Föngulegir folar á lausu Svava Marín Óskarsdóttir og Íris Hauksdóttir skrifa 15. maí 2023 07:01 Listinn samanstendur af föngulegum íslenskum karlmönnum á lausu. Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. Blær Hinriksson, leikari og handboltamaður (21) Blær er fjölhæfur ungur maður en hann sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Hjartasteinn. Samhliða leiklistinni stundar hann einnig handbolta þar sem hann spilar með Aftureldingu. Endurkoma hans í úrslitakeppninni eftir að hafa lent í slæmum meiðsli hefur vakið mikla athygli. Blær á ekki langt að sækja leikhæfileikana en faðir hans er Hinrik Ólafsson leikari. Saga Sig. View this post on Instagram A post shared by Blær Hinriksson (@blaerhinriksson) Vélmennið Blær Hinriksson í viðtali eftir sigurinn á Haukum í leik 1 - Sjónvarp - Vísir (visir.is) Björn Bragi Arnarsson sjónvarps- og athafnamaður (38) Björn Bragi er einn ástsælasti sjónvarpsmaður landsins ásamt því að hafa haslað sér völl í viðskiptalífinu síðastliðin ár. Hann kemur meðal annars að rekstri mathallanna Borg29 í Borgartúni og Veru Grósku í Vatnsmýri. Björn Bragi er hluti af uppistandshópnum Mið-Ísland og því með húmorinn í lagi. Honum er lýst sem einkar skemmtilegum og sjarmerandi manni. Ari Páll Björn Bragi kaupir 160 milljóna króna einbýlishús Bassi Maraj, raunveruleikastjarna og tónlistarmaður (24) Bassi er þekktur fyrir hina vinsælu raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2. Hann hefur jafnframt slegið í gegn innan tónlistarheimsins með laginu, Bassi Maraj, í mars 2021 sem fór beint í efsta sæti íslenska vinsældarlistans á Spotify. Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent.Stilla/Vísir View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þórhallur Auður Helgason óperusöngvari (33) Stórtenórinn og söngsjarmörinn Þórhallur Auður hefur gert frægan innan óperusenunnar á Íslandi en hann syngur lykilhlutverk í gamanóperunni Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir við feikna vinsældir. Samhliða söngnum er Þórhallur lærður tölvunarfræðingur og stundaði rannsóknir í Caltech í BNA. Biðlistinn er eflaust langur hjá skvísum landsins að fá Þórhall til að syngja sig sig í svefn enda sjarmatröll með meiru. Þórhallur Auður er framúrskarandi tenor.@anualofficial Helgi Jean Claessen hlaðvarpsstjórnandi (41) Helgi er annar stjórnandi hins geysivinsæla hlaðvarps Hæhæ. Þar fer Helgi reglulega yfir sambandsmál sín sem hafa þó staðið stopulum fæti undanfarið. Helgi hefur húmorinn alltaf að vopni og hugar vel að líkama og sál. Þá segist hann sjálfur vera á andlegu ferðalagi með gleðina að leiðarljósi. Helgi býr í svokölluðum Kakókastala í Mosfellsbæ sem er með gufubaði, heitum og köldum potti, svokölluð uppskrift af rómantískri stundu með þeirri réttu. Það verður hamingjusöm, hláturmild og andlega heilsuhraust kona sem hreppir þennan mann. Helgi Jean Claessen View this post on Instagram A post shared by Helgi Jean Claessen (@helgijean) Antoine Hrannar Fons flugþjónn (38) Antoine eða Toni eins og hann er kallaður, hóf störf sem flugþjónn árið 2014. Hann er með með BA í leiklist og próf í einkaþjálfun frá ÍAK. Antoine þykir sjarmerandi og er hrókur alls fagnaðar með góðan húmor. Hann er franskur að uppruna og því er samvera með fjölskyldu honum einkar mikilvæg. Antoine Fons Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Birgir Olgeirsson trúbador og samskiptasérfræðingur Play (38) Birgir starfaði í þrettán ár í fjölmiðlum áður en hann skipti um starfsvettvang. Hann er einnig sagður lunkinn á gítar þar sem hann neglir í hvern smellinn á fætur öðrum sem trúbador. Sigtryggur Ari View this post on Instagram A post shared by Birgir Olgeirsson (@bolgeirs) Jón Kári Eldon hönnuður (34) Jón Kári starfar sem