hefst klukkan 19:00. Þarna mætast tvö af stórliðum Evrópu og ljóst að hart verður barist í kvöld. Zinedine Zidane er kominn inn í lið Frakka í stað David Trezeguet. Sport 27.6.2006 18:26 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 334 ›
Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Sport 29.6.2006 22:42
Nadal mætir Agassi Spænski tenniskappinn Rafael Nadal, sem er í öðru sæti heimslistans, mætir gamla brýninu Andre Agassi í þriðju umferð Wimbledon-mótsins, eftir að hann lagði Robert Kendrick með naumindum 6-7 (4-7) 3-6 7-6 (7-2) 7-5 og 6-4 í dag. Agassi lagði Ítalann Andreas Seppi 6-4 7-6 (7-2) 6-4, en Agassi er að spila á sínu síðasta Wimbledon móti. Sport 29.6.2006 18:55
Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24
Hefur engar áhyggjur af Ronaldo Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af skrifum spænsku blaðanna að undanförnu, en forsetakosningarnar hjá Real Madrid hafa valdið nokkru fjaðrafoki á Englandi eftir að hver forsetaframbjóðandinn á eftir öðrum lofað að fá heimsklassa leikmenn til félagsins, nái hann kjöri. Sport 29.6.2006 16:35
Mætum til leiks eins og öskrandi ljón Jurgen Klinsmann segir sína menn heldur betur tilbúna í hinn erfiða leik við Argentínumenn í 8-liða úrslitunum á HM á morgun. Þjóðverjar hafa verið í miklu stuði það sem af er móti á heimavelli sínum og segir Klinsmann þá ætla að láta Argentínumennina finna fyrir því á morgun. Sport 29.6.2006 15:53
Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir. Sport 29.6.2006 15:36
Hættur að dæma landsleiki Enski dómarin Graham Poll tilkynnti í dag að hann væri hættur að dæma landsleiki í kjölfar þess að hann var sendur heim af HM í gær. Poll gerði afdrifarík mistök þegar hann dæmdi leik Króata og Ástrala sem kostuðu hann frekari þáttöku á mótinu. Hann sagðist vera eyðilagður yfir þessari niðurstöðu í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina. Sport 29.6.2006 15:29
Pawel Janas þjálfari segir af sér Landsliðsþjálfari Pólverja, Pawel Janas, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að liðið varð fyrsta liðið til að falla úr riðlakeppninni á HM. Miklar vonir voru bundnar við pólska liðið á HM, en eftir tap fyrir Ekvador og Þýskalandi, urðu þær vonir að engu. Sport 29.6.2006 15:20
Bargnani valinn fyrstur Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA. Sport 29.6.2006 14:17
Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26
Graham Poll sendur heim Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll varð í dag einn þeirra fjórtán dómara sem lokið hafa keppni á HM og halda til síns heima. Poll átti skelfilegan dag þegar hann dæmdi leik Ástrala og Króata í riðlakeppninni og gerði sú frammistaða útslagið með það að þessi reyndi dómari fengi ekki að halda áfram að dæma í mótinu. Sport 28.6.2006 18:25
Ekki í hefndarhug gegn Portúgölum Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera með hefnd í huga þegar lið hans mætir Portúgal í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Portúgalar slógu Englendinga út úr Evrópukeppninni fyrir tveimur árum. Sport 28.6.2006 17:11
Tony Adams aðstoðar Redknapp Úrvalsdeildarlið Portsmouth hefur ráðið Tony Adams til starfa sem aðstoðarmann knattspyrnustjórans Harry Redknapp. Adams gerði garðinn frægan hjá Arsenal í mörg ár sem leikmaður, en hefur síðar m.a. stýrt liði Wycombe í neðri deildunum á Englandi og starfað sem þjálfari í Hollandi. Sport 28.6.2006 17:07
Óttaðist að komast ekki á HM Framherjinn sterki Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann hafi óttast mjög að hann missti af HM eftir að hann fótbrotnaði fyrir um tveimur mánuðum. Rooney tókst þó að jafna sig í tæka tíð og komst á mótið, en á enn eftir að komast á blað í markaskorun. Sport 28.6.2006 17:00
Íhugar að hætta Luis Aragones hefur látið í það skína að hann muni segja af sér sem landsliðsþjálfari Spánverja, eftir að liðinu mistókst að ná því takmarki sem hann hafði sett fyrir HM. Aragones hótaði að segja af sér ef liðið yrði ekki á meðal fjögurra efstu og þó hann hafi ekki í hyggju að hætta þjálfun, þykir líklegt að hann muni stíga af stóli á næstu dögum. Spænska knattspyrnusambandið hefur þó farið þess á leit við Aragones að hann stýri liðinu fram yfir EM eftir tvö ár. Sport 28.6.2006 16:55
