Lögreglan

Fréttamynd

Vill vægari kröfur um gæslu­varð­hald

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn halda úti öflugu íþróttastarfi

Íþróttasamband Lögreglunnar hefur haldið úti öflugu íþróttastarfi til margra ára og árangurinn í raun ótrúlegur í gegnum tíðina. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók fór á stúfana og kynnti sér starfið.

Sport
Fréttamynd

Þrumuský yfir leigjendum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Verðum að gera betur!

Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefði lögreglan átt að gera?

Í miðjum aprílmánuði síðastliðnum höfðu lögregla og sérsveitin afskipti af saklausum sextán ára dreng í tvígang. Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lögregluþjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið. 

Skoðun
Fréttamynd

Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða.

Innlent
Fréttamynd

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag

Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 

Innlent
Fréttamynd

Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“

Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 

Innlent
Fréttamynd

Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni

Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í

Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður eftir að mynd­band lög­reglu fannst ekki

Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju lögreglufræði?

Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ!

Skoðun