hönnunarstjóri hjá Apparatus. Auk þess hefur hann teiknað myndir af ýmsum þekktum kennileitum undir heitinu Hverfið mitt. Jón Kári bjó í nokkur ár San Francisco í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám. Hann er mikill fótboltaáhugamaður og þykir ansi hnyttinn og skemmtilegur á samfélagsmiðlinum Twitter. Jón Kári Mynd/DavíðSteinnSigurðarson Davíð Sigurgeirsson gítarleikari og kórstjóri (35) Hinn hæfileikaríki tónlistarmaður Davíð með ljónsmakkann og sína ljúfu nærveru gengur laus um höfuðborgarsvæðið. Hann er kórstjóri barna- og unglingakórs Ástjarnarkirkju sem og stjórnandi Gospelkórs Jóns Vídalín. Davíð hefur einstakt lag á börnum en er starfs síns vegna sömuleiðis ákaflega fingrafimur sem hvoru tveggja teljast miklir kostir í sambandi. Davíð SigurgeirssonVísir/Elín Guðmunds View this post on Instagram A post shared by Davíð Sigurgeirsson (@davidsigurgeirsson) Halldór H. Jónsson fjárfestir (44) Athafnamaðurinn Halldór er bráðsnjall og skemmtilegur en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu Næra. Halldór er búsettur á Seltjarnarnesi og stundar þar jóga af líf og sál en honum er afar umhugað um heilsuna og sækir skíðaferðir grimmt allan ársins hring. Halldóri er umhugað um heilsuna.Halldór Sigmar Vilhjálmssson athafnamaður (46) Athafnamaðurinn Simmi Vill eins og hann er oftast kallaður kemur víða við en hann rekur í dag MiniGarðinn. Simmi opnaði sig nýverið óvænt um bíllausan lífstíl eftir að hafa verið ötull talsmaður einkabílsins. Síðar kom í ljós að umbreytingin tengdist nýlegum ökuréttindasviptingum. Því væri upplagt að finna fyrir hann aksturshæfa konu eða spinningkennara. View this post on Instagram A post shared by Sigmar Vilhjalmsson (@simmivill) Logi Geirsson fyrrverandi landsliðmaður í handbolta (40) Loga þekkja eflaust flestir eftir glæstan feril sem atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður. Í dag starfar hann sem einkaþjálfari og sérfræðingur um handbolta í sjónvarpi á Rúv og Stöð 2 sport. Logi þykir einkar smekklegur til fara og hugar bersýnilega vel að útlitinu. Logi Geirsson, spekingur Seinni bylgjunnar.vísir/skjáskot Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður (41) Söngvarinn síkáti sagði skilið við sambýlismann sinn til ellefu ára fyrir nokkrum árum og samdi í kjölfarið lagið, Hvað ef ég get ekki elskað? Í kjölfarið tók hann heilsuna fastari tökum og er óhætt að fullyrða að Friðrik sé í toppformi. Hann ætti því ekki að óttast áhuga eða ástleysi kynbræðra sinna þar sem hann er öllum kostum búinn, sætur, klár og sjúklega fyndinn. Friðrik Ómar View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Ágúst Beinteinn Árnason fjölmiðlamaður (22) Gústi B eins og hann er kallaður er útvarpsmaður á FM 957 og ein stærsta TikTok stjarna landsins. Hann er einkar hress og geðþekkur maður með fallegt bros og hlýja nærveru. VÍSIR/HULDA MARGRÉT View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Kári Sverrisson (31) Ljósmyndarinn forkunnarfagri, Kári Sverris, unir sér vel báðum megin við myndavélina en áreiðanlegar heimildir segja hann gefa Zoolander ekkert eftir þegar kemur að ljósmyndapósum. Kári er klárlega einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins og verður því heppinn snáði sem hreppir þennan gæja. Heida HB Brynjar Þór Hreggviðsson leiðsögumaður í Norðurá (37) Binni Hregg eins og hann er kallaður, er annar rekstraraðili í Norðurá. Hann lauk BSc-prófi í sálfræði við HR og diplómapróf í fiskeldisfræði frá Hólum og meistaragráðu í markaðsfræði. Hann er sagður veiðimaður mikill og skemmtilegur drengur. Vinir hans segja hann matgæðing og þykir jafn ljúft að vera heima í notalegheitum og að skella sér út á lífið með góðu fólki. Brynjar Þór Hreggviðsson Brynjar