Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:32 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir að allir ættu að líta á framferði lögreglunnar með alvarlegum augum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. Þórður ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra var lögreglan gerð afturreka með framgöngu sína í garð blaðamannanna en þar kemur fram að í framlögðum gögnum lögreglu sé ekkert sem gefi tilefni til að ætla að myndbönd af kynferðislegum toga hafi farið í dreifingu. Gagnamóttaka sé ekki ólögleg. Blaðamennirnir hafi aðeins unnið fréttir upp úr þeim hluta gagnanna sem hafi átt erindi við almenning. Saksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans er einn fjögurra blaðamanna sem boðaður var í yfirheyrslu með stöðu sakbornings. Þórður telur að hann hafi sömu stöðu og Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni. „Ég held að það sé alveg borðleggjandi að niðurstaðan í máli Aðalsteins nái yfir okkur Arnar Þór Ingólfsson blaðamann á Kjarnanum líka. Ef svo mjög ósennilega vildi til að lögreglan á Norðausturlandi myndi samt sem áður boða okkur í yfirheyrslu þá myndum við einfaldlega fara sömu leið og kæra málið. Ásakanirnar ekki léttvægar Í úrskurðinum segir að það eigi aldrei að vera léttvæg ákvörðun að veita fólki stöðu sakbornings. Slíkt geti skaðað orðspor viðkomandi og valdið óþægindum. Hefur þetta haft mikil áhrif á þitt líf og þín störf? „Þetta hefur auðvitað fyrst og síðast tekið mikinn tíma og orku í að verjast og útskýra eitthvað sem mér finnst algjörlega fjarstæðukennt. Auðvitað er ekkert skemmtilegt að sjá einhverjar samsettar myndir af mér og fólki sem vinnur með mér undir fyrirsögnum þar sem er verið að ásaka okkur um kynferðisbrot. Það er ekkert léttvægt fyrir neinn.“ Allir ættu að líta á framgöngu lögreglu með alvarlegum augum Þórður segir málatilbúnað lögreglunnar það fjarstæðukenndan að hann óttast ekki framhaldið en framganga lögreglu sé mikið umhugsunarefni þegar horft sé á málið í stærra samhengi. „Við höfum vitað það frá upphafi að þessar ávirðingar […] eru fjarstæðukenndar og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þess vegna erum við auðvitað bara mjög örugg með það að þetta mál muni ekki leiða til neinna afleiðinga fyrir okkur.“ Segir Þórður og bætir við líta þurfi á málið með hliðsjón af öðrum og stærri þáttum. „En í stóru myndinni er það alvarlegt – og öllum ætti að finnast það alvarlegt – að svona ákvæði eins og var sett inn í lögin í fyrra sé nýtt í einhverjar veiðiferðir gagnvart blaðamönnum.“ Umhugsunarefni að dómsmál hafi þurft til Aðspurður hvort málið hefði þýðingu fyrir stöðu fjölmiðlunar á Íslandi svaraði Þórður því til að miðað við niðurstöðu héraðsdóms þá væri búið gefa út skýr skilaboð. „Að lögregla í rannsóknum sínum getur ekki að mjög illa undirbyggðu máli gefið blaðamönnum stöðu sakbornings með þeim hætti sem þeir ætluðu að gera núna. Það er ágætt að draga línu í sandinn en það að við þurftum raunverulega að fara í gegnum þetta ferli til að fá þá línu finnst mér umhugsunarvert.“ Lögreglan Fjölmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Þórður ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra var lögreglan gerð afturreka með framgöngu sína í garð blaðamannanna en þar kemur fram að í framlögðum gögnum lögreglu sé ekkert sem gefi tilefni til að ætla að myndbönd af kynferðislegum toga hafi farið í dreifingu. Gagnamóttaka sé ekki ólögleg. Blaðamennirnir hafi aðeins unnið fréttir upp úr þeim hluta gagnanna sem hafi átt erindi við almenning. Saksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans er einn fjögurra blaðamanna sem boðaður var í yfirheyrslu með stöðu sakbornings. Þórður telur að hann hafi sömu stöðu og Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni. „Ég held að það sé alveg borðleggjandi að niðurstaðan í máli Aðalsteins nái yfir okkur Arnar Þór Ingólfsson blaðamann á Kjarnanum líka. Ef svo mjög ósennilega vildi til að lögreglan á Norðausturlandi myndi samt sem áður boða okkur í yfirheyrslu þá myndum við einfaldlega fara sömu leið og kæra málið. Ásakanirnar ekki léttvægar Í úrskurðinum segir að það eigi aldrei að vera léttvæg ákvörðun að veita fólki stöðu sakbornings. Slíkt geti skaðað orðspor viðkomandi og valdið óþægindum. Hefur þetta haft mikil áhrif á þitt líf og þín störf? „Þetta hefur auðvitað fyrst og síðast tekið mikinn tíma og orku í að verjast og útskýra eitthvað sem mér finnst algjörlega fjarstæðukennt. Auðvitað er ekkert skemmtilegt að sjá einhverjar samsettar myndir af mér og fólki sem vinnur með mér undir fyrirsögnum þar sem er verið að ásaka okkur um kynferðisbrot. Það er ekkert léttvægt fyrir neinn.“ Allir ættu að líta á framgöngu lögreglu með alvarlegum augum Þórður segir málatilbúnað lögreglunnar það fjarstæðukenndan að hann óttast ekki framhaldið en framganga lögreglu sé mikið umhugsunarefni þegar horft sé á málið í stærra samhengi. „Við höfum vitað það frá upphafi að þessar ávirðingar […] eru fjarstæðukenndar og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þess vegna erum við auðvitað bara mjög örugg með það að þetta mál muni ekki leiða til neinna afleiðinga fyrir okkur.“ Segir Þórður og bætir við líta þurfi á málið með hliðsjón af öðrum og stærri þáttum. „En í stóru myndinni er það alvarlegt – og öllum ætti að finnast það alvarlegt – að svona ákvæði eins og var sett inn í lögin í fyrra sé nýtt í einhverjar veiðiferðir gagnvart blaðamönnum.“ Umhugsunarefni að dómsmál hafi þurft til Aðspurður hvort málið hefði þýðingu fyrir stöðu fjölmiðlunar á Íslandi svaraði Þórður því til að miðað við niðurstöðu héraðsdóms þá væri búið gefa út skýr skilaboð. „Að lögregla í rannsóknum sínum getur ekki að mjög illa undirbyggðu máli gefið blaðamönnum stöðu sakbornings með þeim hætti sem þeir ætluðu að gera núna. Það er ágætt að draga línu í sandinn en það að við þurftum raunverulega að fara í gegnum þetta ferli til að fá þá línu finnst mér umhugsunarvert.“
Lögreglan Fjölmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23