Deco sigurviss Miðjumaðurinn Deco hjá portúgalska landsliðinu, segist þess fullviss að hans menn vinni sigur á Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM um helgina. Deco þarf sjálfur að fylgjast með leiknum úr stúkunni, því hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í síðasta leik. Sport 28.6.2006 15:13
Neitar leikaraskap Thierry Henry hefur neitað að hafa notað leikræna tilburði þegar hann fiskaði aukaspyrnuna umdeildu sem varð aðdragandinn að öðru marki Frakka gegn Spánverjum í gær. Þjálfari Spánverja kvartaði sáran undan dómgæslunni í þessu tilviki, en Henry heldur fram sakleysi sínu í málinu. Sport 28.6.2006 15:04
Lánaður til Portsmouth Varnarmaðurinn Glen Johnson hjá Englandsmeisturum Chelsea hefur gengið frá eins árs lánssamningi við Portsmouth. Johnson hefur lítið fengið að spreyta sig í liði Chelsea á síðustu misserum og gerir sér vonir um að hleypa lífi í feril sinn að nýju með því að eiga von á byrjunarliðssæti hjá Harry Redknapp og félögum. Johnson er aðeins 21 árs gamall og gekk í raðir Chelsea fyrir 6 milljónir punda árið 2003. Sport 28.6.2006 14:57
Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46
Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08
Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42
Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35
Heiðar í 20.-25. sæti Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir. Sport 27.6.2006 23:35
Aldershot Town á eftir Keflvíkingum Enska utandeildarliðið Aldershot Town FC gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og sendi útsendara á leik Dungannon Swifts og Keflavíkur í Intertoto-keppninni. Terry Brown, knattspyrnustjóri liðsins, segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem félagið sendir menn erlendis til að fylgjast með leikmönnum. Sport 27.6.2006 23:35
Ævintýrið heldur áfram Gamla brýnið Zinedine Zidane sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í kvöld þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark Frakka í sigrinum á Spánverjum. Ef Frakkar hefðu tapað leiknum hefði það orðið síðasti leikur Zidane á ferlinum, en sá gamli var greinilega ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Sport 27.6.2006 22:25
Reiður út í dómarann Luis Aragones var ekki sáttur við frammistöðu dómarans þegar hans menn féllu úr keppni í 16-liða úrslitunum á HM í kvöld. Aragones sagði annað mark Frakka hafa komið upp úr aukaspyrnu sem hafi alls ekki verið fengin af sanngirni. Sport 27.6.2006 22:16
Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á HM og nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum sem hefjast á föstudag. Þau hefjast með stórleik Þjóðverja og Argentínumanna klukkan 15 og svo mætast Ítalar og Úkraínumenn klukkan 19 sama kvöld. Á laugardag mætast svo Englendingar og Portúgalar klukkan 15 og 8-liða úrslitunum lýkur svo með leik Brasilíumanna og Frakka klukkan 19. Sport 27.6.2006 21:00
Frakkar í 8-liða úrslitin Frakkar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér þáttöku í 8-liða úrslitum HM, þegar liðið lagði Spánverja 3-1 í Hannover. David Villa kom Spánverjum yfir á 27. með marki úr vítaspyrnu, en Franck Ribery jafnaði á þeirri 41. Það voru svo gömlu refirnir Patrick Vieira og Zinedine Zidane sem innsigluðu sigur Frakka með mörkum á síðustu mínútum leiksins og mætir liðið Brasilíu í næstu umferð keppninnar. Sport 27.6.2006 20:52
Jafnt í hálfleik hjá Frökkum og Spánverjum Staðan í leik Frakka og Spánverja í lokaleik 16-liða úrslitanna á HM er jöfn 1-1 í hálfleik. David Villa kom Spánverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu, en vængmaðurinn Franck Ribery jafnaði metin fyrir Frakka á 41. mínútu. Sport 27.6.2006 20:00
Zidane kemur inn fyrir Trezeguet Lokaleikurinn í 16-liða úrslitunum á HM er viðureign Frakka og Spánverja sem hefst klukkan 19:00. Þarna mætast tvö af stórliðum Evrópu og ljóst að hart verður barist í kvöld. Zinedine Zidane er kominn inn í lið Frakka í stað David Trezeguet. Sport 27.6.2006 18:26