Hreggviðsson Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuknattleiksþjálfari (50) Benni eins og hann er kallaður þjálfaði lengi vel í KR en hefur síðar komið víða við. Til dæmis hjá Fjölni og Þór Þorlákshöfn. Hann er í dag þjálfari Njarðvíkinga í efstu deild í körfubolta. Hann vakti mikla athygli í þættinum Fyrsta blikið þar sem hann fór á kostum en ástin er enn ófundin. Benedikt Rúnar Guðmundsson View this post on Instagram A post shared by Benedikt Rúnar Guðmundsson (@benedikt.gudmundsson) Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra (46) Guðmundur Ingi, kallaður Mummi, er félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherra Íslands. Mummi er með BSc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Háskólanum Yale í Bandaríkjunum. Auk þess er hann með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Arnar Halldórsson View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Ingi Guðbrandsson (@mummigudbrands) Eyjólfur Gíslason deildarstjóri (36) Eyjó er uppalinn í Reykjanesbæ að mestu þar sem hann býr ásamt syni sínum. Hann starfar sem deildarstjóri hja Cabin Operations, á flugrekstrarsviði Icelandair. Hann er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Hann er varabæjarfulltrúi og situr í velferðarráði Reykjanesbæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eyjó er lýst sem sönnum og góðum vini með mikla tilfinningagreind. Hann er mikill smekkmaður með fágaðan og smart fatastíl. Eyjólfur Gíslason View this post on Instagram A post shared by EYJO LFUR GI SLASON (@eyjojunior) Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari (25) Guðmundur Emil, eða Gummi Emil eins og hann er gjarnan kallaður, hefur á skömmum tíma orðið með þekktari einkaþjálfurum landsins. Skemmtilega rugluð myndbönd hans á samfélagsmiðlum hafa vakið mikla athygli. Í myndböndunum hvetur hann fólk til að stunda líkamsrækt og hugsa sig tvisvar um áður en það borðar kex eða notar nikótínpúða. Gummi Emil View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Herkúles Jóhannsson (@gummiemil) Agnar Smári Jónsson handboltamaður (30) Agnar er margfaldur Íslandsmeistari í handknattleik, mikil skytta og var að ljúka námi í hárgreiðslu á dögunum. Hann er mikill húmoristi og er nánast aldrei dauð stund í kringum þennan glaðlynda dreng. Agnar Smári View this post on Instagram A post shared by Agnar Sma ri Jo nsson (@agnars) Kristmundur Axel Kristmundsson tónlistarmaður (29) Kristmundur Axel skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010. Á síðustu árum hefur farið lítið fyrir honum en nú hefur hann stígið aftur í sviðsljósið með nýju lagi sem hann gerði ásamt Júlí Heiðari. Þeir Júlí unnu einmitt söngkeppnina saman á sínum tíma. Á dögunum steig hann fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann talaði hispurslaust um barnæsku sína. „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ - Vísir (visir.is) Kristmundur Axel View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel) Páll Orri Pálsson (25) Útvarpsmaðurinn Páll Orri er fæddur og uppalinn í Keflavík, eða Sunny Kef eins og hann myndi kalla það sjálfur. Hann er hress og skemmtileg týpa sem skemmtir landsmönnum vikulega í útvarpsþættinum Veislan á FM957 ásamt Gústa B. Hann hefur einnig látið til sín taka í stjórnmálum en á dögunum tapaði listi sem hann leiddi naumlega í kosningu til forystu Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík Páll Orri Pálsson View this post on Instagram A post shared by Pa ll Orri Pa lsson (@pallorri) Álitsgjafar: Birgir LúðvíkssonDóra Júlía AgnarssonEgill Ploder OttóssonElísabet Inga SigurðardóttirGuðmundur Atli SteindórssonHelgi ÓmarssonÍris HauksdóttirKaritas ÓskarsdóttirKristín Ruth JónsdóttirÓlafur GuðmundssonRíkharð Óskar GuðnasonStefán Árni PálssonSvava