Ástin og lífið

Fréttamynd

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Lífið
Fréttamynd

Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins

Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr deilir mynd­bandi af fæðingu sonar síns

Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör fann ástina í með­ferð

Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.

Lífið
Fréttamynd

Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu

Lengi má manninn reyna, svo ekki sé minnst á ástarsambandið. Undanfarin misseri hafa óhjákvæmilega reynt á ýmsar stoðir lífsins sökum heimsfaraldurs, bæði í samfélaginu sem og einkalífinu.

Makamál
Fréttamynd

Móðurmál: Erfiðast að velja sæðisgjafa

„Fyrir þær sem eru óákveðnar en alltaf með þetta bak við eyrað - þá segi ég að drífa bara í þessu. Ég gæti allavega vel hugsað mér að hafa gert þetta fyrr þó að ég sé ekkert að sjá eftir neinu,“ segir leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 

Makamál
Fréttamynd

„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóður­auga á öðru og það var blóð út um allt“

Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir.

Lífið
Fréttamynd

„Ef þú elskar sjóinn þá elskarðu mig“

Fjölmiðlakonan Sigga Lund var ein af þeim sem fór á blint stefnumót í fjórða þætti fyrsta bliksins en hún og bókasafnsfræðingurinn Jón Tryggvi áttu svo sannarlega nokkra gullmola þetta kvöld. 

Makamál