Viðskipti

Fréttamynd

Reynt að halda viðskiptum FL Group

Forstjóri Skeljungs, sem selur Icelandair eldsneyti, segir að fyrirtækið ætli að reyna að halda viðskiptunum, en flugfélagið ætlar að hefja eigin innflutning. Flugleiðir keyptu á síðasta ári eldsneyti fyrir tæplega sex milljarða króna, þar af um helminginn hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitir tímabundið MS/MBF

Mjólkursamsalan hefur nú formlega sameinast Mjólkurbúi Flóamanna og hefur nú fengið nýtt nafn sem reyndar er einungis skammstöfun, MS/MBF. Það er til allrar hamingju tímabundin ráðstöfun því ný stjórn ætlar að velja nýtt nafn fljótlega að undangenginni samkeppni meðal starfsmanna og mjólkurframleiðenda þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing og Airbus berjast í Asíu

Flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing keppast nú við að selja flugfélögum í Asíu framleiðslu sína en eftirspurn flugfélaga í álfunni eftir flugvélum hefur aukist mikið með batnandi efnahag. Boeing, sem er bandarískt fyrirtæki, hefur að undanförnu misst fjölmarga samninga til evrópska samkeppnisaðilans Airbus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group íhugar olíuinnflutning

Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður og kaup á banka

KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinna saman að tilboði í Símann

Hópur fjárfesta vinnur nú að tilboði í Símann. Í hópnum eru Atorka Group, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson, Jón Snorrason og Sturla Snorrason. Hópurinn útilokar ekki samstarf við aðra, en í fréttatilkynningu frá þeim segir að fjárfestarnir hafi ekki starfað saman áður. Þeir vonast til að einkavæðingarferlið verði gagnsætt þannig að allir sitji við sama borð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keahótel reka Hótel Borg

Keahótel og Hótel Borg undirrituðu í gær samning um að fyrrnefnda félagið taki við rekstri Hótel Borgar við Austurvöll. Ekki er um kaup á hótelinu að ræða heldur var gerður leigusamningur til næstu 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keahótelum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ver hagsmuni sína í kjölfar dóms

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Síminn muni verja hagsmuni sína í framhaldi af Hæstaréttardómi yfir þremur sakborningum í Landssímamálinu sem féll í gær. Lögfræðingar fyrirtækisins eru nú að kanna málið en eftir að dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári segir hún grunn hafa verið lagðan að bótaskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Avion 2,5 milljarðar

Hagnaður af rekstri Avion Group, móðurfélags Atlanta, Íslandsflugs og Exel Airways, nam tveimur og hálfum milljarði króna eftir skatta í fyrra og munaði þar mestu um mikinn hagnað af Exel Airways.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður jókst um 266%

Hagnaður af rekstri Kaupþings banka eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam ellefu milljörðum króna og jókst um rúm 266 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hvern hlut nam 17 krónum en var sjö krónur í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Straums 4,5 milljarðar

Straumur Fjárfestingabanki hagnaðist um rúma fjóra og hálfan milljarð eftir skatta á fyrsta þremur mánuðum ársins. Það er 127 prósenta hækkun miðað við árið í fyrra en þá nam hagnaðurinn rúmum tveimur milljörðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður BP-olíurisans

Breska risaolíufyrirtækið BP, sem m.a. vinnur olíu úr Norðursjó, skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Olíuhluti Norsk Hydro sýndi líka mjög góða afkomu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Almenningur í klemmu

Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn barist um vörumerkið Iceland

Enn er barist um notkun orðsins Iceland sem vörumerkis. Breska verslanakeðjan Iceland, sem er í eigu Baugs, hafði boðist til að draga til baka umsókn um einkarétt á skráningu heitisins í löndum Evrópusambandsins, að beiðni íslenskra stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varað við erlendri skuldasöfnun

Viðskiptahallinn í ár stefnir í að vera sá mesti síðan eftir fyrra stríð og á sér ekki hliðstæðu í þróuðu ríki. Seðlabankastjóri segir skuldasöfnun helst ógna stöðu þjóðarbúsins en fjármálakerfið sé í meginatriðum traust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki aðhafst frekar

KB banki segir að Fjármálaeftirlitið hafi lýst því yfir við bankann að það telji ekki tilefni til að aðhafast frekar í máli er varðar ítrekuð tilmæli Fjármálaeftirlitsins til bankans um að hann veiti fyrrverandi viðskiptavini tilteknar upplýsingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Esso hækkar olíu- og bensínverð

Olíufélagið Esso hefur hækkað verð á bensíni og díselolíu um eina krónu og fimmtíu aura og má rekja hækkunina til hækkunar á heimsmarkaðsverði og lækkunar á gengi krónunnar. Gengi krónunnar lækkaði um liðlega eitt prósent í gær sem er mikil lækkun á einum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattaumhverfi gæti orðið betra

Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skeljungur og Olís í fótspor Esso

Öll stóru olíufélögin, Esso, Olís og Skeljungur, hafa hækkað verð á bensíni og díselolíu um eina krónu og fimmtíu aura og má rekja það til hækkunar á heimsmarkaðsverði og lækkunar krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði

Ný stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem komst til valda í síðustu viku, hefur þegar skipt um sparisjóðsstjóra. Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur, sem ráðinn var sparisjóðsstjóri síðastliðið haust hefur nú vikið fyrir Magnúsi Ægi Magnússyni sem starfað hefur hjá Sparisjóðnum í sjö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðarverð hækkar um 13%

Hækkun á verðmæti íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi nemur þrettán prósentum. Það jafngildir 315 þúsund krónum á hvern íbúa samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Það bætist við drjúga verðmætaaukningu á síðasta ári þegar verð íbúða á svæðinu hækkaði um 23 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni við Línu.Net samþykktur

Samkeppnissráð samþykkti í dag samruna Og Vodafone og Línu.Nets. Þetta kemur fram á heimasíður Kauphallar Íslands. Í ákvörðun ráðsins segir að samkeppnisráð telji ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar á ný

Olíuverð fer nú hækkandi á ný eftir að bilanir komu upp í olíuhreinsunarstöðvum í Bandaríkjunum. Að auki ríkir vissa um að jaðra muni við skort þegar sumarleyfatímabilið hefst á Vesturlöndum en þá eykst eldsneytisþörfin jafnan. Á Bandaríkjamarkaði kostaði fatið um 56 dollara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frekari fjárfestingar í Hollandi

Samskip hafa keypt frystiflutninga- og geymslustarfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Kloosterboer og verður hún sameinuð frystiflutningastarfsemi Samskipa. Með kaupunum eykst heildargeymslupláss Samskipa á frystum sjávarafurðum um 84 þúsund tonn, en fyrir var Samskip með sex þúsund tonna frystigeymslu í Sundahöfn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur kaupir meira

Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

50 milljarða kortaviðskipti

Seðlabankinn segir að gríðarleg eyðsla landsmanna að undanförnu geti leitt til þenslu í hagkerfinu sem ástæða sé til að hafa áhyggjur af. Landsmenn hafa sjaldan eytt eins miklu og á fyrstu þremur mánuðum ársins þegar þeir notuðu kreditkort fyrir tæplega fimmtíu milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr hækkun íbúðaverðs

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4% milli febrúar og mars samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Næstu mánuði á undan mældist meiri hækkun á milli mánaða, um eða yfir 5% þegar litið er til janúar og febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Viðskipti innlent