Lögreglan

Fréttamynd

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Bílar
Fréttamynd

Vill Víði áfram í íþróttamálum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf

Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við óviðeigandi aðstöðu á lögreglustöðinni í þorpinu þar sem lögreglumenn þurfa að deila salerni og kaffiaðstöðu með öðrum. Þá eru ekki fangaklefar á stöðinni og ekki bílskúr fyrir lögreglubílana.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti

Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu

„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum

Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fá hálfa milljón hvor í miska­bætur í vegna LÖKE-málsins

Varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og fé­lagi hans fengu alls 550 þúsund krón­ur hvor í miska­bæt­ur frá rík­inu fyr­ir ólög­mæta hand­töku, hús­leit og aðrar þving­un­araðgerðir í tengslum Löke-málið svokallaða sem upp kom 2015.

Innlent