Vinnumarkaður

Fréttamynd

„Ein­hver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“

Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði.

Innlent
Fréttamynd

Lands­leikir á vinnu­tíma fela í sér tæki­færi

Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Kaldar vinnu­markaðstölur „tala með“ vaxtalækkun en ó­víst hvort það dugi til

Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar.

Innherji
Fréttamynd

Halla slær á putta handboltahetjunnar

Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í tíu þúsund manns án at­vinnu í desem­ber

Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Sex sagt upp í mennta­mála­ráðu­neytinu

Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent
Fréttamynd

At­vinna handa öllum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sam­hengi breytist – og orð­ræðan með

Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að byggja hag­vöxt á­fram á fólks­fjölgun

Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Að nýta at­vinnu­stefnu til að móta hag­vöxt

Evrópa stendur á tímamótum í efnahagsmálum. Sú skipan sem mótaði fjóra áratugi alþjóðaviðskipta og fjárfestinga eftir lok kalda stríðsins er að riðlast. Bandaríkin, sem áður voru helsti málsvari svokallaðra frjálsra markaða, hörfa nú inn í verndarhyggju, beita tollum sem pólitísku vopni og krefjast þess að bandamenn velji sér lið.

Skoðun
Fréttamynd

At­vinnu­lífið mis­noti heil­brigðis­kerfið

Atvinnulífið misnotar opinbera kerfið með því að nota heilbrigðiskerfið til þess að halda utan um fjarvistir starfsmanna, að mati formanns Félags heimilislækna. Tíðar læknaheimsóknir fólks af erlendum uppruna í þeim tilgangi veki hann til umhugsunar hvort um mismunun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Þessi sóttu um hjá Höllu

Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka eldra fólks og sjálfbærni

Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningar undir­stofnana kostað hátt í 175 milljónir

Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla ráð­herra svari ekki mikil­vægum spurningum um brúun bilsins

Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. 

Innlent