Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 16:29 Íshellan í Grímsvötnum er að lækka. Vísir/RAX Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira