Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 17:25 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakana 78, skrifuðu undir samninginn í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Lögreglan Hinsegin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Lögreglan Hinsegin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira