Bítið

Fréttamynd

Vill breyta lögum um að­gerðir gegn peninga­þvætti

Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ríkið kaupi í­búa Grinda­víkur út

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 

Innlent
Fréttamynd

Já­kvætt að sjá að varnargarðarnir virki

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. 

Innlent
Fréttamynd

„Skatta­yfir­völd eru að mjólka okkur til blóðs“

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón segir ríkis­stjórnina komna á enda­stöð

Helsti stjórnarandstæðingurinn á þingi núna kemur úr röðum stjórnarþingmanna. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er fulltrúi hundóánægðra þingmanna sem telja fráleitt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali um að nú þurfi að gera orkustefnu til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega spurning um tíma frekar en hvort

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“

Innlent
Fréttamynd

Bíða betra veðurs til að geta kort­lagt hraunið

Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 

Innlent
Fréttamynd

Alls ekkert túr­ista­gos

Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. 

Innlent
Fréttamynd

Gætum allt eins gefið ein­kunn fyrir fituprósentu

Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig.

Innlent
Fréttamynd

Segir bók Þor­valdar rugl frá upp­hafi til enda

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, mætti í Bítið í morgun til að ræða bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítuna – spillingarsögu. Jón Steinar sagði ekki eitt einasta atriði sem þar er um sig skrifað, í bók ef bók skyldi kalla, halda vatni.

Innlent
Fréttamynd

Blönk í bænum með uppblásið sófa­sett í stofunni

Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með.

Lífið
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina standa á brauð­fótum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús.

Innlent
Fréttamynd

„Erum í um­tals­verðum breytingum á mennta­kerfinu“

Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent
Fréttamynd

Komu Heimi á ó­­vart í beinni í Bítinu

Heimi Hall­gríms­syni, lands­liðs­þjálfara karla­liðs Jamaíka í fót­bolta, var komið skemmti­lega á ó­vart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til við­tals frá Vest­manna­eyjum. Um­sjónar­menn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upp­hafi við­talsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Spyr hvort at­lot séra Frið­riks hafi verið eins og at­lot ættingja

Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 

Innlent