Almannavarnir

Fréttamynd

Hafa mestar á­hyggjur af vatns­tjóni í borginni

Al­manna­varnir biðla til fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa á suð­vestur­horninu, að huga vel að niður­föllum við hús sín og í næsta ná­grenni fyrir kvöldið. Rauð við­vörun hefur verið gefin út vegna ó­veðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úr­komu.

Innlent
Fréttamynd

Veður­vaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu.

Innlent
Fréttamynd

Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun

Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi vegna óveðursins aflétt

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Af neyðarstigi niður á hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist

Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. 

Innlent
Fréttamynd

Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu

Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 

Innlent
Fréttamynd

Erfið staða innan skóla­kerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“

Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst.

Innlent
Fréttamynd

Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Ættum að draga okkur inn í skel til að halda at­vinnu­lífinu gangandi

Allar hug­myndir um að veita at­vinnu­rek­endum vald til að kalla fólk í sótt­kví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Al­manna­varnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið at­vinnu­lífinu á floti næstu vikur á meðan met­fjöldi Ís­lendinga er í ein­angrun og sótt­kví.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til skoðunar að stytta ein­angrun meira í bili

Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Smitrakningarteymið breytir um taktík

Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt.

Innlent
Fréttamynd

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.

Innlent