Marín Óskarsdóttir Ástin og lífið Tengdar fréttir Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Blær Hinriksson, leikari og handboltamaður (21) Blær er fjölhæfur ungur maður en hann sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Hjartasteinn. Samhliða leiklistinni stundar hann einnig handbolta þar sem hann spilar með Aftureldingu. Endurkoma hans í úrslitakeppninni eftir að hafa lent í slæmum meiðsli hefur vakið mikla athygli. Blær á ekki langt að sækja leikhæfileikana en faðir hans er Hinrik Ólafsson leikari. Saga Sig. View this post on Instagram A post shared by Blær Hinriksson (@blaerhinriksson) Vélmennið Blær Hinriksson í viðtali eftir sigurinn á Haukum í leik 1 - Sjónvarp - Vísir (visir.is) Björn Bragi Arnarsson sjónvarps- og athafnamaður (38) Björn Bragi er einn ástsælasti sjónvarpsmaður landsins ásamt því að hafa haslað sér völl í viðskiptalífinu síðastliðin ár. Hann kemur meðal annars að rekstri mathallanna Borg29 í Borgartúni og Veru Grósku í Vatnsmýri. Björn Bragi er hluti af uppistandshópnum Mið-Ísland og því með húmorinn í lagi. Honum er lýst sem einkar skemmtilegum og sjarmerandi manni. Ari Páll Björn Bragi kaupir 160 milljóna króna einbýlishús Bassi Maraj, raunveruleikastjarna og tónlistarmaður (24) Bassi er þekktur fyrir hina vinsælu raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2. Hann hefur jafnframt slegið í gegn innan tónlistarheimsins með laginu, Bassi Maraj, í mars 2021 sem fór beint í efsta sæti íslenska vinsældarlistans á Spotify. Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent.Stilla/Vísir View this post on Instagram A post shared by BASSI MARAJ (@bassimaraj) Þórhallur Auður Helgason óperusöngvari (33) Stórtenórinn og söngsjarmörinn Þórhallur Auður hefur gert frægan innan óperusenunnar á Íslandi en hann syngur lykilhlutverk í gamanóperunni Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir við feikna vinsældir. Samhliða söngnum er Þórhallur lærður tölvunarfræðingur og stundaði rannsóknir í Caltech í BNA. Biðlistinn er eflaust langur hjá skvísum landsins að fá Þórhall til að syngja sig sig í svefn enda sjarmatröll með meiru. Þórhallur Auður er framúrskarandi tenor.@anualofficial Helgi Jean Claessen hlaðvarpsstjórnandi (41) Helgi er annar stjórnandi hins geysivinsæla hlaðvarps Hæhæ. Þar fer Helgi reglulega yfir sambandsmál sín sem hafa þó staðið stopulum fæti undanfarið. Helgi hefur húmorinn alltaf að vopni og hugar vel að líkama og sál. Þá segist hann sjálfur vera á andlegu ferðalagi með gleðina að leiðarljósi. Helgi býr í svokölluðum Kakókastala í Mosfellsbæ sem er með gufubaði, heitum og köldum potti, svokölluð uppskrift af rómantískri stundu með þeirri réttu. Það verður hamingjusöm, hláturmild og andlega heilsuhraust kona sem hreppir þennan mann. Helgi Jean Claessen View this post on Instagram A post shared by Helgi Jean Claessen (@helgijean) Antoine Hrannar Fons flugþjónn (38) Antoine eða Toni eins og hann er kallaður, hóf störf sem flugþjónn árið 2014. Hann er með með BA í leiklist og próf í einkaþjálfun frá ÍAK. Antoine þykir sjarmerandi og er hrókur alls fagnaðar með góðan húmor. Hann er franskur að uppruna og því er samvera með fjölskyldu honum einkar mikilvæg. Antoine Fons Einhleypan: Toni Fons heillast af hugrekki og húmor Birgir Olgeirsson trúbador og samskiptasérfræðingur Play (38) Birgir starfaði í þrettán ár í fjölmiðlum áður en hann skipti um starfsvettvang. Hann er einnig sagður lunkinn á gítar þar sem hann neglir í hvern smellinn á fætur öðrum sem trúbador. Sigtryggur Ari View this post on Instagram A post shared by Birgir Olgeirsson (@bolgeirs) Jón Kári Eldon hönnuður (34) Jón Kári starfar sem hönnunarstjóri hjá Apparatus. Auk þess hefur hann teiknað myndir af ýmsum þekktum kennileitum undir