Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 19:45 Getty/Vísir/Vilhelm Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31