ÍE stefnir fyrrv. starfsmönnum og keppinaut fyrir upplýsingastuld 26. september 2006 15:25 MYND/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira