Viðskipti

Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent.

Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,94 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Viðskiptin á bak við gengisþróunina eru sjö talsins upp á 37,4 milljónir króna. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Bakkavarar upp á 270 þúsund krónur.

Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna.

Talsverð hækkun í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent.

Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum
Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp.

Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent.

Gengi Eimskips fellur um 20 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent.

Gengi Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur í 41,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í aprílok 2004.

Össur og Marel ein á hreyfingu í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,58 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 1,38 prósent á sama tíma.

Danir kaupa hlutabréf í Össuri
ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens, lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna í Danmörku, einn stærsti lífeyrissjóður landsins, keypti í gær öll hlutabréf Jóns Sigurðssonar, forstjóra félagsins.

Gengi Marel Food Systems fellur um 2,22 prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 2,22 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgir gengi Össurar, sem hefur lækkað um 0,67 prósent.

Krónan styrkist um 1,4 prósent
Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum.

Gengi bréfa Marel féll um 2,4 prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,25 prósent, Össurar, sem fór niður um 1,13 prósent og Bakkavarar, sem lækkaði um 0,74 prósent.

Gengi bréfa Marel fellur um tæp þrjú prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Færeyjabanka hækkað um 0,83 prósent.

Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða í fyrra
Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 769,7 milljónir króna í hitteðfyrra. Fjárfestingafélagið, sem er kjölfestufjárfestir Marel Food Systems og næststærsti hluthafi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, hefur gripið til viðamikilla aðgerða gegn erfiðum aðstæðum á mörkuðum og meðal annars samið um framlengingu lána fram til 2011.

Bréf Marel Food Systems falla í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,58 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á móti hefur gengi bréfa Færeyjabanka haldið áfram að hækka, eða um 0,84 prósent.

Gengi bréfa Össurar féll um rúm átta prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 7,08 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Century Aluminum hækkaði á sama tíma um 1,45 prósent. Þá féll gengi bréfa Össurar um 8,15 prósent.

Gengi bréfa í Össur fellur um átta prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 6,64 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar fallið um átta prósent.

Segja Marel ekki á leið úr landinu
Ný framkvæmdastjórn Marel Food System stýrir samþættingu og innri uppbyggingu eftir mikinn ytri vöxt síðustu ára. Nýr forstjóri segir fyrirtækið ekki á förum frá landinu.

Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt
Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans um síðustu helgi.

Glæsileg lausn
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts.

Gengi bréfa í Marel fellur um 2,39 prósent
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,39 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni og stendur í 45 krónum á hlut. Þá féll gengi bréf aí Bakkavör um 2,1 prósent. Gengi annarra félaga hefur ekki hreyfst úr stað.

Enn hækkar gengi Össurar
Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkunin í Kauphöllinni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,19 prósent.

Engin krónukaup síðan á fimmtudag
Gengisvísitala krónunnar hefur ekkert breyst í dag. Skýringin á því er sú að engin viðskipti hafa átt sér stað með krónur á gjaldeyrismarkaði hjá bönkunum síðan á fimmtudag.

Enn hækkar gengi Össurar
Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá.

Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,36 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Færeyjabanka um 0,92 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins.

Einu viðskiptin með Marel Food Systems í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Fimm viðskipti upp á 23,5 milljónir króna standa á bak við gengislækkunina. Þetta er jafnframt eina hreyfinging á markaðnum í dag.

Grænir sprotar efnahagsbatans
Nú er komið að því að Íslendingar ákveði hvort þeir ætla að taka höndum saman um að rífa sig upp úr svartnætti vetrarins og horfa fram á veginn með markvissri uppbyggingu samfélagsins eða halda áfram að vorkenna sér.

Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða.

Dýr leið valin við endurreisn bankanna
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins.