Lögreglan

Fréttamynd

Hver á að gæta varðanna?

Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks

„Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Vill skerpa heimildir lög­reglu til að geta „gripið fyrr inn í at­burða­rás“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað.

Innlent
Fréttamynd

Banna köfun að flakinu í Þing­valla­vatni til að tryggja sönnunar­gögn

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. 

Innlent
Fréttamynd

Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu

Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt.

Innlent
Fréttamynd

#Met­oo-byltingin étur blaða­menn

Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölga á til­kynningum um kyn­ferðis­brot til lög­reglu

Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Er lögreglan yfir gagnrýni hafin?

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu.

Skoðun
Fréttamynd

Að beita valdi og múlbinda

Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni.

Skoðun
Fréttamynd

Sex sækjast eftir tveimur em­bættum að­stoðar­lög­reglu­stjóra

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa

Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni.

Innlent
Fréttamynd

Vopnleysið kvatt?

Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“

Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum.

Innlent