heitinu Hverfið mitt. Jón Kári bjó í nokkur ár San Francisco í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám. Hann er mikill fótboltaáhugamaður og þykir ansi hnyttinn og skemmtilegur á samfélagsmiðlinum Twitter. Jón Kári Mynd/DavíðSteinnSigurðarson Davíð Sigurgeirsson gítarleikari og kórstjóri (35) Hinn hæfileikaríki tónlistarmaður Davíð með ljónsmakkann og sína ljúfu nærveru gengur laus um höfuðborgarsvæðið. Hann er kórstjóri barna- og unglingakórs Ástjarnarkirkju sem og stjórnandi Gospelkórs Jóns Vídalín. Davíð hefur einstakt lag á börnum en er starfs síns vegna sömuleiðis ákaflega fingrafimur sem hvoru tveggja teljast miklir kostir í sambandi. Davíð SigurgeirssonVísir/Elín Guðmunds View this post on Instagram A post shared by Davíð Sigurgeirsson (@davidsigurgeirsson) Halldór H. Jónsson fjárfestir (44) Athafnamaðurinn Halldór er bráðsnjall og skemmtilegur en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu Næra. Halldór er búsettur á Seltjarnarnesi og stundar þar jóga af líf og sál en honum er afar umhugað um heilsuna og sækir skíðaferðir grimmt allan ársins hring. Halldóri er umhugað um heilsuna.Halldór Sigmar Vilhjálmssson athafnamaður (46) Athafnamaðurinn Simmi Vill eins og hann er oftast kallaður kemur víða við en hann rekur í dag MiniGarðinn. Simmi opnaði sig nýverið óvænt um bíllausan lífstíl eftir að hafa verið ötull talsmaður einkabílsins. Síðar kom í ljós að umbreytingin tengdist nýlegum ökuréttindasviptingum. Því væri upplagt að finna fyrir hann aksturshæfa konu eða spinningkennara. View this post on Instagram A post shared by Sigmar Vilhjalmsson (@simmivill) Logi Geirsson fyrrverandi landsliðmaður í handbolta (40) Loga þekkja eflaust flestir eftir glæstan feril sem atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður. Í dag starfar hann sem einkaþjálfari og sérfræðingur um handbolta í sjónvarpi á Rúv og Stöð 2 sport. Logi þykir einkar smekklegur til fara og hugar bersýnilega vel að útlitinu. Logi Geirsson, spekingur Seinni bylgjunnar.vísir/skjáskot Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður (41) Söngvarinn síkáti sagði skilið við sambýlismann sinn til ellefu ára fyrir nokkrum árum og samdi í kjölfarið lagið, Hvað ef ég get ekki elskað? Í kjölfarið tók hann heilsuna fastari tökum og er óhætt að fullyrða að Friðrik sé í toppformi. Hann ætti því ekki að óttast áhuga eða ástleysi kynbræðra sinna þar sem hann er öllum kostum búinn, sætur, klár og sjúklega fyndinn. Friðrik Ómar View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Ágúst Beinteinn Árnason fjölmiðlamaður (22) Gústi B eins og hann er kallaður er útvarpsmaður á FM 957 og ein stærsta TikTok stjarna landsins. Hann er einkar hress og geðþekkur maður með fallegt bros og hlýja nærveru. VÍSIR/HULDA MARGRÉT View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Kári Sverrisson (31) Ljósmyndarinn forkunnarfagri, Kári Sverris, unir sér vel báðum megin við myndavélina en áreiðanlegar heimildir segja hann gefa Zoolander ekkert eftir þegar kemur að ljósmyndapósum. Kári er klárlega einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins og verður því heppinn snáði sem hreppir þennan gæja. Heida HB Brynjar Þór Hreggviðsson leiðsögumaður í Norðurá (37) Binni Hregg eins og hann er kallaður, er annar rekstraraðili í Norðurá. Hann lauk BSc-prófi í sálfræði við HR og diplómapróf í fiskeldisfræði frá Hólum og meistaragráðu í markaðsfræði. Hann er sagður veiðimaður mikill og skemmtilegur drengur. Vinir hans segja hann matgæðing og þykir jafn ljúft að vera heima í notalegheitum og að skella sér út á lífið með góðu fólki. Brynjar Þór Hreggviðsson Brynjar Hreggviðsson Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuknattleiksþjálfari (50) Benni eins og hann er kallaður þjálfaði