Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Ertu í ofbeldisfullu sambandi? Taktu prófið

Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Hluti af herferðinni er svokallað sambandspróf þar sem fólk fær svör við spurningum um hvort hlutir sem komi upp í samböndum séu heilbrigðir eða ekki og í versta falli ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Sönnun í kynferðisbrotamálum II

Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á.

Skoðun
Fréttamynd

Skárri kostur en að rústa lífi manns með fangelsisdómi

Eiríkur Tómasson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir skárra að sekir menn sleppi við fangelsisvist en að saklaus maður endi bak við lás og slá. Dómarar eigi að hafa sannleiksreglu að leiðarljósi í því skyni að rétt sé dæmt í málum sem rati fyrir dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Sönnun í kynferðisbrotamálum

Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti.

Skoðun
Fréttamynd

„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu

Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Telur það ekki mis­tök að hafa tekið þátt í mynd­bandinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa skoðun á því að myndbandið „Ég trúi“ hafi verið fjarlægt eftir að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu fóru af stað í kjölfar birtingar þess. Hún telji þó ekki mistök að hafa tekið þátt í gerð myndbandsins.

Innlent
Fréttamynd

Tveir úr mynd­bandinu viður­kenna að hafa farið yfir mörk

Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum

Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum.

Innlent
Fréttamynd

Uppi­standi af­lýst eftir þrjá og hálfan tíma

Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans.

Lífið
Fréttamynd

Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi

Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar

Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Vill sjá styttri máls­með­ferðar­tíma og fræðslu innan dóms­kerfisins

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun

„Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Konur rísa upp – aftur

Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel.

Skoðun