Viðskipti

Fréttamynd

Fjármálastjóri Enron í steininn

Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýtti undir áhuga á viðskiptum

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, komst í fyrstu bók Michaels E. Porter um samkeppniskraftagreininguna frá 1980 í kringum 1988 þegar hann var við nám í MIT í Boston í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jarðboranir tryggja sér nýjan liðsauka

Jarðboranir hafa gengið frá samningum um kaup á nýjum hátæknibor sem verður afhentur næsta sumar. Verður hann sá öflugasti í tækjaflota félagsins og fær um að bora niður á allt að rúmlega fimm kílómetra dýpi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Braut blað í stefnumótunarfræðum

Runólfur Smári Stein­þórsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnumótunar og fyrirtækjarekstrar sé ótvíræð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lufthansa kaupir ekki í SAS

Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar herja á heimilitölvur

Tölvuþrjótar herja í auknum mæli á heimilistölvur með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingar almennings. Þetta segir bandaríska vírusbanafyrirtækið Symanstec, sem kannaði nýlega stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efasemdir um enn víðtækari samruna

Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir mælir með Atorku

Mælt er með kaupum í Atorku Group í nýlegri greiningu Glitnis. Verðmatsgengi á Atorku er 7,3 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 6,35 en markgengi, þar sem Glitnir sér gengi Atorku standa í eftir sex mánuði, er sjö krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip á áætlun

Eimskip skilaði rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á 1,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og 3,3 milljörðum króna fyrir fyrstu níu mánuði reikningsársins. Hlutfall EBITDA af veltu nam fjórtán prósentum. Tekjur Eimskipa á fjórðungnum námu tíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handbók athafnamannsins komin út

Stjórnendur og aðrir þeir sem koma að rekstri fyrirtækja, eða hyggjast stofna fyrirtæki, geta nú brosað breiðara og andað léttar. Í samstarfi við SPRON hefur Páll Kr. Pálsson gefið út bókina Handbók athafnamannsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ikea ræður þúsundir starfsmanna

Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkun á hráolíuverði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mæla með stofnun heildsölubanka

Stýrihópur sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum mælir með stofnun nýs heildsölubanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæti hagnast um 20 milljarða við sölu á Icelandair

Eignarhaldsfélagið FL Group gæti hagnast um tuttugu milljarða króna með fyrirhugaðri sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Það yrði einhver mesti söluhagnaður á svo skömmum tíma sem um getur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Sviss

Sviss, Finnland og Svíþjóð eru í þremur efstu sætum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heimsins, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum, sem kom út í dag. Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fyrra en fellu niður í sjötta sæti. Ísland fer upp um tvö sæti á milli ára og vermir nú 14. sætið yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrum forstjóri WorldCom í fangelsi

Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári en hefur margsinnis áfrýjað dóminum. Verði Ebbers allan tímann í fangelsi fær hann lausn árið 2028.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally, forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. Hamp varð starfsmannastjóri Ford í nóvember á síðasta ári undir stjórn Bill Ford, fráfarandi forstjóra, en þeir Hamp eru mágar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil veltuaukning í dagvöruverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Sé miðað við hlaupandi verðlag nemur aukningin 22,1 prósenti á milli ára. Áfengi jókst verulega á milli ára eða um 28,3 prósent á hlaupandi verðlagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn kaupir breskan banka

Landsbankinn hefur fengið samþykki fjármálaeftirlitsins bæði hér á landi og í Guernsey fyrir kaupum á Cheshire Guernsey Limited, banka á eynni Guernsey í Ermasundi. Bankinn greindi frá því 4. ágúst að samningar hefðu náðst um kaup á bankanum í Guernsey.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM semur við norskt tryggingafyrirtæki

Tryggingamiðstöðin hefur gert samning við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf á sviði frum- og endurtrygginga. Samningurinn nær til vátrygginga vegna hátt á áttunda hundrað báta og skipa og er til þriggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minna háðir innlendu efnahagsumhverfi

Matsfyrirtækið Fitch Ratings, sem metur lánshæfi opinberra aðila og fyrirtækja, segir í nýrri skýrslu að íslenska bankakerfið hafi tekið róttækum breytingum undanfarin ár og að bankarnir séu nú minna háðir innlendu efnahagsumhverfi en áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Avion Group undir væntingum

Avion Group skilaði rétt rúmlega 201,5 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi reikningsársins sem lauk í júlí. Þetta er undir væntingum stjórnenda félagsins en bæði KB banki og Landsbankinn reiknuðu með að félagið myndi skila yfir fimm milljarða króna hagnaði á fjórðungnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 60 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 60 bandaríkjadali á tunnu á nokkrum helstu fjármálamörkuðum í dag. Hráolíuverðið hefur ekki verið lægra í rúmt hálf ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýsköpunarsjóður í útrás með Marorku

Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010.

Viðskipti innlent