lengi vel í KR en hefur síðar komið víða við. Til dæmis hjá Fjölni og Þór Þorlákshöfn. Hann er í dag þjálfari Njarðvíkinga í efstu deild í körfubolta. Hann vakti mikla athygli í þættinum Fyrsta blikið þar sem hann fór á kostum en ástin er enn ófundin. Benedikt Rúnar Guðmundsson View this post on Instagram A post shared by Benedikt Rúnar Guðmundsson (@benedikt.gudmundsson) Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra (46) Guðmundur Ingi, kallaður Mummi, er félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherra Íslands. Mummi er með BSc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Háskólanum Yale í Bandaríkjunum. Auk þess er hann með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Arnar Halldórsson View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Ingi Guðbrandsson (@mummigudbrands) Eyjólfur Gíslason deildarstjóri (36) Eyjó er uppalinn í Reykjanesbæ að mestu þar sem hann býr ásamt syni sínum. Hann starfar sem deildarstjóri hja Cabin Operations, á flugrekstrarsviði Icelandair. Hann er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Hann er varabæjarfulltrúi og situr í velferðarráði Reykjanesbæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eyjó er lýst sem sönnum og góðum vini með mikla tilfinningagreind. Hann er mikill smekkmaður með fágaðan og smart fatastíl. Eyjólfur Gíslason View this post on Instagram A post shared by EYJO LFUR GI SLASON (@eyjojunior) Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari (25) Guðmundur Emil, eða Gummi Emil eins og hann er gjarnan kallaður, hefur á skömmum tíma orðið með þekktari einkaþjálfurum landsins. Skemmtilega rugluð myndbönd hans á samfélagsmiðlum hafa vakið mikla athygli. Í myndböndunum hvetur hann fólk til að stunda líkamsrækt og hugsa sig tvisvar um áður en það borðar kex eða notar nikótínpúða. Gummi Emil View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Herkúles Jóhannsson (@gummiemil) Agnar Smári Jónsson handboltamaður (30) Agnar er margfaldur Íslandsmeistari í handknattleik, mikil skytta og var að ljúka námi í hárgreiðslu á dögunum. Hann er mikill húmoristi og er nánast aldrei dauð stund í kringum þennan glaðlynda dreng. Agnar Smári View this post on Instagram A post shared by Agnar Sma ri Jo nsson (@agnars) Kristmundur Axel Kristmundsson tónlistarmaður (29) Kristmundur Axel skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010. Á síðustu árum hefur farið lítið fyrir honum en nú hefur hann stígið aftur í sviðsljósið með nýju lagi sem hann gerði ásamt Júlí Heiðari. Þeir Júlí unnu einmitt söngkeppnina saman á sínum tíma. Á dögunum steig hann fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann talaði hispurslaust um barnæsku sína. „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ - Vísir (visir.is) Kristmundur Axel View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel) Páll Orri Pálsson (25) Útvarpsmaðurinn Páll Orri er fæddur og uppalinn í Keflavík, eða Sunny Kef eins og hann myndi kalla það sjálfur. Hann er hress og skemmtileg týpa sem skemmtir landsmönnum vikulega í útvarpsþættinum Veislan á FM957 ásamt Gústa B. Hann hefur einnig látið til sín taka í stjórnmálum en á dögunum tapaði listi sem hann leiddi naumlega í kosningu til forystu Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík Páll Orri Pálsson View this post on Instagram A post shared by Pa ll Orri Pa lsson (@pallorri) Álitsgjafar: Birgir LúðvíkssonDóra Júlía AgnarssonEgill Ploder OttóssonElísabet Inga SigurðardóttirGuðmundur Atli SteindórssonHelgi ÓmarssonÍris HauksdóttirKaritas ÓskarsdóttirKristín Ruth JónsdóttirÓlafur GuðmundssonRíkharð Óskar GuðnasonStefán Árni PálssonSvava Marín Óskarsdóttir
Ástin og lífið Tengdar fréttir Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01